Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

 

Á góðum degi í framtíðinni ...
Steingrímur Sigfússon var dauður og kominn til himna þar sem hann hitti Lykla-Pétur.
Lykla-Pétur varð svolítið vandaræðalegur: "Eh, velkominn," sagði hann loks.
"Þakka þér fyrir," sagði Steingrímur, "ég vissi að ég mundi enda hér". "Nja," sagði Pétur , "þú hefur lifað sæmilega frómu lífi, eða þannig, svo við vildum gjarnan hafa þig hér ...en því eru ekki allir sammála. Þú ert umdeildur maður og það hafa fleiri áhuga á þér en við hér í himnaríki.
Við urðum að halda fund með djöflinum þar sem þetta var rætt og það endaði með því að við gerðum samning við hann."
"Samning!" Hrópaði Steingrímur og var sýnilega brugðið.
"Það er nú ekki alslæmt," sagði Pétur, "en djöfullinn sagðist nú þegar hafa flesta vini þína svo við sömdum um að þú eyddir einum sólarhring í helvíti og öðrum hér hjá okkur í himnaríki og svo velur þú sjálfur hvar þú dvelur um aldur og eilífð.
Steingrímur maldaði svolítið í móinn en samningur er jú samningur svo Pétur vísaði honum á lyftuna, kvaddi hann og sagðist sjá hann eftir sólarhring.
Steingrímur ýtti á hnapp merktan "helvíti" í lyftunni og seig svo langt, langt niður á við þar til lyftan stoppaði við kolsvarta hurð. Þegar dyrnar opnuðust stóð djöfullinn sjálfur fyrir innan.
"Gamli vinur, vertu hjartanlega velkominn, gakktu í bæinn," sagði djöfsi.
Steingrímur fór inn og við honum blasti risastór golfvöllur. Margir af
hans gömlu flokksbræðrum léku golf á vellinum eða stóðu í smáhópum og töluðu saman. Golfvöllurinn var fullkominn. Það var heitt í lofti og út um allt voru léttklæddar, snoppufríðar djöflastelpur sem færðu mönnum bjór og aðra kalda drykki. Steingrímur lék golf allan daginn og umkvöldið bauð Svavar Gestsson, sem hafði dáið nokkru áður, honum í "gúrme"grill (hafði sem sagt grætt um daginn og grillað um kvöldið) ásamt Indriða, Álfheiði og fleiri góðum vinum með öllu góðgæti sem hugsast gat. Fáum sögum fer af því hvernig Steingrímur eyddi nóttinni en sólarhringurinn í helvíti var fljótur að líða og morguninn eftir var honum vísað á lyftuna á ný.
Þegar Steingrímur kom aftur til himnaríkis var hann efins um ágæti þess staðar en það var samt sem áður tekið vel á móti honum. Hann var klæddur í englaföt og fengin harpa til að leika á. Hann eyddi deginum með því að ganga um milli skýjanna, hlustaði á fagran fuglasöng og borðaði ferska ávexti.
Hann fékk reyndar í magann af ávöxtunum og það pirraði hann að sjá Davíð og Þorgerði sitja saman á skýi og leika á hörpur af mikilli innlifun.
Um kvöldið kom Pétur. "Nú ertu búinn að dvelja heilan sólarhring í
helvíti og heilan dag hér í himnaríki. Ertu kannski búinn að ákveða þig?" Spurði postulinn.
"Hmm," sagði Steingrímur, ég átti nú kannski ekki von á því en ég held að ég velji helvíti, þrátt fyrir allt. Það er heppilegasti staðurinn fyrir mig."
Andlitið datt af Pétri og hann reyndi hvað hann gat að fá Steingrím ofan af ákvörðun sinni. En Steingrímur var harðákveðinn.
Á ný fór Steingrímur með lyftunni niður í helvíti og djöfullinn tók aftur á móti honum. Hann kippti Steingrími inn en þar var þá allt öðru vísi umhorfs en daginn áður. Brennisteinsfnykinn lagði um allt og skerandi sársaukavein flokksbræðra hans og vina fylltu loftið. "En hvar er golfvöllurinn?" Spurði Steingrímur. "Og djöflastelpurnar, bjórinn og grillið?

- "Ah," sagði djöfullinn, "þú skilur þetta manna best, í gær var
kosningabaráttan í fullum gangi. En nú ertu búinn að kjósa!


Föstudagsgrín

Nokkrir menn voru
saman komnir til að spila póker. Meðal þeirra var maður að nafni Guðmundur.
Þegar líða tekur á kvöldið fara þeir að tala um syni sína og eru flestir þeirra
afar stoltir af sonum sínum. Þegar Guðmundur þarf að skreppa á klósettið byrja
félagar hans að pískra. "Aumingja Guðmundur", segir Halli, "Sonur hans er
hárgreiðslumaður og hommi. Engin framtíð í því. Sonur minn er efnilegur á
fjármálamarkaðnum. Hann er ekki nema 29 ára og þegar hann fór í afmæli til
vinar síns um daginn gaf hann honum glænýjan BMW í afmælisgjöf." Þá segir
Siggi, "Það er nú ekkert, sonur minn er orðinn mjög viðamikill á
fasteignamarkaðnum, aðeins 27 ára, og þegar hann fór í afmæli hjá félaga sínum
um daginn gaf hann honum nýja íbúð í Skerjafirðinum í afmælisgjöf."

Í þessu kemur
Guðmundur af klósettinu: Missti ég af einhverju ? Nei, segja pókerfélagarnir.
Við héldum áfram að tala um strákana okkar. "Já", segir Guðmundur, "Ég verð nú
að viðurkenna að ég varð fyrir vonbrigðum þegar strákurinn minn kom út úr
skápnum, en hann plummar sig vel. Hann er með tvo í takinu núna. Annar gaf
honum glænýjan BMW í afmælisgjöf, og hinn gaf honum íbúð í Skerjafirðinum í
afmælisgjöf."


Föstudagsgrín

Karlinn lá á dánarbeði og kallar til konu sinnar, „mánuði eftir andlát mitt þá vil ég að þú giftist honum Samúel.“

Honum Samúel? En hann er versti óvinur þinn!

„Já, það veit ég. En ég hef þjáðst öll þessi ár; látum hann þjást nú.“


Föstudagsgrín


Kona fann
Alladín-lampa liggjandi í fjörunni.

Hún tók hann
upp, pússaði hann og hvað haldið þið? Út úr lampanum steig andi. Furðu lostin
konan spurði hvort hún fengi þrjár óskir uppfylltar.

Andinn svaraði:
" Neeei--- vegna verðbólgu, stöðugs samdráttar, lágra launa í löndum
þriðja heimsins og heiftarlegrar samkeppni um allan heim, get ég aðeins veitt
þér eina ósk og hvers óskar þú þér nú ? "

Án þess að hika
sagði konan : " Ég óska friðar í Mið-austurlöndum.

Sérðu þetta kort
? Ég vil að þessi lönd hætti að berjast hvert við annað."

Andinn leit á
kortið og hrópaði : " VVVWaaaááááá, er ekki í lagi með þig manneskja !
Þessi lönd hafa átt í stríði í þúsundir ára. Ég bý yfir miklum mætti, en svona
rosalega máttugur er ég ekki ! "Ég held að þetta sé ekki framkvæmanlegt,
þú verður að óska þér einhvers annars. "

Konan hugsaði
sig um augnablik og sagði svo: " Okey, ég hef aldrei getað fundið rétta
manninn, þú veist : sem er tillitsamur, skemmtilegur, finnst gaman að elda,
hjálpar til við að þrífa húsið, er góður í rúminu, semur við fjölskyldu mína,
er ekki alltaf að horfa á íþróttirnar og er mér trúr. Já, það sem ég óska mér
er : Góður maður ! "

Andinn gaf frá
sér langt andvarp og sagði : " Láttu mig sjá þetta fjandans kort "


Föstudagsgrín

Náungi á næsta
borði starir á glasið sitt, þegar stór og mikill svoli í leðurgalla merktum
alræmdum mótorhjólaklúbbi, kemur inn á barinn, gengur beint að náunganum á
næsta borði, grípur glasið hans og sýpur úr því í einum teig.

„Og hvað ætlar þú að gera í þessu" segir leðurjakkagæinn ógnandi, en náunginn
brestur í grát.

„Svona nú" segir leðurjakkagæinn, „ég þoli ekki menn eins og þig sem væla, út
af smáhlutum."

„Þetta er versti dagur sem ég hef upplifað" segir náunginn á næsta borði.

„Ég er algjörlega misheppnað eintak". „Ég var of seinn á fund í vinnunni og var
rekinn vegna þess". „Þegar ég kom út á bílaplanið og ætlaði að fara heim, komst
ég að því að bílnum mínum hafði verið stolið og ég var ótryggður gagnvart því."
„Ég tók leigubíl heim og gleymdi veskinu mínu í honum og ég veit ekkert hvaða
leigubíll þetta var".

„Þegar ég kom heim, þá var konan með annan mann í rúminu og þá lenti ég í
slagsmálum við hann." „Í þeim látum beit hundurinn minn mig og þar var verst að
hann, besti vinur minn, skyldi gera mér þetta".

„Svo ég fór hingað á barinn til að herða upp hugann og binda endir á þetta
vesældarlíf."

„Ég keypti mér drykk, setti í hann eiturpillu og var að horfa á pilluna leysast
upp, þegar þú komst og drakkst þennan eiturdrykk frá mér".

...En þetta er nóg af mínum hrakförum, hvernig hefur dagurinn verið hjá þér ........


Föstudagsgrín

Maðurinn kemur
heim frá lækninum með skilboð um að hann muni deyja þá um nóttina. Til þess að fá
það síðasta út úr lífinu fara maðurinn og konan hans snemma í rúmið og gera
það. Klukkan eitt vekur maðurinn konuna og þau gera það aftur . Klukkan 3 vekur
maðurinn konuna aftur og vill gera það einu sinni enn. Þá snýr konan sér við og
segir við manninn: "Nú er ég þreytt og vil sofa. Það ert ekki þú sem þarft að
vakna snemma í fyrramálið...."


Föstudagsgrín


Ég bað konuna
mína um að rétta mér Morgunblaðið.

 "Ekki vera svona gamaldags" svaraði hún, "Þú
getur fengið lánaðan iPadinn minn."

 Það má svo sem deila um hvort þessar tækninýjungar
séu eitthvað framfaraskref en flugan steindrapst við fyrsta högg!



 


Föstudagsgrín

Ung og kynæsandi
stúlka í pínupilsi og gagnsærri blússu kom inn í fugla- og fiskabúðina og vildi
kaupa kanarífugl.

Afgreiðslumaðurinn benti henni á stórt búr sem í voru nokkrir tugir kanarífugla.

"Ég held ég vilji þennan þarna ", sagði stúlkan.

"En það er ekki sjens að ná svona einum sérstökum fugli úr búrinu", sagði
afgreiðslumaðurinn, sem sjálfur gat varla haft augun af deplunum tveimur sem
sáust á bringu stúlkunnar í gegn um blússuna.

"Ef þú nærð honum fyrir mig skaltu fá það sama og slátrarinn á horninu fékk hjá
mér fyrir jólagæsina."

Afgreiðslumaðurinn lét ekki segja sér það tvisvar en skreið inn í búrið. Eftir
hálftíma kom hann út rispaður og löðursveittur og útataður í fugladriti, en
rétti stúlkunni sigri hrósandi kanarífuglinn með blettinum á bringunni. "Jæja",
másaði hann og skalf af tilhlökkun. "Hvað var það sem slátrarinn fékk hjá þér
fyrir gæsina?"


"Hundrað kall fyrir kílóið"


Föstudagsgrín


Gunnar sá son nágrannans vera að moka í holu um
daginn og spurði drenginn í hvers konar framkvæmdum hann stæði í. Drengurinn svaraði með ekka: „Ég er að jarða hamsturinn minn."

Gunnar er raunsær maður og spurði því: „Er þetta
ekki nokkuð stór gröf fyrir einn hamstur?" Um leið og drengurinn mokaði síðustu moldinni yfir svaraði hann:

 „Nei alls ekki, hamsturinn er innan í kettinum þínum".


Föstudagsgrín


Eitthvað til að hugsa um:

Smá pæling..

10% kvenna hafa haft samfarir áður en klukkustund
var liðin af fyrsta stefnumótinu

20% karla hafa haft samfarir á óvenjulegum stöðum

36% kvenna finnst nekt vera í lagi

45% kvenna vilja dökkhærða karlmenn með blá augu

46% kvenna hafa prófað endaþarmsmök

70% kvenna vilja frekar hafa samfarir á morgnana

80% karla hafa aldrei upplifað samkynhneigð sambönd

90% kvenna myndu vilja hafa samfarir úti í skógi

99% kvenna hafa aldrei upplifað kynlíf á skrifstofunni

Niðurstaða:

Tölfræðilega séð áttu betri möguleika á endaþarmsmökum að

morgni til með ókunnugri konu úti í skógi, heldur en á skrifstofunni í lok
dags.

Hvað má læra af þessu?

Hættu að vinna frameftir, þú græðir ekkert á því...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband