Færsluflokkur: Dægurmál
21.4.2017 | 07:25
Föstudagsgrín
Stefán setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða starfsmenn.
Hann auglýsti í staðarblaðinu og tók fram að hann ætlaði bara að ráða kvænta karlmenn.
Kvenréttindafrömuður bæjarins sá þessa auglýsingu og fannst rétt að tala við Stefán með tveim hrútshornum.
Hún hringdi í hann og spurði hann "Af hverju ætlarðu bara að ráða kvænta karlmenn?
Er það vegna þess að þú telur konur aumari, heimskari, geðstirðari ... eða hvað er málið?"
"Nei, alls ekki, kona góð," sagði Stefán.
"Það er vegna þess að þeir kunna að hlýða skipunum, eru vanir að láta traðka á sér, vita hvenær þeir eiga að halda kjafti og fara ekki í fýlu þegar ég öskra á þá".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2017 | 05:11
Föstudagsgrín
Bragi sat með afa sínum úti í garði og ræddi um landsins gagn og nauðsynjar þegar hann kom auga á ánamaðk.
"Getur þú rekið ánamaðkinn eins og nagla niður í moldina?", spurði hann afa sinn
"Það er ekki hægt" sagði afinn. "Viltu veðja upp á tvö þúsund kall?", spurði Bragi afa sinn sem samþykkti. Bragi náði þá í brúsa af hárlakki inn til sín sprautaði á orminn og viti menn hann rak orminn svo niður í moldina eins og nagla.
Daginn eftir kom amma Braga til hans brosandi út að eyrum og rétti honum tvö þúsund krónur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2017 | 02:52
Föstudagsgrín
- Veistu hvað er MINNSTI íþróttaleikvangur í heimi"?
- - Nei, hver getur hann eiginlega verið"?
- - SMOKKUR, þar er bara pláss fyrir EINN - STANDANDI"......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.3.2017 | 00:08
Föstudagsgrín
-Hvað er að sjá þig, ertu ennþá veikur?
-Já!
-Hvað sagði læknirinn?
-Hann lét mig fá stíla og sagði mér að taka tvisvar sinnum á dag í eina viku!
-Og skánaðir þú ekkert við það?
-Nei þeir virkuðu sko ekki neitt, ég hefði alveg eins getað troðið þeim uppí rassgatið á mér!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2017 | 04:23
Föstudagsgrín
Skúli kom nokkuð seint heim og var vel í glasi, mætti tengdamömmu í ganginum með helja mikinn strákúst í höndunum. Sú gamla var galvösk að sjá og horfði þegjandi á tengdasoninn. Honum leist ekkert á blikuna, en leit á þá gömlu og sagði: "Varstu að sópa eða ertu að fara að fljúga heim"???????
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.2.2017 | 06:54
Föstudagsgrín
Þennan sendi Torfi vinur minn til mín
Ég hitti um daginn kunningja minn, sem er múslimi, hann sagðist eiga allan Kóraninn á DVD.
Ég bað hann þá að brenna fyrir mig eintak.
............ ÞÁ VARÐ NÚ FJANDINN LAUS................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2017 | 00:06
Föstudagsgrín
Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm
kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í
frystikistuna. Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði - en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: "Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki
verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig
innilega fyrirgefningar." Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram:
"Bara svona fyrir forvitnis sakir, hvað gerði kjúklingurinn eiginlega?"
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.1.2017 | 08:33
Föstudagsgrín
Hjónin voru að horfa á
sjónvarpið. Eiginmaðurinn djöflaðist í fjarstýringunni:
Golf....klám...golf...klám...golf...klám...golf..
Konan frekar pirruð:"Hættu þessu fikti og stilltu bara á klámrásina,
þú veist hvernig á að spila golf "!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.12.2016 | 00:12
Föstudagsgrín
Hérna kemur einn í tilefni jólanna, sem eru á næsta leiti:
Guð, Lykla-Pétur og fleiri toppmenn úr himnaríki sátu á skýi og horfðu niður til jarðarinnar. Þá varð Lykla-Pétri að orði:"Það er allt á heljarþröm á jörðinni allt vitlaust í Rússlandi og Úkraínu, ófriður fyrir botni Miðjarðarhafs, allt vitlaust í Arabaheiminum, olíuverð í frjálsu falli og fleira og fleira. Guð þú verður bara að fara og gera eitthvað í málunum".
Þá svaraði Guð:"Á þann eymdarstað sem jörðin er fer ég sko ekki. Ég skrapp þangað fyrir rúmum tvö þúsund árum og þessar smásálir þar eru ennþá að tala um það"............
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.12.2016 | 00:10
Föstudagsgrín
Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son
sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.
Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar segir:
"Allir að drulla sér út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta andskotans
stoppistöðin í dag! Og allir drullusokkar sem ætla með, drulla sér inni í
lestina, því við erum andskoti seinir í dag."
Mömmunni bregður auðvitað og fer o......g skammar
strákinn:
"Ég vil ekki
hafa svona orðbragð í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal
kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir
ekki svona orðbragð."
Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og
byrjar aftur að leika sér með lestina.
Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin
stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja: "Góðir farþegar, munið að taka allt
dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið
fljótt aftur."
Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram: "Þeir sem
eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að
ykkur líði vel í ferðinni í dag."
Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann
við: "Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við beljuna inni í eldhúsi..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)