Færsluflokkur: Formúla 1
27.4.2008 | 16:23
Litlaus og daufur kappakstur.
Yfirburðir Ferrari voru svo miklir (ég verð nú að viðurkenna að mér þótti það ekki slæmt) að kappaksturinn varð aldrei spennandi. Það sem mér fannst standa upp úr var slysið sem Kovalainen varð fyrir en sem betur fer sakaði hann ekki. Ekki er hægt að segja að segja að neinn ökumaður hafi sýnt neitt sérstaka takta í þessari keppni Ferrarí-ökumennirnir gerðu bara það sem þurfti og aðrir urðu bara að leika eftir því.
![]() |
Räikkönen öruggur - Ferrari fagnar margfalt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 16:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.4.2008 | 08:36
"Mér finnst rigningin góð"!
Ef þessi spá rætist, þá verður nú heldur betur fjör og röð efstu manna breytist mikið. Margir fá þá tækifæri til að sýna hæfileika sína sem ökumenn og þá verða ekki bílarnir í aðalhlutverki. Óskaplega verður þessi keppni skemmtileg ef þetta gengur eftir.
![]() |
Rigningu spáð í Barcelona |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.4.2008 | 12:13
Vonand verður hann bara "heima".
Þeir hjá Ferrari eru búnir að gefa það út að þeir vilji ekki hafa þennan fýlupoka í liðinu (sem betur fer). Hann er búinn að hrella McLaren, er bara ekki komið nóg? Ég er alveg hjartanlega sammála honum Gústav. Hvers vegna ætti Alonso að fara frá Renault? Einhver virðist sjá sér hag í því að breiða út svona kjaftasögur.
![]() |
Alonso neitar því að eiga útgönguleið í samningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.3.2008 | 09:34
Þungu fargi af mér létt!
Ég verð að viðurkenna það að ég varð nú nokkuð áhyggjufullur þegar fyrstu sögurnar af þessu fóru af stað en ég vona að þetta kveði þær niður fyrir fullt og allt.
![]() |
Ferrari vísar lausafregn um Alonso og Massa á bug |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.3.2008 | 08:15
Svosem engin frétt.
Það er ekki nóg að vera góður ökumaður þegar bíllin stenst ekki samanburð. Því má alveg "bóka" það að Alonso kemur ekki til með að keppa um titilinn þetta árið en vonandi er niðurlægingartímabilinu hjá Renault að ljúka. Kannski að Alonso komist nú öðru hvoru á verðlaunapall á þess keppnistímabili.
![]() |
Räikkönen afskrifar Alonso |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.3.2008 | 07:39
Vonandi gengur þetta eftir að einhverju leiti eftir.
... að því leiti að mikil keppni verði á komandi formúlu-vertíð, en Ferrari og McLaren verði ekki alveg "dóminerandi" og það verði ekki háð því að einhver þessara bíla komist ekki í mark að einhver frá hinum liðunum verði á verðlaunapalli í sumar.
![]() |
Coulthard ánægður með framfarir hjá Red Bull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 07:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.2.2008 | 22:38
Ekki nóg að hafa góðan ökumann!!
Bíllinn þarf einnig að virka en það atriði virðist hafa klikkað í herbúðum Renault. Ekki getur nokkur maður borið á móti því að Alonso er frábær ökumaður, kannski er hann líka búinn að læra eitthvað sem heitir mannasiðir og bæta sig í mannlegum samskiptum (ekki veitti nú af).
![]() |
Alonso segir Renault standa langt að baki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.2.2008 | 20:02
Gefur góð fyrirheit um komandi formúluvertíð
Það eru sífellt fleiri formúlulið að "stimpla sig inn" fyrir næstu vertíð og hlýtur það að vera formúluaðdáendum til mikillar ánægju að sem flest lið eigi möguleika og það verði "virkilegur slagur" á kappakstursbrautinni um þá titla sem verða í boði. Annars fannst mér það athyglisvert að Kovalainen var með metri tíma en Hamilton þrátt fyrir að Hamilton færi fleiri hringi.
![]() |
Webber fljótastur á sprækari Red Bull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.1.2008 | 10:22
Upphitun!!!
Það er alveg öruggt að Kovalainen er mikill happafengur fyrir McLaren og hann er bara rétt að byrja. En það vekur athygli að Hamilton var "aðeins" í 5 sæti. Ég stend við það sem ég hef sagt hér á blogginu, að ég veit ekki hvor hefði orðið stigahærri í lok vertíðar í fyrra, Kovalainen eða Hamilton, ef þeir hefðu verið á sambærilegum bílum?
![]() |
Litlu munaði á Finnunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
15.1.2008 | 11:35
Það gengur betur næst!
Vonandi verður gengi Honda betra á næsta tímabili og vonandi kemur liðið sér þangað sem það á að vera þ.e.a.s við toppinn....
![]() |
Hondan fær nýtt útlit |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |