Færsluflokkur: Dægurmál
20.1.2012 | 01:01
Föstudagsgrín
Magga fór með Jónas til læknisins vegna þess að hann var farinn að verða dálítið gamall og litli" jafnaldrinn hans var hættur að geta lyft sér upp. Læknirinn skoðaði Jónas vandlega og fann mikið til með Möggu.
Hann sagði við hana:
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, þá á Jónas stutt eftir, en vegna þess að ég finn til með þér, þá skal ég gefa þér dropa sem þú getur notað til að síðustu dagarnir ykkar saman verði góðir." Hann rétti henni lyfseðil.
Settu þrjá dropa af þessu út í mjólkina hans áður en hann fer að sofa og ég lofa þér að þú finnur muninn." Magga þakkaði lækninum mikið og vel fyrir og fór út með Jónas.
Tveim vikum seinna kom Magga aftur til læknisins og hann spurði hana hvernig þetta hefði gengið. Magga roðnaði og varð undirleit, en sagði síðan:
Ja, ég setti dropana í mjólkina hans og þetta hafði nákvæmlega þau áhrif sem þú sagðir. En fyrir mistök setti ég þrjátíu dropa í staðinn fyrir þrjá, og nú þurfum við að fá mótefni til að geta lokað kistunni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.1.2012 | 07:10
Föstudagsgrín
Björn og kanína voru úti í skógi að hafa hægðir, sitja þarna í makindum og ræða málin. Björninn segir sísvona við kanínuna:
- Finnst þér ekkert vont að þegar skíturinn festist í feldinum"?
-Nei, nei" svarar kanínan.
-Gott", segir björninn og skeinir sér á kanínunni................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.1.2012 | 07:06
Föstudagsgrín
Á Landspítalanum var ákveðið að taka upp nýtt kerfi við að úthluta starfsmönnum tölvupóstfangi. Það átti að vera fyrstu þrír stafir í fornafni, fyrstu þrír í eftirnafni og fyrstu þrír í starfsheiti @landspitali.is.
Rúnar Karlsson sérfræðilæknir sagði strax upp störfum!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2011 | 07:21
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2011 | 08:09
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.12.2011 | 01:23
Föstudagsgrín
Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að í samtalinu að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.
Eiginkonan brást skjótt við, slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans...................
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.12.2011 | 09:31
Föstudagsgrín
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að einfalda skattframtal til muna svo almenningur geti sparað sér kostnað við framtalshjálp. Framvegis þarf fólk aðeins að svara þremur spurningum:
1. Hvað áttu?
2. Hvar geymirðu það?
3. Hvenær getum við sótt það?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.12.2011 | 08:05
Föstudagsgrín
Hann borgaði henni með semingi það sem upp var sett, þau luku sér af og þegar hann var búinn að laga sig til sat hann þögull og gneyptur við stýrið.
Heyrðu, ætlarðu ekki að fara að keyra af stað ? sagði hún, því að henni var hætt að standa á sama um þetta.
Sko, mér er illa við að þurfa að segja þér þetta en sannleikurinn er sá að ég er leigubílstjóri og fargjaldið aftur í bæinn gerir fimmtán þúsund kall".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2011 | 00:37
Föstudagsgrín
Ljóskan spurði rekkjunaut sinn daginn eftir villt og óvarið kynlíf: ,,Ertu nokkuð með AIDS?". Hann svarar því til að auðvitað sé hann ekki með AIDS. ,,hjúkkitt", segir ljóskan, ,,ég vill ekki fá þann andskota AFTUR!!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2011 | 07:34
Föstudagsgrín
Tveir menn í skógi. Annar þeirra fór á næsta tré að pissa. Eftir smá-
stund heyrðist öskur. Hinn kom hlaupandi og spurði hvað hafi skeð.
Það beit eitruð slanga í typpið á mér. Hinn hringir í ofboði í neyðar-
línuna og fær samband við lækni, en læknirinn sagði:
"Slappaðu af, þú sýgur eitrið út og hann lifir."
Þegar hann kemur úr símanum þá spyr
sá bitni, emjandi af kvölum: "Hvað sagði læknirinn?".
"Þú deyrð", sagði hinn þá.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)