Færsluflokkur: Formúla 1

Alltaf er eitthvað í gangi kringum Alonso.

Hann virðist ekki eiga marga "aðdáendur" innan McLaren-liðsins og kannski er þetta bara undirbúningur þess að tilkynnt verði að hann fari frá liðinu en það er nokkuð öruggt að það verða ekki margir sem koma til með að sakna hans allavega falla ekki mörg tár.
mbl.is Hamilton: Alonso sýnir McLaren ónóga hollustu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað!!

Ef ég væri saklaus af ákæruefni en hefði verið dæmdur sekur, þá hefði ég áfríað dómnum en þar sem flest bendir til sektar McLaren, er alveg eðlilegt að þeir sleppi því að áfría, því kannski kæmi eitthvað meira í ljós við það?
mbl.is McLaren áfrýjar refsingunni ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er að fjara undan Alonso???

Þeir fjölmörgu sem fylgdust með "dólgshætti" Alonso, í fyrstu beygju á Spa um síðustu helgi, sáu loks hvaða mann spanjólinn hefur að geyma "Hann er einfaldlega með skítlegt eðli".  Vonandi fer hann frá McLaren og það sem lengst og helst ætti að útiloka hann frá formúlunni.
mbl.is Blöðin berja á Alonso
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er allt leyfilegt Alonso?

Honum virðist finnast það í baráttunni við Hamilton um heimsmeistaratitilinn.  Flestir sem ég hef talað við álíta að Alonso hafi farið "yfir strikið" í fyrstu beygju á Spa brautinni í gær.
mbl.is Hamilton óhress vegna framferðis Alonso í fyrstu beygju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki vantar hrokann!

Auðvitað hefði átt að útiloka "nautabanann" frá formúlunni um aldur og ævi.  Víst er að fáir hefðu saknað hans.
mbl.is Alonso býst við óskoruðum stuðningi af hálfu McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er samstaða innan McLaren að halda Alonso áfram?

Miðað við það sem á undan er gengið er víst að ekki myndu allir sjá eftir honum ef hann færi.
mbl.is Haug ráðleggur Alonso að vera um kyrrt hjá McLaren
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta rétt Alonso?

Ef satt reynist, þá er þarna um eitthvað lúalegasta og undirförulasta bragð til þess að losna undan samningi sem hugsast getur.  Allir vita og flestir viðurkenna, að Alonso er ekki alveg ánægður þar sem hann er (hann er ekki meðhöndlaður sem sá kóngur sem hann reiknaði með) það er nýliði þarna sem er að slá í gegn og Alonso er ekki hrifinn af því að vera ekki aðalstjarnan í liðinu.  En ekki bjóst ég við því að hann myndi leggjast svona lágt.  Mörg "minni" lið hafa áhuga á því að fá hann í sínar raðir, enda getur enginn mótmælt því að hann er mjög góður ökumaður, enda er það sú staðreynd sem á eftir að fleyta honum áfram, allavega er það ekki alþýðlegt viðmót eða dagfarsprúð framkoma og nú bætist kannski við undirferli.

http://www.mbl.is/mm/sport/formula/frett.html?nid=1289951


Dramb er falli næst -Alonso.

Það er engin furða þótt svona sé komið fyrir honum.  Eingöngu eldheitir stuðningsmenn hans hafa samúð með honum, hann varð of snemma stjarna og réði ekki við það.  Nú verður hann kannski að sætta sig við að fara til liðs sem hefur ekki sömu möguleika til vinnings.
mbl.is Alonso útilokar að sleppa 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyker - Alonso ll

Er þetta ekki bara undanfari þess að liðið verði selt?  Fýlupokinn og hrokagikkurinn Alonso væri fínn þar sem aðalökumaður.  Því þrátt fyrir að maðurinn sé alveg afspyrnuleiðinlegur karakter þá verður að viðurkennast að hann er fantagóður ökumaður og gæti aðeins hresst upp á gengi liðsins.
mbl.is Spyker setur aðalhönnuð af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spyker - Alonso

Hvernig væri nú ef Hannes Smárason eða Björgúlfur Thor myndu nú kaupa Spyker- liðið og ráða Alonso sem ökumann?  "Einhvers staðar verð vondir að vera".
mbl.is Spyker-liðið líklega til sölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband