Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.7.2015 | 14:06
SKATTALÖGIN ERU NOKKUÐ SKÝR Í ÞESSUM EFNUM
Menn komast ekki hjá því að greiða skatt af svona gríðarlegum upphæðum. Spurningin er bara í hvaða skattaflokki þessi upphæð lendir. Ég hef ekki kynnt mér þetta mál nákvæmlega, en samkvæmt því sem ég hef lesið, þá er engu líkara en hann hafi alveg ætlað að sleppa skattinum af þessu. Er ekki svona lagað kallað græðgi?????
![]() |
Ríkið sýknað af kröfum Þórðar Más |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.6.2015 | 23:15
ER ÞETTA FÓLK Í PENINGASTEFNUNEFND STARFI SÍNU VAXIÐ????
Sem betur fer hafa orðið framfarir í hagfræðinni sem fræðigrein og ekki síst síðastliðinn áratug. Nú eru komnar fram aðrar kenningar um áhrif stýrivaxta (og þessar kenningar hafa verið sannaðar). En sú kynslóð sem er við stjórnvölinn núna (í það minnsta þeir sem sitja í peningastefnunefnd) hafa ekki haft fyrir því að fylgjast með því, sem er að gerast í hagfræðinni núna nýjar stefnur og straumar fá að fljóta óáreitt hjá og þeir lýta á það sem heilagan sannleik sem þeir lærðu fyrir 20 - 30 árum. Þetta fólk er kallað "Ný-Klassísku Hagfræðingarnir". Hvernig skyldi eiginlega standa á því að þegar efnahagshorfur hér á landi versna þá eru stýrivextir hækkaðir en þegar efnahagshorfur í Noregi versna þá eru stýrivextir lækkaðir? Hagkerfi landanna eru ekki svona rosalega ólík. Finnst mönnum virkilega ástæða til þess þegar launakostnaður fyrirtækja hækkar að hækka þá fjármagnsgjöldin hjá þeim líka???
![]() |
Vildi hækka vexti um eina prósentu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.6.2015 | 13:52
Á MEÐAN KEPPAST "NÝKLASSÍSKU HAGFRÆÐINGARNIR" Í PENINGASTEFNUNEFND Á ÍSLANDI VIÐ AÐ HÆKKA STÝRIVEXTI.
Og boða enn meiri hækkanir stýrivaxta. Það er nokkuð ljóst að það VERÐUR að fara að endurskoða Hagkerfið hér á landi algjörlega, þetta stýrivaxtakerfi er alveg að fara með allt fjármálakerfið til andskotans. En þessir "nýklassísku hagræðingar" í peningastefnunefnd virðast ekki hafa hugmynd um eðli peninga og hvert hlutverk stýrivaxta er. Ef að horfur í efnahagsmálum versna á Íslandi eru stýrivextir HÆKKAÐIR en ef horfur í efnahagsmálum í Noregi versna LÆKKA stýrivextir. Getur verið að "spekingarnir" í Svörtuloftum hafi snúið reglustikunni öfugt því ekki eru efnahagsaðstæður í Noregi svona algjörlega aðrar í en á Íslandi?
![]() |
Norðmenn lækka stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.5.2015 | 07:05
"AUÐVELT AÐ VERA VITUR EFTIR Á"
En hvernig mátu þeir hlutina SJÁLFIR á þessum tíma? En auðvitað átti Íbúðalánasjóður eða bankarnir að hafa vit fyrir fólkinu og ráðleggja þeim að taka EKKI þessi lán, sem það hafði sótt um sjálfviljugt. Því miður hefur þetta verið "mórallinn" í landinu, eftir hrunið. Jú, það varð hrun og margir fóru illa út úr því, en það er hæpið að setja ALLA ábyrgðina yfir á aðra og um leið að fría sjálfan sig alveg, eins og virðist vera lenskan hjá meirihluta fólks í landinu. En þetta á eftir að fara illa í marga og þá kannski sérstaklega þá sem fóru illa út úr hruninu og kunnu fótum sínum engan vegin forráð og eru enn í bullandi afneitun yfir því hvernig fór og kenna öllum öðrum en sjálfum sér um afleiðingarnar.
![]() |
Sögðu ekki neitt vit í lánum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
15.5.2015 | 19:59
ÆTLA BANKAR OG FJÁRMÁLASTOFNANIR EKKI AÐ BERA NEINA ÁBYRGÐ Á ÞVÍ ÁSTANDI SEM SKAPAÐIST VIÐ HRUNIÐ???
Eins og Guðlaugur Þór bendir réttilega á er hagnaður bankanna að mestu tilkominn vegna þess að þeir fengu lánasöfn gömlu bankanna með miklum afslætti og innheimta þessara lánasafna var mun betri en gert var ráð fyrir. En hvernig skyldi vera með það, bera bankarnir enga samfélagslega ábyrgð? Hefur það ekki komið til tals að í stað þess að greiða starfsmönnum einhverja himinháa bónusa, sem þeir hafa í flestum tilfellum ekki unnið fyrir, ÞÁ VÆRI KANNSKI RÁÐ AÐ LÆKKA ÞJÓNUSTUGJÖLDIN OG JAFNVEL AÐ HÆTTA MEÐ SUM ÞEIRRA???? Því það eru jú viðskiptavinir bankanna, sem hafa gert það að verkum, að lánasöfn þeirra eru verðmætari en gert var ráð fyrir.................
![]() |
Spyr um rökin fyrir bankabónusum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.3.2015 | 08:43
GOTT DÆMI UM AÐ FRÆÐSLA STARFSFÓLKS ER ENGIN
Starfsfólkið er bara ráðið til starfa og sagt að fara að vinna, án nokkurrar þjálfunar. Það eina sem þeim er kennt er að opna og loka kassanum og svo að segja "góðan daginn", mér finnst það alltaf jafn hjákátlegt þegar ég kem á kassa í matvöruverslun rétt fyrir kl 18:00, að vera ávarpaður "góðan daginn".Í þessu tilfelli liggur sökin ekki alfarið hjá starfsmanni á kassanum...
![]() |
Sagði 10.000 krónur ekki vera til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2015 | 23:05
FREKAR ER NÚ FYRIRSÖGN FRÉTTARINNNAR VILLANDI............
Og ekki í miklu samhengi við fréttina sjálfa. Auðvitað kvíða hluthafarnir þeim degi sem svo farsæll maður hverfur af sjónarsviðinu og má reikna með að hlutirnir lækki eitthvað í verði. En það kemur alltaf maður í manns stað og ég er nokkuð viss um að Buffet labbi ekki út einn daginn og segi: "ÉG ER HÆTTUR" heldur verður búið að undirbúa brotthvarf hans í langan tíma áður en það verður að raunveruleika. Svo væri nú ekki lakara að fyrirsagnirnar endurspegluðu fréttina að einhverju leyti...............
![]() |
Warren Buffett kveður brátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Það á að vera öllum ljóst að það er dagsetning reikningsins, sem gildir en ekki það hvenær þjónustan fer fram. Hvað skyldi svo verða um mismuninn???? En ég vissi ekki að áskriftin að stöð 2 væri fyrirframgreidd, kannski er það vegna þess að ég hef aldrei séð neinn tilgang í því að vera með áskrift að vídeóleigu með heimsendingarþjónustu.................
![]() |
Lagður á hærri skattur en lög leyfa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.2.2015 | 16:58
VAR OKKUR SÖGÐ ÖLL SAGAN?????
Það kemur fram í fréttinni, að nýlega hafi fyrirtækið verið SELT TIL ERLENDRA AÐILA. Þetta er að sjálfsögðu LYKILATRIÐI þessara fréttar. En svo er látið í veðri vaka að fyrirtækið verði FLUTT ÚR LANDI VEGNA GJALDEYRISHAFTANNA. Ef eignarhald fyrirtækisins, er skoðað, hljóta líkurnar á flutning þess úr landinu að vera yfirgnæfandi. Hitt er svo annað mál að það á EKKERT fyrirtæki að komast upp með að beita kúgunum eins og virðist hafa verið gert í þessu tilfelli......
![]() |
Vildi gjaldeyri á afslætti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.1.2015 | 14:10
EKKI HÆGT AÐ ÆTLAST TIL AÐ MENN MUNI EFTIR VIÐSKIPTUM MEÐ "SMÁAURA".....
Og þegar menn "sýsla" með mikið á hverjum degi þá vilja nú svona smámunir "fyrnast" með tímanum.............
![]() |
Ég man ekkert eftir þessu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |