Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
23.8.2017 | 11:20
MEÐ ÖÐRUM ORÐUM: "VAXTAOKRIÐ HELDUR ÁFRAM"......
Og miðað við tilkynninguna frá Peningastefnunefnd verður ekki annað áætlað en að héðan af eigi stýrivextirnir BARA EFTIR AÐ HÆKKA sem þýðir ekki annað en það að enn einu sinni á að færa ENN MEIRA fjármagn til fjármagnseigenda með því að láta almenning borga brúsann og þá sérstaklega unga fólkið sem kemur til með að skuldsetja sig meira í þeirri veiku von að eignast þak yfir höfuðið og geta framfleytt fjölskyldunni á sómasamlegan hátt. En með hækkandi vöxtum verður það alltaf erfiðara og spurningin er hvar þolmörkin eru? Eins og flestir vita þá erum við á TOPPI hagsveiflurnar um þessar mundir og héðan af á leiðin bara eftir að liggja NIÐUR Á VIÐ, ferðamönnum er farið að fækka, þeir stoppa styttra við en þeir gerðu, ferðamáti þeirra hefur breyst, þeir kaupa minna en áður, þeir kaupa matvöru og þess háttar og elda sjálfir í stað þess að borða á veitingastöðum, afurðaverð hefur LÆKKAÐ mikið vegna gengisstyrkingar. Húsnæðisverðið og verðlagið á leigumarkaðnum er svo alveg sérstakur kafli og er von að spurt sé: "HVER ER ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ AÐ LÍFEYRISSJÓÐIR LANDSINS VILJI EKKI LÁNA FÉLAGSMÖNNUM SÍNUM TIL AÐ FJÁRFESTA Í HÚSNÆÐI EN Á SAMA TÍMA LÁNA ÞEIR TIL LEIGUFÉLAGA (SEM ÞEIR ERU LÍKA EIGENDUR Í) OG STUÐLA ÞANNIG AÐ ÓEÐLILEGA HÁU LEIGUVERÐI Á LANDINU"???
![]() |
Stýrivextir áfram 4,5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2017 | 09:30
ER EKKI Í LAGI MEÐ MANNINN?????????????
" Mesti titringurinn og áhyggjurnar vegna komu Costco eru ekki í dagvörubúðunum heldur á fjármálamarkaði, segir Ómar". Að láta svona lagað frá sér fara er alveg út í hött. Gerir maðurinn sér ekki grein fyrir því að það er innkoma Costco á markaðinn, sem gerir það að verkum að hlutabréf Haga lækka svona mikið og heldur hann virkilega að áhrifin á smávöruverslunina séu óveruleg? EN SVO ER NOKKUÐ FRÓÐLEGT FYRIR OKKUR NEYTENDUR AÐ SKOÐA VIÐBRÖGÐ SMÁSÖLUVERSLUNARINNAR VIÐ ÞESSARI SAMKEPPNI Á MARKAÐNUM. EKKI HEFUR ÞESSUM "FUGLUM" DOTTIÐ Í HUG AÐ LÆKKA HJÁ SÉR VÖRUVERÐIÐ, NEMA Í ÖRFÁUM TILFELLUM, HELDUR ER VERIÐ AÐ REYNA AÐ KAUPA UPP AÐRAR KEÐJUR (SAMANBER ÞEGAR HAGAR ÆTLUÐU AÐ KAUPA LYFJU. OG HVERNIG ÁTTI AÐ FJÁRMAGNA ÞAU KAUP?). HVERNIG ÁTTI ÞAÐ AÐ KOMA NEYTENDUM TIL GÓÐA Í AUKINNI SAMKEPPNI?
![]() |
Costco á við stærstu búðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.8.2017 | 10:47
HEFÐI EKKI VERIÐ NÆRTÆKARA HJÁ ÞEIM AÐ SKOÐA VÖRUVERÐIÐ??????
Fremur en að reyna að kaupa lyfjaverslanakeðju? Þessir menn virðast ekki hafa hugmynd um hvað samkeppni er eða hvernig eigi að bregðast við svoleiðis löguðu. Svo er til nokkuð sem heitir hagræðing. Þarna er alveg gríðarlegt "yfirmannabatterí" þar sem hver "silkihúfan" er upp af annarri og er hver þeirra með milli eina og tvær milljónir í laun á mánuði, samt er hagnaður fyrirtækisins rúmir tveir milljarðar á ári. SEGIR ÞETTA EKKI SITTHVAÐ UM VÖRUVERÐIÐ? ÓLÁN OKKAR ÍSLENDINGA ER AÐ FRÁ ÞVÍ AÐ DANSKA EINOKUNARVERSLUNIN VAR HÉRNA HEFUR ALLTAF VERIÐ HÉR EINOKUNARVERSLUN OG LOKSINS NÚNA ÁRIÐ 2017 ER VERIÐ AÐ BRJÓTA HANA Á BAK AFTUR.....
![]() |
Önnur afkomuviðvörun frá Högum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.6.2017 | 17:58
ÞÓ SVO AÐ BANKAUMHVERFIÐ SÉ ANNAÐ ÞÁ ER ÞÖRFIN Á ÞESSARI SKIPTINGU ENN TIL STAÐAR...
Vegna þess að eigið fé bankanna er mikið meira en það var fyrir HRUN og þar af leiðandi eru þeir betur í stakk búnir til að takast á við áföll. En það útilokar EKKI þörfina á að skipta bönkunum upp í Viðskiptabanka og Fjárfestingabanka.
![]() |
Allt annað bankaumhverfi en 2008 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.5.2017 | 10:09
OF LÍTIÐ OG OF SEINT - EN SKREF Í RÉTTA ÁTT, ÞÓTT STUTT SÉ........
En þetta fólk í peningastefnunefndinni má þó eiga það að þau standa með vitleysunni sem þau byrjuðu á og hvika hvergi. Svo má deila um það hversu "rétt" það er að hafa ekki burði til að viðurkenna eigin afglöp....
![]() |
Seðlabankinn lækkar stýrivexti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.3.2017 | 07:47
EN ÁHRIFIN ERU NEIKVÆÐ HJÁ SEÐLABANKASTJÓRA OG PENINGASTEFNUNEFND
Ætli þetta lið lýti á það sem hlutverk sitt að valda landi og þjóð eins miklum skaða og mögulegt er?????
![]() |
Afnám hafta hefur jákvæð áhrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.3.2017 | 09:11
NÚ ER NÓG KOMIÐ AF "RUGLINU" Í SEÐLABANKASTJÓRA OG PENINGASTEFNUNEFND
Þessi maður stendur bara keikur, með "pörupiltaglott" á vör og segist verða að HÆKKA stýrivextina, en af góðmennsku sinni, ætli hann að bíða með það til NÆSTA vaxtaákvörðunardags. Svo þegar hann er spurður að því hvað valdi því að HÆKKA þurfi vextina, er eina svarið; "AÐ ÞAÐ SÉ SPENNA Í HAGKERFINU" en fréttamönnum dettur ekki í hug að fá nánari útskýringu á þessari "SPENNU Í HAGKERFINU". Í það minnsta er engin þörf á að HÆKKA vextina til þess að "laða" fjármagn inn í landið, því það gerir það nú þegar, hér á landi fá fjárfestar það góða ávöxtun vegna hárra vaxta að peningarnir flæða inn í landið og verður enn meira flæði af þeim ef og þegar vextir verða hækkaðir enn meira. Það er kominn tími á þennan mann sem stýrir Seðlabankanum í það minnsta þarf að koma vitinu fyrir hann og það sem allra fyrst. Besti maðurinn til að tala við manninn er Óli Björn Kárason, formaður Efnahags- og Viðskiptanefndar. Ef Óli Björn Kárason getur ekki komið vitinu fyrir hann get ég ekki séð nokkur ráð önnur en að maðurinn verði að taka pokann sinn og verð ég "að segja að farið hefur fé betra".........
![]() |
Reikna með rólegri styrkingu krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.3.2017 | 08:45
VAR EKKI GENGISLÆKKUN EINMITT ÞAÐ SEM ÚTFLUTNINGSGREINARNAR VORU AÐ VONAST EFTIR AÐ GERÐIST VIÐ AFNÁM HAFTA???
En svo virtist allt fara á "hliðina", þegar kom aðeins gengislækkun við afnámið. En þetta stóð bara yfir í einn dag og virðist vera orðið nokkuð stöðugt. Sem bendir til þess að efnahagurinn sé það sterkur að hann hafi alveg þolað afnám haftanna. Nú þarf Peningastefnunefnd að bæta um betur og LÆKKA stýrivextina til að koma í veg fyrir enn frekari styrkingu krónunnar. Það er nefnilega svo að ef þarf að koma í VEG FYRIR AÐ FJÁRMAGN FLÆÐI ÚT ÚR LANDINU ÞÁ ERU STÝRIVEXTIR HÆKKAÐIR EN EF AÐSTÆÐUR ERU EINS OG HÉR NÚNA, AÐ KOMA ÞURFI Í VEG FYRIR AÐ FJÁRMAGN FLÆÐI INN Í LANDIÐ, ERU STÝRIVEXTIR LÆKKAÐIR. Þá er bara að vona að peningastefnunefnd hverfi af þessari OKURVAXTA- OG HÁGENGISSTEFNU sinni.
![]() |
Krónan styrkist lítillega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kunningi minn sem er mikið viðloðandi viðskiptalífið sagðist vera nokkuð viss um það að "stórir" eigendur Iceland Group, væru að "plotta" þannig að almennir hlutafjáreigendur myndu fá drullu og selja hlutabréfin sín á lágu gengi núna en svo "jafnaði" þetta sig á fremur skömmum tíma. En svo hef ég líka heyrt því fleygt að þarna sjáum við eingöngu toppinn á ísjakanum, það séu mörg fyrirtæki í þessari stöðu og Icelandar Group sé eins og sagt er "kanarífuglinn í námunni", ef það er staðreyndin þá erum við í miklum vanda...
![]() |
26,5 milljarðar þurrkuðust út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2017 | 19:51
ERU VIRKILEGA EINHVERJIR SEM TAKA MARK Á ÞESSUM MATSFYRIRTÆKJUM?
Þetta eru sömu fyrirtæki og gáfu bönkunum hér á landi og víðar HÆSTU MÖGULEGU STÖÐUGLEIKAEINKUNN, KORTERI FYRIR HRUN. Menn virðast ekki gera sér grein fyrir því að það eru þeir aðilar, sem eru að fá þessi "góðu" möt, sem greiða fyrir þau. ÉG HEF ALDREI VITAÐ TIL ÞESS AÐ ÓVITLAUS HUNDUR BÍTI Í HÖNDINA Á ÞEIM SEM GEFUR HONUM AÐ ÉTA. Það segir sig alveg sjálft að ef einhver fyrirtæki eða ríki fengi "slæmt" mat einhvers staðar, þá yrði ekki leitað þangað aftur. HVERJUM ER TREYSTANDI????
![]() |
Matsfyrirtækin sektuð fyrir útblásin lánshæfismöt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |