Færsluflokkur: Formúla 1

Nú er bara að verja titlana!

Það virðist vera að Ferrari hafi bílinn til þess og þeir eru alveg örugglega með ökumennina í það.  Við horfum fram á skemmtilegt tímabil og eins og staðan er í dag sé ég ekki fyrir mér að annað lið en McLaren og Ferrari berjist um titlana sem í boði eru BMW gæti eitthvað blandað sér í baráttuna en ég á ekki von á að BMW-menn geri stóra hluti.
mbl.is Räikkönen ánægður eftir frumaksturinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1 - 0 fyrir McLaren

Skiptin hjá McLaren og Renault á ökumönnum hljóta að reiknast hagstæðari fyrir McLaren, þó svo að Alonso sé tvöfaldur heimsmeistari, það verður að horfa til þess að Kovalainen hefur aðeins ekið eitt tímabil í formúlunni og staðið sig alveg frábærlega öruggt að þarna fer framtíðarökumaður, reyndar var ég og er alltaf á því að ef hann hefði haft sambærilegan bíl og Hamilton, þá er ekki víst hvor hefði orðið stigahærri í lok vertíðar.

Þess skal svo getið að það var bloggvinur minn hann Guðni, sem hefur lengi spáð fyrir um þetta og þarna reyndist hann svo sannarlega sannspár.  TIL HAMINGJU MCLAREN MENN.


mbl.is McLaren ræður Kovalainen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þá er hann kominn heim!

Hann getur kannski verið í "prímadonnuleik" einhvern tíma þarna en það er spurning hvað það stendur lengi.  Kannski þroskast hann eitthvað með aldrinum?
mbl.is Alonso og Piquet aka fyrir Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekki neinn vafi HANN HEFUR SÝNT ÞAÐ AÐ HANN ER BESTUR.....

Þessi frétt segir bara allt sem segja þarf.  Hvað sem menn segja um hann og margt sem hann hefur gert innan brautar orkar tvímælis, en það kemur ekki í veg fyrir það að hann hefur margoft sannað það að hann ber höfuð og herðar yfir aðra menn í þessari grein.
mbl.is Schumacher aftur fljótastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Home sweet home!!!!

Briatore er líklega eini maðurinn, sem hefur lag á Alonso.
mbl.is Alonso og Renault að semja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er hann að fara heim??

Nú er það komið á daginn, sem margir sögðu að lægi í loftinu, Alonso farinn frá McLaren (svo sem engin eftirsjá í honum) en þá kemur spurningin:  Er hann að fara "heim" til Renault?
mbl.is Alonso sagður laus allra mála hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bestur!!!!

Hann sýndi og sannaði úr hverju hann er gerður það getur enginn borið á móti því að aksturinn var stórkostlegur og eini maðurinn sem gat veitt honum nokkra keppni var Massa liðsfélagi hans.  Hann var virkilega vel að þessum titli kominn og ég verð nú að segja að þó ég sé nú Ferrarí maður alveg í gegn, þá fann ég til með Hamilton í þessari keppni.  Fyrir utan  mistökin sem hann gerði í ræsingunni, var alveg grátlegt að verða fyrir þessari bilun í gírkassa, en það er hægt að segja að þessi bilun hafi gert titilvonir hans að engu, en engu að síður þá var þetta tímabil alveg frábært fyrir hann.  TIL HAMINGJU RAIKKONEN!!!
mbl.is Þrautseigja fleytti Räikkönen fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Finido"

Ef Alonso getur eitthvað unnið úr þessari stöðu er hann mun betri en ég bjóst við, annars hefur hann sýnt það að það er aldrei hægt að "afskrifa" hann, það verður ekki tekið af honum að hann er mjög góður ökumaður, Alonso er eins og Michael Schumacher, að því leyti að hann gefst aldrei upp og vinnur vel úr þeirri stöðu sem hann hefur hverju sinni.  Það kæmi ekki á óvart að hann tilkynnti það eftir mótið í Brasilíu að hann færi "heim" til Renault, til að sleikja sárin eftir sitt mesta flopp.  En í kappakstrinum reikna ég með að Massa "vinni" en hann hjálpi liðsfélaganum og "hleypi" honum framúr og Hamilton verði í 3 sæti.
mbl.is Alonso svekktur en hyggst reyna hið ómögulega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki verður séð fyrir öllu..

Það voru engar leiðbeiningar fyrir McLaren liðið,um það hvernig ætti að bregðast við þegar svona aðstæður kæmu upp, í gögnunum frá Ferrari og því fór sem fór.
mbl.is McLaren tekur sökina á brottfalli Hamiltons á sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að reina allt!!!

Þarna er Alonso rétt lýst.  Hann veit að titildraumar hans eru úr sögunni og þá reynir hann að gera keppinautinn tortryggilegan.  Ekki aukast vinsældir hans við svona framkomu.
mbl.is Alonso tekur undir gagnrýni á framferði Hamiltons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband