Færsluflokkur: Dægurmál
8.7.2016 | 00:11
Föstudagsgrín
Gamall maður sat á bekk í Kringlunni þegar ungur maður með hanakamb settist hjá honum. Hárið hans var gult og grænt með appelsínugulum og purpuralituðum strípum. Hann var með málaðar augabrúnir. Gamli maðurinn starði í forundran á unga piltinn í nokkrar mínútur.
Strákurinn varð órólegur og spurði þann gamla: Hvað er þetta eiginlega, hefur þú aldrei gert neitt villt um dagana?
Gamli maðurinn svaraði: Jú reyndar, ég datt einu sinni hressilega í það og hafði kynmök við páfagauk. Ég var bara að velta því fyrir mér hvort þú gætir verið sonur minn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.6.2016 | 00:04
Föstudagsgrín
Það var aðfangadagskvöld jóla og þjófur var búinn að brjótast inn í hús eitt. Skyndilega heyrir hann rödd sem segir: Jesús sér þig.
Þjófurinn lítur í kring um sig en sér engan og hugsar: Þetta hlýtur að vera ímyndun. og heldur því næst áfram að leita að verðmætum. En þá heyrir hann aftur rödd sem segir: Jesús sér þig.
Nú reynir þjófurinn að finna eiganda raddarinnar og finnur páfagauk í búri. Sagðir þú þetta? spyr þjófurinn.
Já segir páfagaukurinn og Jesús sér þig.
Hver heldurðu eiginlega að þú sért? spyr þjófurinn.
Ég er Róbert. svarar páfagaukurinn.
Róbert? spyr þjófurinn. Hvaða hálfvita dettur í hug að kalla páfagaukinn sinn Róbert?
Sama hálfvitanum og dettur í hug að kalla Rottweiler varðhundinn sinn Jesús. svarar páfagaukurinn.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2016 | 00:05
Föstudgsgrín
Tveir menn voru að rífast um þekkingu tiltekins sagnfræðings.
Það fer ekkert á milli mála, sagði annar þeirra, að fáir hafa kafað jafn djúpt í brunn þekkingar og visku.
Hinn svaraði: Og komið jafn þurrir upp!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2016 | 00:07
Föstudagsgrín
Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram að efnið getur verið varasamt fyrir viðkvæma einstaklinga og sært blygðunarkennd þeirra verulega. Þeim einstaklingum er ráðlagt að hætta lestrinum ekki seinna en núna.
Fyrir nokkuð löngu síðan voru þrjár ungar stúlkur í verklegri kennslu í meinatækni. Ein þeirra hafði orðið sér úti um sæði og ákváðu þær nú að skoða þetta í smásjá. Kennarinn sá að þær voru að fást við eitthvað annað en þær áttu að vera að gera og gekk til þeirra. Hann spurði hvað þær væru að gera, stúlkurnar roðnuðu og ein þeirra stundi upp að þær væru bara að skoða munnvatn. Kennarinn skoðaði í smásjána í smástund en sagði svo við þá sem hafði orðið fyrir svörum: Þú hefur gleymt að bursta í þér tennurnar í morgun..........
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2016 | 00:05
Föstudagsgrín
80 ára maður fer í sína árlegu læknisskoðun og læknirinn segir: Þú ert í besta líkamlega ástandi sem nokkur maður á þínum aldri getur verið í
Gamli maðurinn svarar: Já, því er að þakka að ég hef lifað trúarlegu lífi alla mína ævi.
Læknirinn spyr: Og hvað kemur það málinu við?
Og gamli félaginn svarar: Sjáðu til. Ef að ég myndi ekki lifa trúarlegu lífi, þá myndi guð ekki kveikja ljósið á baðherberginu í hvert skipti sem ég fer þangað á nóttunni.
En lækninum var brugðið og spurði: Meinarðu að þú farir á klósettið á nóttunni og sjálfur guð kveiki ljósið fyrir þig?
Já, svarar sá gamli. Í hvert einasta skipti sem ég fer inn á bað þá kveikir guð ljósið fyrir mig.
Læknirinn varð alveg orðlaus, en skömmu síðar kemur kona mannsins inn í skoðun. Læknirinn sér sig knúinn til að segja henni að maðurinn hennar sé í mjög góðu líkamlegu ástandi, en er hræddur um að andlegt ástand hans sé ekki eins gott: Hann sagði mér að guð kveikti ljósið fyrir sig þegar hann færi á klósettið á nóttunni.
Aha!!! segir konan. Það er þá hann sem hefur pissað í ísskápinn!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2016 | 08:18
Föstudagsgrín
Bóndi nokkur og frúin voru stödd á nautgripasýningu og voru þar nokkur naut í röð. -Hjá fyrsta nautinu stendur á skilti :
Þessi hefur gert það 130 sinnum yfir árið, konan gaf bóndanum olnbogaskot.... -Næsta naut er með skilti sem á stendur 210 sinnum yfir árið, og aftur fékk bóndinn olnbogaskot ... -Hjá því þriðja stendur svo 365 sinnum yfir árið, og þá hnippti frúin nú almennilega í karlinn.....
Já.. já.. segir sá gamli.... það er nú ekki eins og þau séu alltaf með sömu helvítis beljunni......
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
15.4.2016 | 00:08
Föstudagsgrín
Gömul bandarísk hjón eru á leið með leigubíl út á flugvöll. Á leiðinni á flugvöllinn spyr leigubílsstjórinn þeirra: Hvert eruð þið að fara?
Gamli maðurinn svarar: Til Kanada.
Konan spyr: Hvað sagði hann?
Maðurinn: Hann spurði hvert við værum að fara.
Leigubílsstjóri: Hvar í Kanada?
Maðurinn: Toronto.
Konan: Hvað sagði hann?
Maðurinn: Hann spurði hvar í Kanada.
Leigubílsstjóri: Toronto? Þar fékk ég nú versta drátt sem ég hef fengið.
Konan: Hvað sagði hann?
Maðurinn: Hann man eftir þér frá því í gamla daga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.4.2016 | 07:43
Föstudagsgrín
Dag einn sagði Adam við Guð: Drottinn, ég er með vandamál.
Hvað er að? Spurði Guð.
Drottinn, þú skapaðir mig og þennan fallega garð og þessi fallegu dýr, en ég er samt ekki ánægður.
Hvernig má það vera? spurði Guð.
Ég er einmana. svaraði Adam.
Jæja. svaraði Guð. Ég kann lausnina á því. Ég bý bara til konu handa þér.
Hvað er kona?
Þessi kona verður gáfaðasta, umhyggjusamasta og fallegasta vera sem ég hef búið til. Hún verður svo gáfuð að hún veit hver vandi þinn er áður en þú segir henni frá því. Hún verður svo umhyggjusöm að hún veit alltaf í hvaða skapi þú ert og reynir alltaf að vera góð við þig og gleðja þig. Fegurð hennar skín frá henni hvernig sem liggur á henni og hún gerir auðvitað allt sem þú biður hana um. Vá, þetta hljómar mjög vel. segir Adam.
En þú þarft að borga mér fyrir hana. segir Guð.
Hvað kostar hún?
Hún kostar einn hægri handlegg, einn vinstri fót, eitt auga, eitt eyra og fimm rifbein.
Adam tekur sér góðan umhugsunartíma og segir loks við guð: En hvað fæ ég fyrir eitt rifbein?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.3.2016 | 01:54
Föstudagsgrín
Það voru einu sinni kanína og björn á gangi í skógi einum. Á gangi þeirra rekast þau á lampa. Þau ákveða að nudda hann og það kemur út andi ( náttúrulega ) og segir: Ég er búinn að vera innikróaður hér inni og í verðlaun ætla ég að gefa ykkur þrjár óskir. Björninn fékk að byrja og segir: Ég óska þess að ég væri bara eini karlkyns björninn í skóginum ". Andinn varð að ósk hans. Kanínan: Jáh, mig langar í mótorhjóla hjálm. Andinn gerði það Björninn. Ég óska þess að vera ein karlkyns björninn í landinu. Andinn smellti fingrunum og það varð svo. Kanínan: Jáh, mig hefur alltaf langað í mótorhjól. Andinn gerði það og kanínan með hjálminn á hausnum var allt í einu komin á rosaflott mótorhjól. Birnur fara að flykkjast að birninum, verður hann mjög spenntur og segir: Ég óska þessa að ég væri eini karlkyns björninn í HEIMINUM. Andinn gerði það. Kanínan setti hjólið í fyrsta gír og segir: "Ég óska þess að björninn væri HOMMI"! ... og keyrði á ofsahraða í burtu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2016 | 00:51
Föstudagsgrín
Hún Sigga vaknað eldsnemma á laugardagsmorgni og dreif sig bara á fætur og þreif alla íbúðina hátt og lágt og ryksugaði. Um hádegi var hún búin að þessu öllu saman og var ekki vitund þreytt svo hún ákvað að fara í Kolaportið og vita hvort hún rækist ekki á eitthvað sniðugt þar. Hún var búin að vera þar nokkra stund þegar hún rak augun í Alladín-lampa henni fannst hann ansi flottur og keypti hann og fór með hann heim og setti upp í hillu. Eftir um það bil þrjár vikur, fannst henni að ryk hefði sest á lampann og ætlaði að fara að þurrka af honum. Hún var rétt byrjuð að strjúka af lampanum þegar út úr honum kom ANDI (eins og vera bar) og að launum fyrir að frelsa sig úr þessari prísund bauð hann Möggu að óska sér einhvers. Auðvitað brá Siggu svolítið en hún var fljót að jafna sig og fór nú að hugsa málið. Hún hafði alltaf búið ein og nú seinni árin var heimiliskötturinn hann Brandur hennar eini félagsskapur. Svo eftir nokkra umhugsun sagði hún við andann: Það vildi ég að hann Brandur yrði að fjallmyndarlegum karlmanni, sem myndi gefa mér ALLA sína ást og athygli Og það var eins og við manninn mælt að Brandur breyttist í þann al flottasta mann sem Sigga hafði nokkurn tíma augum litið. Sigga kiknaði í hnjáliðunum og lét sig falla í sófann. Brandur settist við hliðina á henni, horfði djúpt í augun á henni og sagði svo með rödd eins og Michael Jackson: Nú sérðu örugglega eftir því að hafa látið gelda mig, hérna um árið.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)