Færsluflokkur: Dægurmál
22.2.2013 | 08:45
Föstudagsgrín
Jói litli er sá klárasti
í bekknum, og er alltaf fyrstur að klára prófin og spurningarblöðin. Svo að
hann hafi nú eitthvað að gera eftir að hann var fyrstur búinn að svara
spurningarblaði kennarans, ákvað kennarinn að spyrja hann aukaspurningar.
"Jói minn, þú ert nú svo klár, að ég ætla að spyrja þig einnar
aukaspurninar. Það eru 5 fuglar á grein, þú ert með byssu og skýtur
einn fuglinn, hvað eru þá margir fuglar eftir?"
"Enginn" svarar Jói.
"Hvað meinar þú... enginn?", spyr kennslukonan?
"Já, einn drepst, dettur til jarðar og hinir fljúga í burtu" segir
Jói
Kennslukonan kinkar kolli og segir "svarið átti nú að vera 4, en mér líkar
hvernig þú hugsar"
Örstuttu seinna réttir Jói litli upp hendi.
"Já Jói"
"Má ég spyrja þig einnar spurningar?"
"Endilega" segir kennslukonan.
"Ókei, 3 konur standa við ísbíl, og allar eru búnar að kaupa sér ís,
ein af þeim sleikir ísinn, ein af þeim bítur í ísinn og ein af þeim
sýgur ísinn. Hver þeirra er gift?" Spyr Jói
Kennslukonan roðnar og segir, "Eee....ég
veit ekki alveg, ætli það sé
ekki sú sem sýgur ísinn?....eða eitthvað"
"Neeiiii" segir Jói litli, "það er sú sem er með
giftingarhringinn, en mér líkar hvernig þú hugsar"....................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2013 | 09:04
Föstudagsgrín
Siggi og Jói voru á leiðinni á skíði í Kerlingafjöllum. Á leiðinni lenda þeir í afleitu veðri og villast. Þeir koma að sveitabæ og banka að dyrum. Til dyra kemur gullfalleg ekkja sem bjó þar ein. Þeir spyrja hvort að þeir geti nokkuð fengið að gista þar til veðrinu sloti.
"Ekkert mál," segir ekkjan og þeir koma sér fyrir.
Níu mánuðum seinna fær Siggi bréf frá lögfræðingi ekkjunnar. Hann hringdi
um...svifalaust í vin sinn og spyr: "Jói, manstu eftir fallegu ekkjunni sem
leyfði okkur að gista þegar við villtumst í óveðrinu á leiðinni í Kerlingafjöll?"
"Já já, ég man eftir henni."
"Ekki vill svo ótrúlega skemmtilega til að þú hafir vaknað þarna um nóttina og farið á hana?"
"Jú, ég verð nú að viðurkenna það," segir Jói.
"Og ekki vill svo til að þú hafir gefið henni upp mitt nafn og mitt heimilisfang?"
"Ég er hræddur um að það sé rétt," segir Jói ákaflega vandræðalegur.
"Þakka þér! Hún var að deyja og ég erfði allt!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.2.2013 | 10:06
Föstudagsgrín
Sp: Af hverju tvöfalda ljóskur ekki uppskriftir?
Sv: Vegna þess að ofninn kemst ekki hærra en 350° c
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.2.2013 | 00:20
Föstudagsgrín
Rúnar kemur inn
í svefnherbergi með rollu í taumi. Konan hans liggur uppi í rúmi og hann segir:
"Þetta er svínið sem ég hef mök við þegar þú ert með hausverk."
Konan hans lítur á hann og segir: "Þetta er ekki svín, þetta er rolla!".
"Ég var ekki að tala við þig" sagði Rúnar..................................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2013 | 08:32
Föstudagsgrín
Jóhanna Sigurðardóttir var að ferðast um sveitir landsins með bílstjóranum sínum.
Skyndilega birtist kú á veginn og áður en þau fá neitt við ráðið keyra þau á
hana.
Jóhanna segir á sinn heillandi hátt við bílstjórann:
"Farðu út að athuga þetta - þú varst nú að keyra."
Bílstjórinn fer út og athugar málið og sér að beljan er dauð.
"Þú varst að keyra - farðu og láttu bóndann vita," segir Jóhanna.
Fimm tímum síðar birtist bílstjórinn alveg blindfullur með hárið úfið og
brosandi út að eyrum.
"Guð minn góður, hvað kom fyrir þig? "spyr Jóhanna.
Bílstjórinn svarar: "Þegar ég var búinn að láta bóndann vita opnaði hann bestu flöskuna sína af Malt viskíi, kona hans gaf mér dýrindis þríréttaða máltíð og dóttir þeirra naut ásta með mér."
"Hvað í ósköpunum sagðirðu við þau?", Spurði Jóhanna.
"Ég er bílstjóri Jóhönnu Sigurðardóttur og ég keyrði yfir beljuna".................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2013 | 00:15
Föstudagsgrín
. Tveir hálfvitar keyrðu inn á bensínstöð. Á hurðinni þar var skilti sem stóð á "Ef þú kaupir fullan tank af bensíni getur þú tekið þátt í bensín leiknum vinningurinn er ókeypis kynlíf."
Þetta fannst hálfvitunum mjög spennandi og keyptu báðir fullan tank. Þeir fara og taka þátt í leiknum hjá bensínstöðvarstjóranum. Hann segir við þá ég hugsa upp tölu milli 1 og 10 og ef þið getið hana rétt, fáið þið ókeypis kynlíf. Fyrsti bjáninn sagði "fimm." "Nei ég var að hugsa með mér 3″ sagði
bensínstöðvarstjórinn. Vinur hans giskaði á 7 en þá sagðist stöðvarstjórinn hafa hugsað 8.
Næstu vikuna komu lúðarnir næstum á hverjum degi til að kaupa fullan tank en unnu aldrei.
Loksins var annar orðinn leiður á þessu og sagði við hinn: "Heldurðu nokkuð að það sé svindl í gangi í þessum leik?".
"Engin leið!" sagði vinur hans "Konan mín er sko búin að vinna fimm sinnum í röð!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
4.1.2013 | 09:06
Föstudagsgrín
Íslenskur lýtalæknir var staddur á ráðstefnu erlendis með kollegum sínum. Eftir langa og stranga dagskrá ráðstefnunnar héldu ráðstefnugestir á öldurhús og gerðu sér glaðan dag. Eftir því sem líða fór á kvöldið og nóttina þynntist hópurinn og loks sátu einungis þeir þaulsetnustu eftir. Þegar þeir höfðu ekkert meira a......ð tala um fóru þeir að segja hetjusögur af þeim afrekum sem þeir höfðu unnið á skurðborðinu. Einn Bretinn sagði sögu af því að hann ásamt teymi sínu hafi tekið á móti sjúklingi sem missti hendi í prentsmiðju. Á sjúklinginn græddu þeir nýjan handlegg, lófa og fingur og eftir að hann kom til starfa aftur varð hann svo góður og öflugur verkmaður að hann vann á við 4 og því fóru þrír á atvinnuleysisskrá sem áður störfuðu hjá fyrirtækinu. Rússneskum lækni fannst ekki mikið til þess koma og sagði frá manni sem lent hafði inní kjarnaofni. Þeir fengu ekkert annað en hárið inná skurðborðið til sín, græddu á það höfuð, búk og útlimi. Þessi maður varð svo góður verkmaður þegar hann snéri aftur til starfa að hægt var að segja upp heilli vakt í kjarnorkuverinu, 9 manns fóru á atvinnuleysisskrá. Íslenski læknirinn sagði iss við þessari sögu. "Ég var einu sinni staddur í Austurstræti og fann rosalega vonda prumpulykt. Ég veiddi hana í poka og brunaði með hana uppá Landspítala og skellti henni á skurðborðið. Við græddum á þetta búk, höfuð, útlimi og enduðum með að setja krullur ofaná þetta allt saman. Úr þessu varð Jóhanna Sigurðardóttir og hún er á góðri leið með að setja alla þjóðina á atvinnuleysisskrá"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.12.2012 | 05:57
Föstudagsgrín
Þeir hætta að heyra!... nema kannski stöku orð og þá brenglast
gjarnan skilboðin sem konurnar eru að koma á framfæri.
Þegar konan segir:
"Íbúðin er öll í drasli! Komdu! Við verðum að taka til,Þú og ég!
Draslið þitt er liggjandi á gólfinu og þú hefur engin föt til að fara í ef við setjum ekki í vél strax!"
Þá heyrir karlmaðurinn:
blah,blah,blah,blah, KOMDU!
blah,blah,blah,blah, ÞÚ OG ÉG
blah, blah,blah,blah, LIGGJANDI Á GÓLFINU
blah,blah,blah,blah, ENGIN FÖT
blah,blah,blah,blah, STRAX!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2012 | 08:09
Föstudagsgrín
Hafnfirðingur, Akureyringur og Reykvíkingur höfðu verið staddir á eyðieyju í 3 daga og voru að svelta, en allt í einu var Akureyringurinn svo svangur að hann fór að byrja að borða sand, þegar hann var búinn að borða dálítinn sand fann hann flösku í sandinum, hann opnaði því flöskuna og úr henni kom andi, andinn sagði: úr því þið frelsuðuð mig úr þessum eilífðarsvefni gef ég ykkur öllum því eina ósk. Akureyringurinn sagði því: úr því ég fann flöskuna má ég óska fyrst, ég óska þess að ég komist heim til fjölskyldunnar minnar, Reykvíkingurinn óskaði næst því sama. Hafnfirðingurinn var því einn eftir með óskina sína og sagði: "Fyrst ég er hér einn eftir og einmanna óska ég hinum hingað aftur".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.12.2012 | 07:39
Föstudagsgrín
Sverrir fékk páfagauk í afmælisgjöf og komst fljótt að því að sá var með afbrigðum skapvondur og orðljótur. Sverrir gerði allt sem honum datt í hug til að venja fuglinn af þessum ósið, hann notaði sjálfur eintóm
kurteisisorð, spilaði hugljúfar ballöður fyrir hann og reyndi með því að sýna honum gott fordæmi. Ekkert gekk upp. Hann prófaði að skamma fuglinn sem svaraði honum fullum hálsi. Hann hristi búrið en gaukurinn varð bara enn skapverri og dónalegri við það. Sverrir vissi nú ekki sitt rjúkandi ráð og í örvæntingu sinni tók hann fuglinn og setti hann í
frystikistuna. Um stundarsakir heyrðust ógurleg læti úr kistunni, fuglinn sparkaði og öskraði og bölvaði - en skyndilega datt allt í dúnalogn og ekki eitt einasta hljóð heyrðist í langan tíma. Sverrir fór nú að óttast að hann hefði meitt fuglinn og flýtti sér að opna kistuna. Páfagaukurinn var hins vegar hinn rólegasti, steig upp á útrétta hönd Sverris og sagði: "Að undanförnu hefur hegðun mín og orðbragð ekki
verið til eftirbreytni og sennilegast orðið til að móðga þig. Ég mun þegar í stað taka mig rækilega á og breyta þessari hegðun minni. Mér þykir verulega leitt hvernig ég hef látið og mig langar til að biðja þig
innilega fyrirgefningar." Sverrir varð orðlaus af undrun og var um það bil að fara að stama upp spurningu um hvað hefði valdið breytingunni þegar páfagaukurinn hélt áfram:
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)