Færsluflokkur: Dægurmál
25.11.2016 | 00:13
Föstudagsgrín
Frú Klara kirkjuorganisti var á áttræðisaldri og hafði aldrei verið við kynlíf kennd. Alltaf ógift og aldrei í sambúð. Hún var dáð vegna elskulegheita sinna og góðmennsku. Presturinn kom eitt síðdegi að vori í heimsókn til hennar. Hún bauð hann velkominn í "meyjarhofið" sitt og vísaði honum til sætis meðan hún tæki til með kaffinu. Þar sem hann sat varð honum litið á gamla pumpuorgelið. Ungi presturinn tók þá eftir fullu vatnsglasi sem stóð á orgelinu. Í vatninu flaut-af öllum hlutum! SMOKKUR!! Hugsaðu þér sjokk prestsins og undrun! Gerðu þér í hugarlund forvitnina sem hjá honum vaknaði! "Klara gamla hefur áreiðanlega flippað yfir" hugsaði klerkurinn. Í því kom Klara úr eldhúsinu með kaffið og heimabakkelsið. Þau fóru að spjalla um daginn og veginn. Presturinn reyndi að hafa hemil á forvitni sinni,en að lokum gat hann ekki setið á sér.Frú Klara, sagði hann gætirðu nokkuð sagt mér um þetta? (benti á glasið). Ó já, svaraði Klara gamla. Er þetta ekki dásamlegt? Ég var á gangi niðri í bæ síðastliðið haust, þegar ég fann lítinn pakka á götunni.Leiðbeiningarnar á pakkanum voru svohljóðandi: Settu þetta á "organ", haltu því blautu og þá mun lánið verða með Þér. Og veistu hvað! Ég hef bara ekki orðið lasin í allan vetur!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.11.2016 | 00:22
Föstudagsgrín
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
Siggi varð fyrir því láni að frændi hans í Ástralíu sendi honum glæsilegt fallegt reiðhjól. Siggi var að sjálfsögðu afar ánægður með nýja hjólið sitt og áleit að slíkur kostagripur væri vandfundinn. Einn hængur var þó á. Með hjólinu fylgdi vaselín dolla og miði sem á stóð að ef það skildi fara að rigna þá þyrfti Siggi að bera vaselín á hnakkinn, en hann var úr kengúruskinni og myndi skemmast ef þetta væri ekki gert. Sigga fannst þetta nú bara lítið mál, settist á hjólið sitt og hjólaði af stað. Þar sem hjólið var svo frábært þá gleymdi hann sér alveg, var kominn langt út í sveit og það var að koma myrkur. Hann stoppaði því á næsta bóndabæ og bankaði á hurðina. Bóndinn kom til dyra og sagði að honum væri velkomið að vera í kvöldmat og gista en það væri þó ein regla í þessu húsi. Það er STRANGLEGA bannað að tala á meðan á kvöldverðinum stæði. Sá sem talar þarf að vaska upp. Siggi leit inn í eldhúsið og sá þriggja mánaða uppvask, grænt og ógeðslegt. Ákvað hann á þeirri stundu að halda kjafti á meðan á matarhaldinu stæði. Kvöldmaturinn hófst og varð Siggi var við að heimasætan var nú ansi fögur og byrjaði hún um leið að reyna við hann. Hann stóðst ekki mátið og átti við hana mök undir matarborðinu. Bóndinn var að sjálfsögðu reiður en sagði þó ekki neitt. Maturinn hélt áfram og tók Siggi eftir því að yngri dóttir bóndans var nú ekki ófríð heldur og áhugi hennar á honum var ansi mikill. Hann átti við hana kynmök í horni eldhússins. Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur en sagði þó ekki neitt, enda mikið uppvask í eldhúsinu. Maturinn hélt áfram og Siggi tók eftir því að kona bóndans var nú ekki slæm. Hún vildi helst ekki vera útundan svo Siggi skellti henni upp á borð og tók hana fyrir framan bóndann. Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur, hissa og hálf grenjandi yfir dirfsku Sigga. Maturinn hélt áfram og enginn sagði neitt. Í því leit Siggi út um gluggann og sá að það var að byrja að rigna, hann reif upp vaselín dolluna. Þá stóð bóndinn upp og öskraði: "Já, nei nei ég skal bara vaska upp".......................
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.10.2016 | 00:05
Föstudagsgrín
Maður nokkur var að aka bíl sínum heim í mikilli rigningu, þegar hann sér unga konu við bilaðan bíl sem veifar til hans, Maðurinn tekur konuna gegnvota upp í, og spyr hvert hún sé að fara, hún segist vera á leið í næsta bæ, Maðurinn býður henni því heim, þar sem stutt var heim til hans og hún rennvot.Þegar heim er komið, eru skilaboð frá konunni hans að hún hafi farið út að hitta vinkonur sínar.
Nokkru seinna kemur frúin heim og fer upp í svefnherbergi, og sér þar manninn sinn vera í samförum við ókunnuga konu. Konan hleypur niður og maðurinn á eftir, og í miðjum stiganum meðan hann hysjar upp um sig buxurnar kallar hann, "ég get útskýrt" konan stoppar og segir "ég myndi elska að heyra þig útskýra þetta". " Sko, ég var að keyra heim og stoppa fyrir konunni þar sem hún stóð út í rigningunni og bauð hjálp mína, svo komum við hingað og hún spurði mig hvort konan mín ætti einhver gömul föt til að lána henni", "ég sagði þá að þú ættir buxur sem þú væri löngu hætt að nota, og blússu sem þú værir löngu, löngu hætt að nota, einnig lét ég hana hafa sokka og skó sem þú varst löngu síðan hætt að nota, og að endingu lét ég hana hafa jakka sem þú varst fyrir lifandis löngu hætt að nota". Svo sagði maðurinn daufum orðum, "svo spurði stúlkan mig hvort það væri eitthvað fleira sem þú værir hætt að nota"........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.10.2016 | 08:01
Föstudagsgrín.
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
- Mamma!, koma börnin ekki út þar sem þau komu inn? Spurði Sigga.
- Jú, hvers vegna spyrðu. Sagði mamma hennar.
- Nei, ég var bara að hugsa um hvort tennurnar í mér myndu nokkuð brotna þegar barnið hans Skúla fæðist. Sagði Sigga þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2016 | 00:07
Föstudagsgrín
Eldri kona fór til læknis og kvartaði undan hnignandi kyngetu eiginmanns síns.
Hvað með að prófa Viagra? spurði læknirinn?
Hann myndi aldrei taka í mál að gleypa svoleiðis pillur, sagði konan.
Nú, þá laumarðu bara einni pillu í kaffið hans, hann tekur ekkert eftir því og gleypir pilluna án þess að vita af því. Og sannaðu til, árangurinn mun ekki láta á sér standa.
Læknirinn sagði henni að hafa samband við sig eftir viku til að segja hvernig til hefði tekist og það gerði konan.
Jæja, hvernig gekk? spurði læknirinn.
Alveg hræðilega! sagði konan.
Nú, hvað gerðist?
Eins og þú ráðlagðir mér þá setti ég pillu í kaffið hans og áhrifin voru mjög skyndileg. Hann rauk á fætur, reif mig úr fötunum, fleygði mér upp á borðið og tók mig.
Jæja, sagði læknirinn, ég heyri ekki betur en þetta hafi bara virkað alveg prýðilega. Hvað var þá svona hræðilegt?
Þá svaraði konan: Ég get get aldrei látið sjá mig á uppáhaldskaffihúsinu mínu aftur!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2016 | 00:11
Föstudagsgrín
Þrír menn biðu eftir inngöngu inn í himnaríki. Það hafði verið mjög mikið annríki þennan dag, þannig að Lykla-Pétur sagði þeim að himnaríki væri að verða fullt. Aðeins þeir sem hefðu dáið hræðilegum dauðdaga mættu koma inn. Hver er þín saga? spurði hann fyrsta manninn.
Maðurinn svaraði: Mig hafði lengi grunað að konan mín væri að halda framhjá mér, þannig að ég ákvað að koma snemma heim í dag og grípa hana glóðvolga. Þegar ég kom inn í íbúðina mína, sem er á 25. hæð í fjölbýlishúsi, fann ég að eitthvað var að. Ég leitaði út um alla íbúð, en fann engan óboðinn gest. Að lokum fór ég út á svalir og sá þá mann sem hékk í handriðinu. Ég varð alveg brjálaður og barði hann og sparkaði í hann, en hann ætlaði bara ekki að detta niður. Að lokum fór ég inn og náði í hamar og fór að berja hann á fingurna. Auðvitað þoldi hann það ekki lengi og datt niður í runna sem eru þarna beint fyrir neðan svalirnar. En fíflið var ennþá lifandi, þannig ég fór inn og náði í ísskápinn og henti honum niður. Þá loksins dó karlskrattinn. En öll þessi streita og áfall sem ég hafði lent í varð til þess að ég fékk hjartaáfall og dó þarna úti á svölunum.
Þetta fannst Pétri hljóma hræðilega og hleypti manninum inn.
Næst var komið að sögu annars mannsins: Þetta hefur verið mjög undarlegur dagur. Ég bý á 26. hæð í fjölbýlishúsi. Á hverjum morgni geri ég leikfimisæfingar úti á svölunum. En í morgun hlýt ég að hafa runnið einhverveginn, vegna þess að ég datt fram af svalagólfinu. En sem betur fer náði ég taki á svölunum fyrir neðan, á 25. hæð. Ég var búinn að hanga þarna mjög lengi og vissi að ég mundi ekki afbera þetta mikið lengur. En þá kom loksins maður út og ég hélt að þetta færi að taka enda. En í staðinn fyrir að bjarga mér fór hann að berja mig og sparka í mig. Ég hélt mér eins fast og ég gat, en maðurinn fór inn og náði í hamar og fór að berja mig á fingurna. Þá ákvað ég nú bara að sleppa takinu og datt niður í runna sem eru þarna beint fyrir neðan svalirnar. Ég var ennþá lifandi og hugsaði með mér að ég væri sloppinn. En allt í einu kemur ísskápur fljúgandi niður og dettur á mig og núna er ég hér.
Þetta fannst Pétri vera hræðilegt og hleypti manninum inn. Að lokum biður hann um sögu þriðja mannsins
Ímyndaðu þér eftirfarandi: segir hann við Pétur. Ég var að fela mig inni í ísskáp
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2016 | 00:05
Föstudagsgrín
Íslenskur karlmaður giftist rússneskri konu. Þau bjuggu í Reykjavík, sambúð þeirra var góð, en á fyrstu dögunum lenti konan í nokkrum tungumálaerfiðleikum.
Dag einn fór hún út í búð til að kaupa kjúklingavængi. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur og hreyfa hendurnar eins og vængi. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingavængi.
Nokkrum dögum síðar fór konan aftur út í búð, nú til þess að kaupa kjúklingabringur. Hún reyndi að gera sig skiljanlega með því að gagga eins og kjúklingur. Svo hneppti hún peysunni frá sér og sýndi afgreiðslumanninum bringuna á sér. Það tókst og afgreiðslumaðurinn lét hana fá kjúklingabringur.
Í næsta sinn sem konan fór í búðina ætlaði hún að kaupa pylsur. Henni datt enginn látbragðsleikur í hug, þannig að hún tók manninn sinn með sér.
Og hvað heldurðu að hafi gerst næst?
Maðurinn hennar talaði íslensku!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2016 | 00:10
Föstudagsgrín
Viðskiptajöfur fór í helgarferð til Vegas í fjárhættuspil. Hann tapaði öllu nema 50 kalli og hálfum flugmiðanum sínum. Ef hann kæmist á flugvöllinn myndi hann koma sér heim. Hann fór því út úr spilavítinu og inn í leigubíl sem var þar fyrir utan. Hann útskýrði aðstæður sínar fyrir leigubílstjóranum og lofaði að senda honum pening þegar hann væri kominn heim. Hann bauð honum einnig númer af öllum greiðslukortunum sínum, en allt kom fyrir ekki.
Leigubílstjórinn sagði bara: Ef þú átt ekki 1000 kall, drullaðu þér þá út úr bílnum. Þannig að vinur okkar varð að húkka sér far á flugvöllinn.
Ári síðar var viðskiptajöfurinn búinn að endurheimta meirihlutann af peningunum sínum og fór aftur til Vegas í fjárhættuspil. Í þetta skipti gekk honum mun betur. Að spilinu loknu fór hann út í leigubíl til að fara aftur út á flugvöll. En hvern skildi hann hafa séð, annan en leigubílstjórann sem neitaði honum um far fyrir einu ári.
Nú skildi vinur vor sko hefna sín. Hann fór inn í fyrsta leigubílinn sem var í röðinni og spurði bílstjórann: Hvað kostar far út á flugvöllinn?
1000 kall. var svarið.
En hvað viltu borga mér fyrir að hafa mök við mig á leiðinni? spurði viðskiptajöfurinn.
Hvað!!!!??? Komdu þér út eins og skot!!!!!
Þetta endurtók jöfurinn í hverjum einasta bíl þangað til hann kom inn í seinasta bílinn, en þar var bílstjórinn sem hafði neitað honum um far.
Vinur okkar spurði hann: Hvað kostar far út á flugvöll?
1000 kall svaraði bílstjórinn og jöfurinn rétti honum 1000 kall.
Þegar þeir keyrðu framhjá hinum leigubílunum brosti vinur okkar framan í alla hina bílstjórana með sælusvip og sýndi þeim þumalputtana.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.8.2016 | 00:26
Föstudagsgrín
Maður hringir heim til sín.
Þjónninn hans svarar í símann.
Má ég tala við konuna mína? spyr maðurinn.
Þjónninn svarar: Nei, hún er uppi í svefnherbergi með kærastanum sínum.
Farðu þá inn á skrifstofuna mína, náðu í byssuna og skjóttu þau bæði. Segir maðurinn reiður.
Þjónninn þorir ekki annað en að hlýða. Fimm mínútum síðar kemur hann aftur í símann og segir: Jæja, hvað á ég svo að gera við líkin?
Maðurinn svarar: Hentu þeim út í sundlaugina. Ég skal sjá um þau þegar ég kem heim.
En herra minn, segir Þjónninn, við eigum ekki sundlaug.
Er þetta ekki örugglega í síma 555 6565? Spyr maðurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
22.7.2016 | 00:04
Föstudagsgrín
Væskilslegur gamall maður sat og borðaði inni á veitingastað þegar þrír leðurklæddir mótorhjólatöffarar ruddust inn á staðinn. Sá fyrsti gekk upp að gamla manninum, tók sígarettu úr munninum, drap í henni í kökusneið gamla mannsins og settist hjá honum við borðið.
Annar gekk að manninum, hrækti í mjólkurglas mannsins og settist hjá honum við borðið.
Sá þriðji gekk að manninum, henti matardisknum hans niður á gólfið og settist hjá honum við borðið.
Án þess segja nokkuð stóð maðurinn upp frá borðinu og gekk út af veitingastaðnum.
Skömmu síðar sögðu mótorhjólatöffararnir við þjónustustúlkuna: Þetta var nú meiri auminginn.
Já, sagði þjónustustúlkan. Svo er hann líka ömurlegur vörubílstjóri. Þegar hann fór áðan bakkaði hann vörubílnum yfir þrjú mótorhjól hérna fyrir utan.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)