Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

GETA FYRIRTÆKI EÐA FÉLÖG, SEM EKKI FÁST FULLAR UPPLÝSINGAR UM, FENGIÐ STARFSLEYFI HÉR Á LANDI????

Hingað til hef ég haldið að eftirlitskerfið hér væri strangt, hvað þetta varðar og þá sérstaklega varðandi fyrirtæki í fjármálageiranum.  En mér virðist hafa skjátlast nokkuð mikið í þeim efnum.........


mbl.is Huldueigandi finnst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER NÁTTÚRULEGA EKKI NÓGU OG GOTT AÐ EINHVER "SMÁDINDILL" TRUFLI SJÁLFTÖKUNA...

Það eru að sjálfsögðu stór mistök að það skildu ekki hafa verið sett nein tímamörk á það hversu lengi föllnu bankarnir fengju að starfa undir slitastjórnum áður en þeir væru settir í þrot og hlutverk slitastjórnanna virðist alls ekki hafa verið nógu og skýrt.....


mbl.is Smádindill hefur sama rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS KOM MAÐUR FRAM SEM GERIR EITTHVAÐ Í MÁLINU...........

Hann hefur þurft, ásamt fleirum, að horfa upp á það að slitastjórnin hefur lítið aðhafst til að kröfuhafar fái greiddar kröfur sínar.  Þess í stað er hangið á þessu eins og hundar á beini (enda hefur þetta gefið ágætlega af sér hingað til).  En vonandi verður þetta til að hreyfing komist á þessi mál og vel má leiða að því líkum að ef vel verður haldið á málum, þá hefur þetta góð áhrif á lausn gjaldeyrishaftanna.  Þarna er greinilega á ferðinni maður sem veit sínu viti og vel það og á gott með að koma skoðunum sínum á framfæri svo eftir verður tekið..........


mbl.is Vill gjaldþrotaskipti á Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BÓNUSAR OG KAUPAUKAR Í RÍKISSTOFNUN?????

Að mínu mati er þetta full langt gengið.  Stofnun sem þiggur framlög úr vasa skattgreiðenda og er þar með á fjárlögum getur ekki boðið skattgreiðendum upp á það að vera að greiða starfsfólki sínu bónusa og aðra kaupauka.  Enda er vandséð fyrir hvað er verið að greiða bónusa.  Mér hefur skilist að laun stjórnenda hjá RUV, séu síður en svo slæm, miðað við það sem gengur á almennum markaði og því er þetta síður en svo nauðsynlegt til að halda góðum starfskröftum..............


mbl.is Stjórnendur RÚV fengu 185 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEIKVÆTT EIGIÐ FÉ Í AÐ MINNSTA KOSTI ÞRJÚ ÁR ????????

Hver vegna í ósköpunum getur svona lagað viðgengist?  Það er alveg skýrt, að þegar félag er komið með neikvætt eigið fé, þá BER stjórn félagsins að fara fram á gjaldþrotaskipti.  Það er nokkuð ljóst að í þessu tilfelli hafa lög verið brotin og þá er bara spurningin hver refsingin verður????  En það er nokkuð víst að sá stjórnmálaflokkur sem þessi aðili tilheyrir lætur ekki lagabókstafinn eða lög og reglur hindra framgang liðsfélaga sinna.  Það ættu allir að muna það að aðstoðarmaður fyrrverandi forsætisráðherra hafði hlotið dóm fyrir skattsvik.  Því er kannski ekki hægt að reikna með að þetta hafi nein áhrif................


mbl.is Félag Sigurjóns gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER KOMIN ÓÐAVERÐBÓLGA Í BÓNUS??????

Að minnsta kosti hvarflaði það að mér, þegar ég sá að Bónus jólakonfektið var komið.  Í fyrra fyrir jólin kostaði það 998 kr en núna kostar það 1.798 kr þetta er HÆKKUN uppá rúm 80%.  Það hlýtur að vera einhver þokkaleg skýring á þessum gríðarlega verðmun á milli ára............


ER AÐ SKELLA Á NÝ EFNAHAGSKREPPA???????

Sé það raunin munu evrulöndin fara verst út úr henni vegna þess að evran er ekki "spegill" efnahagsstefnu viðkomandi lands, heldur er hún aðlöguð að hagkerfi Þýskalands og getur viðkomandi land því ekki gripið til sjálfstæðra aðgerða til að bjarga efnahag landsins heldur verður að leita á náðir ESB, sem ekkert vill eða getur aðhafst............
mbl.is Adam var ekki lengi í Paradís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI HEFUR ENDURSKOÐUN ÁRSREIKNINGA FÉLAGSINS VERIÐ UPP Á MARGA FISKA

Ef reikningar félagsins hafa á annað borð verið endurskoðaðir á þessu tímabili en það hefur hvergi komið fram að STJÓRN félagsins hafi brotið gegn skyldum sínum og brugðist algjörlega.  Ber ekki stjórnin ábyrgð á félaginu og ræður hún  ekki framkvæmdastjóra????  Að öðrum kosti hefð maðurinn ekki komist upp með þessi brot sin árum saman...............
mbl.is Smáís tekið til gjaldþrotaskipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RISAEÐLA SEM HEFUR DAGAÐ UPPI OG ER LOKSINS AÐ GERA SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ NÚNA.......

Þessi maður hefur ekki gert nokkurn skapaðan hlut af viti frá því að hann kom hingað til starfa aftur.  Gleggsta dæmið er þessi svokallaða peningastefnunefnd, þar sem hann hefur ekkert gert nema að halda vörð um löngu úreltar hagfræðikenningar, kenningar sem voru við lýði þegar hann sjálfur lærði hagfræði og alls ekki tekið tillit til þess að nokkur þróun hafi verið á þessum tíma.  Það er ekki mikill skaði fyrir land og þjóð þó svo þessi maður hugsi sér til hreyfings frá landinu, kannski gerir hann sér grein fyrir því að það sé lítill missir af honum????
mbl.is Már hugsar sér til hreyfings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FINNST MÖNNUM ÞETTA VIRKILEGA VIÐUNNANDI?????

Fyrirtækið hækkar laun forstjórans og æðstu stjórnenda, þegjandi og hljóðalaust, um meira en 50%  en á sama tíma er nánast enginn vilji til að semja við aðra starfsmenn félagsins. Eftir þetta þá tilkynnir félagið MJÖG góða afkomu en lætur það fylgja að vegna verkfallsaðgerða hafi félagi orðið af 400 milljónum króna í hagnaði.  Verður þetta kannski til þess að fyrirtækið verði viljugra til að semja við almenna starfsmenn sína á framtíðinni?????  Svo er náttúrulega afar sérstæð staða að forstjórinn skuli einnig vera formaður SA.  Þannig er hann á sífelldum hlaupum kringum borðið þegar fyrirtækið á í kjaraviðræðum.......
mbl.is Verkföll kostuðu 400 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband