Færsluflokkur: Formúla 1
12.3.2014 | 13:11
HAMILTON ER ÖFLUGUR EN VERÐUR EKKI MEISTARI ÞETTA ÁRIÐ........
Þessi formúluvertíð lofar góðu og það er langt síðan hún hefur verið jafn jöfn og spennandi í upphafi. Persónulega er ég á því að Raikkonen eigi eftir að verða Alonso ansi erfiður og það verður örugglega mikil barátta milli þeirra tveggja, þó ekki sé nema um það hvor verði ökumaður liðsins númer 1. Svo hef ég alltaf verið veikur fyrir Massa og ökuprófanirnar lofa mjög góðu fyrir Williams liðið og allt útlit fyrir að niðurlægingartímabili liðsins sé lokið. Ég vona svo sannarlega að Massa endi sem heimsmeistari, í það minnsta ofarlega. En þó að ekki hafi gengið vel hjá Red Bull skyldi enginn afskrifa Vettel, hann er besti ökumaður formúlunnar það hefur hann sýnt og sannað síðustu ár og hann er ekki hættur. En eitt er víst að tímabilið lofar góðu og allir formúluaðdáendur GÓÐA SKEMMTUN.
![]() |
Hill veðjar á Hamilton |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2013 | 13:20
FRÁ SAUBER TIL FORCE INDIA????????
Það er nokkuð greinilegt að menn hafa þá misjafnar skoðanir ég lít á Sauber sem sterkara lið en Force India. Svo ég lit á þetta sem skref niður á við hjá Hulkenberg nema þá að hann hafi ekki haft möguleika á því að vera áfram þar. En miðað við þessar fréttir virðist það liggja nokkuð ljóst fyrir að orðrómurinn um að Maldonado færi til Lotus, sé nokkuð réttur........................
![]() |
Hülkenberg og Perez til Force India? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2013 | 15:43
MASSA EKUR FYRIR WILLIAMS 2014
Og verður ökumaður númer eitt hjá liðinu og það er fyrir löngu kominn tími til að hann verði ökumaður númer eitt hjá því liði sem hann er hjá, eftir að hafa verið í skugga annarra ökumanna Ferrari liðsins alla sína tíð þar og oft orðið að víkja og gera hluti sem margir aðrir hefðu alls ekki samþykkt, en erfiðast held ég að hafi verið fyrir hann að "hleypa" Raikkonen fram úr sér í Brasilíukappakstrinum árið 2007, þegar hann var með sigurinn innan seilingar. En sá "sigur" tryggði Raikkonen heimsmeistaratitilinn það árið. Hann hefur verið liðinu ómetanlegur og er án efa sá sem liðið sér mest eftir. Meira segja er verið að spá í það hvort Smedley fari með honum til Williams............
![]() |
Webber fljótastur á lokaæfingunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 20:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2013 | 09:35
EKKI BARA AFTASTUR - HELDUR AF ÞJÓNUSTUSVÆÐINU...........
Þetta er nú ekki til að hjálpa liðinu í þeim fjárhagsvandræðum, sem það er í um þessar mundir. Kimi Raikkonen segir t.d að hann hafi ekki fengið eitt einasta pund í launagreiðslur þetta árið, frá liðinu. Það er bara talið bjarga liðinu fjárhagslega ef og þegar Maldonado kemur þar inn með sína sterku bakhjarla. Það er ljóst að Lotus bíllin er mjög öflugur en liðið sárvantar fjármagn og er horft til þess að það komi með Maldonado og þá verði bjartari dagar. En það er nokkuð mikið að gerast á ökumannamarkaðnum núna Adrian Sutil var að semja, hann vildi ekki gefa upp við hvern en sagði að það yrði gert opinbert eftir tvær vikur. Því er slegið föstu að Chilton fari til "stærra" liðs en það er ekkert staðfest. Fæstir ökumannanna hjá minni liðunum eru búnir að ganga frá sínum málum fyrir næsta ár en mesta athygli vekur ráðningin á 19 ára Rússa til Toro Rosso í stað Riccardo (ég man ekki nafnið á honum) og hann er ekki einu sinni kominn með "super license" (ökuskírteini sem gefur leifi til að keppa í formúlu 1)................
![]() |
Räikkönen sendur á aftasta rásstað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.10.2013 | 13:00
YFIRBURÐIRNIR VORU ALGJÖRIR
Einhverjar pælingar voru fyrir keppni að Mark Webber gæti kannski unnið keppnina, vegna dekkjaherfæði en Vettel sýndi það og sannaði í dag að hann er alveg yfirburðamaður á öllum sviðum í formúlunni. Það var lengi vel útlit fyrir tvöfaldan sigur hjá Red Bull en Webber varð að hætta keppni vegna vélarbilunar þegar c.a 20 hringir voru eftir af keppninni og þar með skaust Rosberg í annað sætið og þar var hann óáreittur allt til loka. En frammistaða Grosjeans var sú stórkostlegasta í dag. Hann vann sig úr 17 sæti á rásmarki og í þriðja sæti, þetta töldu menn ekki hægt og voru menn að spá í það hvort honum myndi takast að verða í stigasæti, það verður að segjast að með þessum akstri skráði hann sig í sögubækurnar, sem einn af betri ökumönnum formúlunnar. Miklar spekúleringar eru varðandi Alonso. Allt frá því að það var gert opinbert að Massa færi frá liðinu og Raikkonen kæmi í hans stað, hefur gengi hans verið afleitt og einnig hafa samskipti hans við liðið verið frekar "stirð" og þar af leiðandi verið nokkuð til umræðu. Ýmsir vilja meina að hann sé að reyna að fá sig lausan frá liðinu. Það er ljóst að hvernig sem allt fer með Alonso þá er mikið um að vera á ökumannamarkaðnum núna og alveg öruggt að við sjáum miklar breytingar á næsta keppnistímabili og samkvæmt Eddie Jordan er það víst bara formsatriði að láta vita af því að Massa verði hjá Williams á næsta ári..............
![]() |
Vettel heimsmeistari með sigri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2013 | 14:23
KEPPNIN Á MORGUN ER NÁNAST FORMSATRIÐI HJÁ VETTEL............
Til þess að halda í vonina um titilinn þetta árið þarf Alonso annað hvort að vinna eða að verða í öðru sæti á morgun og þá þarf Vettel annaðhvort að klára utan stigasætis eða falla úr keppni. Líkurnar á að eitthvað af þessu gerist eru stjarnfræðilega litlar. En það sem kom mest á óvart í tímatökunni í morgun, var klúðrið í dekkjavalinu hjá Grosjean. Hvort sem um var að ræða mistök hans eða liðsins er um alveg ótrúlegt dómgreindarleysi að ræða og þetta gæti orðið til þess að hann verði án stiga í kappakstrinum á morgun. Það gæti orðið svo að þetta verði síðasta keppnin á Indlandi þó svo að forráðamenn brautarinnar fullyrði að Indlandskappaksturinn komi aftur inn 2015. Indlandskappaksturinn er ekki á mótaröðinni 2014 og er fullyrt að Indland uppfylli ekki öll skilyrði þess að kappaksturinn verði haldinn þar og forráðamenn formúlunnar séu orðnir langþreyttir á að bíða endurbóta. Þá er fullyrt að fjárfestar, sem standa að baki Maldonado séu búnir að missa þolinmæðina gagnvart slöku gengi Williams og er víst æstum fullvíst að hann fari til Lotus á næsta ári og í stað hans hjá Williams komi Massa.
![]() |
Vettel á ráspól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2013 | 17:38
SIGUR Í NÆSTU KEPPNI ÞÝÐIR AÐ TITILLINN ER Í HÖFN ÞETTA ÁRIÐ.....
Það miklir voru yfirburðir Vettels í dag að það var í raun og veru aldrei neinn vafi á því hver yrði í fyrsta sætinu. En það var mikil keppni um ÖLL sætin þar fyrir aftan. Grosejan átti mjög góðan dag, eftir að Webber var færður aftur í 13 sæti á ráslínu, fluttist Grosejan upp í það þriðja. En enn einu sinni sýndi Kimi Raikkonen úr hverju hann er gerður. Hann hagnaðist líka á því að öryggisbíllinn kom tvisfar sinnum út í keppninni en það tekur ekki frá honum frábæran akstur í dag. Það voru skondin viðbrögðin hjá honum þegar hann var spurður út í framúraksturinn á Grosjejan, þá sagði hann bara: "Hann gerði mistök og galt fyrir það". En baráttan um fjórða sætið var einhver sú almesta skemmtunsem ég hef séð á kappakstursbrautinni. Hvernig Hulkenberg tókst að halda Hamilton fyrir aftan sig var aðdáunarvert. Einu sinni tókst Hamilton að komast framúr en Hulkenberg náði sætinu aftur. Ég er ekki alveg viss en ég held að þessi slagur um fjórða sætið hafi staðið yfir í það minnsta í 15 - 17 hringi og ekki er annað hægt en að taka ofan fyrir Hulkenberg og akstur hans í dag gerði hann örugglega að sigurvegara dagsins. Það verður að hafa það í huga að hann var að fást við fyrrum heimsmeistara og á eftir þessum heimsmeistara, nánast í gírkassanum, var annar fyrrum heimsmeistari (Alonso). Í viðtali eftir keppnina, var hann spurður að því hvort ekki kæmi til greina að hann færi til "stærri" liða, hann sagði að sér liði ágætlega þar sem hann væri og var því þá slegið föstu að hann væri búinn að semja við Sauber fyrir næsta ár. Ennfremur var hann minntur á það að hann væri full hávaxinn fyrir þetta sport, hans svar væri að hann gæti ekkert gert við því en hann vonaðist til að það yrði ekki til trafala...
![]() |
Vettel: Höfum gaman af |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2013 | 22:43
RAIKKONEN AFTUR TIL FERRARI..................
Eddie Jordan var alveg harður á þessu og hann sagði að það væri alveg sama hversu Massa stæði sig þetta væri búið að ákveða og aðeins eftir að tilkynna það opinberlega. Samkvæmt Finnsku dagblaði er þetta allt klárt Raikkonen á að hafa gert tveggja ára samning við Ferrari og það verði tilkynnt opinberlega á miðvikudag eða fimmtudag....................
Það er orðið deginum ljósara að það þarf eitthvað mikið að gera til að Sebastian Vettel verði ekki heimsmeistari þetta árið. En slagurinn verður um annað sætið og eins og er stendur Fernando Alonso náttúrulega best að vígi þar, Raikkonen vann mjög vel úr málum í dag en vissulega voru það vonbrigði fyrir hann að fara stigalaus úr keppninni í dag. En miðað við alla þá erfiðleika sem voru hjá Hamilton í dag er árangur hans aðdáunarverður og að sjá slaginn milli hans og Raikkonen á 48 hring var með allra bestu skemmtnum í formúlunni hingað til. Þau stig sem Hamilton náði í í dag geta orðið mjög dýrmæt þegar upp er staðið. Með frammistöðu sinni í dag gerði Massa Ferraristjórunum lífið leitt, þó svo að Eddie Jordan standi fastur á því að Raikkonen verði ökumaður Ferrari á næsta ári. Hulkenberg gerði mjög vel að ná fimmta sætinu og varðist hann mjög vel í atlögum Rosbergs að því. Reyndar spái ég Alonso öðru sætinu en það er ekki hægt að afskrifa þá Raikkonen og Hamilton. Kannski er það óskhyggja hjá mér en ég á frekar von á því að Raikkonen taki þriðja sætið, það virðist vera að Hamilton sé í einhverri andlegri krísu um þessar mundir, vonandi nær hann að vinna úr því sem allra fyrst.
![]() |
Vettel einn á báti alla leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.9.2013 | 14:01
ÞAÐ KOM EKKI Á ÓVART - EN..................
En Webber hefur aldrei áður náð svona góðum árangri á Monza (annað sæti) og vonandi gefur það góð fyrirheit um keppnina á morgun þá kveður hann Evrópu með stæl í sinni síðustu Evrópukeppni í formúlu 1. En maður dagsins er að sjálfsögðu Nico Hulkenberg, að vera í þriðja sæti á þessari braut er náttúrulega alveg stórkostlegt hjá honum og enginn reiknaði með þessu sérstaklega í ljósi þess að hann varð aðeins í 12 sæti á síðustu æfingu. En tíðindi dagsins koma úr herbúðum Ferrari, Massa var einu sæti ofar en Alonso. Eitthvað er að gerast hjá Alonso (sagan segir að hann hafi fundað stíft með forráðamönnum McLaren undanfarið) og eitthvað eigi liðið hja Ferrari erfitt með að vinna með honum. Það voru gripin upp samskipti hans við liðið í talstöðinni eftir að úrslit í tímatökunni voru ljós og þar sagði hann: "You´re all stupid" svona ummæli gefa sögusögnum byr undir báða vængi, sennilega er staða hans innan liðsins orðin ansi tæp..................
![]() |
Vettel á ráspól í Monza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |