Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
28.8.2018 | 07:24
ÞESSI VIÐBRÖGÐ ERU EKKI AÐ AXLA ÁBYRGÐ - HELDUR AÐ HLAUPA FRÁ VANDANUM
Í stað þess að takast á við vandann er kosið láta sig hverfa. Vissulega er vandinn mikill en langt frá því að vera óviðráðanlegur, eins og virðist vera hjá hinu Íslenska flugfélaginu. Vonandi finnst maður í þetta starf, sem hefur bein í nefinu og sér skóginn fyrir trjánum.......
![]() |
Ekki gaman að horfa á eftir Björgólfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Auðvitað sjá það allir sem vilja, að þessi flugfargjöld eru í beinu sambandi við fjárhag félagsins. Menn eru hættir að kaupa fargjöld hjá WOW meira en hálfan mánuð fram í tímann og einhvern veginn þurfa þeir að ná í lausafjármagn. En svona tilboð geta verið varasöm. því ef fólkið sér að verð flugfargjalda er óeðlilegt, þá fer fólk nú að hugsa sitt og verður vart um sig og stekkur jafnvel ekki á tilboðið.......
![]() |
Tengist ekki fjárhagsstöðu WOW air |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.8.2018 | 08:04
EIGIÐ FÉ 1,5 MILLJARÐAR OG VILJA AUKA SKULDIR UM 12 MILLJARÐA......
Þetta er einfaldlega nokkuð sem gengur ekki upp. Sérstaklega ekki þegar gert er ráð fyrir REKSTRARTAPI á þessu ári upp á þrjá milljarða á þessu ári. Myndi einhver með fulla fimm setja fjármagn í slíka starfssemi? Samkvæmt þessu er mjög stutt í það að eigið fé fyrirtækisins verði NEIKVÆTT ef það er ekki þegar orðið það. Því miður verður ekki annað séð en að fyrirtækið sé þegar orðið gjaldþrota og fyrirhugaðar aðgerðir séu ekkert annað en verið sé að pissa í skóinn sinn. Það er ágætt á meðan hlandið í skónum er enn volgt en það kólnar fljótt og þá verður líðanin alveg djöfulleg......
![]() |
WOW leitar aukins fjármagns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.8.2018 | 08:59
NÚ ÞURFA ÍSLENSK FLUGFÉLÖG AÐ VINNA Í ALÞJÓÐLEGU SAMKEPPNISUMHVERFI
Og það er þeim einfaldlega um megn. Og þá ætla stjórnvöld að grípa inn í EN SÁ TÍMI, AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT, ER BARA LÖNGU LIÐINN. SAMKVÆMT MARGS KONAR LÖGUM, M.A SAMKVÆMT LÖGUM ESB, SEM RÍKISSTJÓRNIN HEFUR SAMÞYKKT, ERU RÍKISAFSKIPTI AF REKSTRI FYRIRTÆKJA Í EINKAEIGU MEÐ ÖLLU ÓHEIMIL. Samkvæmt ársreikningum beggja Íslensku flugfélaganna eru þau á leiðinni í þrot og í báðum tilfellum er ástæðan sú að þeim tekst ekki að velta kostnaðarhækkunum út í verðlagið,VEGNA SAMKEPPNI. En er virkilega engin "fita" sem má skera í burtu í rekstri þessara fyrirtækja???????
![]() |
Sviptivindar leika um flugfélögin íslensku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.7.2018 | 22:37
ÞESSI HRAÐA UPPBYGGING GERIR FÉLAGIÐ MJÖG VIÐKVÆMT FYRIR ÖLLUM "BREYTINGUM" Á MARKAÐNUM
Þetta eru svo sem alls ekki "skotheldar" upplýsingar um rekstur þessara tveggja félaga, að hafa eingöngu rekstrarreikninginn og eiga að draga ályktanir af honum, ber ekki vott um "MIKLA EÐA VANDAÐA GREININGARVINNU".En þetta gefur ákveðnar vísbendingar og ef ég stæði fram fyrir því að ég yrði að setja fjármuni í annað hvort félagið, væri nokkuð augljóst hvort þeirra yrði fyrir valinu. EN BÁÐIR KOSTIRNIR ERU SLÆMIR AÐ MÍNUM DÓMI........
![]() |
Afkoma flugfélaganna afar misjöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2018 | 15:07
MIKIÐ YRÐU SUMIR ÍBÚAR REYKJANESBÆJAR ÁNÆGÐIR EF SÚ YRÐI NIÐURSTAÐAN
Málið er að ALLT í sambandi við þessa "verksmiðju" hefur verið KLÚÐUR allt frá fyrstu skóflustungu. Stærsta klúðrið var að gangsetja og hefja framleiðslu áður en "verksmiðjan" var tilbúin og vona bara það besta en gera alls ekki ráð fyrir hinu versta. Þáttur bæjaryfirvalda í Reykjanesbæ var alveg fyrir neðan öll mörk og væri ekki úr vegi að RANNSAKA ÞANN KAFLA. Rannsókn hefur farið fram af minna tilefni.............
![]() |
Vilja kaupa og flytja verksmiðjuna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.12.2017 | 01:58
MENN ERU FLJÓTIR AÐ GLEYMA!!!!!!!
Þessir aðilar eru þeir sömu og gáfu föllnu bönkunum hæstu mögulegu einkunn korteri fyrir hrun og ríkissjóður átti að vera svo stöðugur að EKKERT gæti hent næstu þúsund árin eða svo. ALLIR vita hvað gerðist næst, EKKI ÞÚSUND ÁRUM SEINNA HELDUR NOKKRUM KLUKKUSTUNDUM SEINNA. OG ÞÁ KOMUM VIÐ AÐ ÞVÍ HVERJIR GREIÐA FYRIR ÞESSAR EINKUNNIR OG ER ÞÁ EITTHVAÐ AÐ MARKA ÞETTA KJAFTÆÐI??????
![]() |
Staðfestir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.10.2017 | 14:32
TÖLFRÆÐI NOTUÐ TIL AÐ "FEGRA" REKSTRARKOSTNAÐ LÍFEYRISSJÓÐANNA
Iðgjöld lífeyrissjóðanna árið 2016, voru 160 MILLJARÐAR KRÓNA þar af nam rekstrarkostnaður þeirra 17 MILLJÖRÐUM KRÓNA ÞAÐ ÁR. ÞETTA ER AFSKAPLEGA EINFALT REIKNINGSDÆMI, SEM HLUTFALL AF TEKJUM LÍFEYRISSJÓÐANNA VAR REKSTRARKOSTNAÐUR ÞEIRRA 10,625%. Þetta þykir fólki nokkuð mikið svo Landsamband lífeyrissjóða kemur með alveg nýja tölu þar sem segir að skrifstofu-og stjórnunarkostnaður hafi verið 6,4 MILLJARÐAR, ÞÁ ER ALLT Í EINU 10,6 MILLJARÐUR KOMNIR SEM ER "ÓÚTSKÝRÐUR KOSTNAÐUR". En þessar "æfingar" eru ekki nægar í "blekkingarleiknum", heldur er "framreiddi" kostnaðurinn reiknaður sem hlutfall af EIGNUM sem er algjörlega út í hött og er ekkert annað en BLEKKING..............
![]() |
Rekstrarkostnaður með því lægsta sem þekkist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2017 | 06:42
BJÓST EINHVER VIÐ ÖÐRU????????
Isavia hefur ALDREI farið eftir neinum lögum eða reglum og alltaf verið eins og ríki í ríkinu. Fyrirtækið eða stjórn þess og stjórnendur, virðast lýta svo á að fyrirtækið sé yfir lög og reglu hafið. Og svo hafa einhverjar viðvörunarbjöllur hringt hjá einhverjum við það hversu "ERFITT" var fyrir Kaffitár að fá þessi gögn (Isavia er OPINBERT fyrirtæki en samt átti að fara í kring um upplýsingalögin).
![]() |
Gögn benda til alvarlegs lögbrots |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.9.2017 | 13:57
ÞARFT OG GOTT FRAMTAK.....
En ég sakna þess að ekki skuli vera fjallað um hverjir RAUNVERULEGIR vextir lánanna er (með raunverulegum vöxtum á ég við að vextir verða hærri eftir því hve oft á ári er borgað af láninu). Menn geta sjálfir reiknað út RAUNVERULEGA vexti þegar þeir hafa uppgefna nafnvextina og hversu margir gjalddagar eru á láninu á ári. Formúlan fyrir RAUNVERULEGUM vöxtum er: (1+(i/m))^m -1 Þar sem i eru nafnvextir (ath. að 5.5% vextir þarf að skrifa sem 0,055) og m er fjöldi gjalddaga á ári. Þannig að ef þú greiðir 5,5% nafnvexti af láni og afborganir á ári eru 12 eru RAUNVERULEGIR vextir 5,641%. En vonandi verður þessu bara bætt inn í og Björn á þakkir skildar fyrir þetta þarfa framtak..
![]() |
Auðveldar fólki að bera saman íbúðalán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |