Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

 

Hann Guðmundur var með samviskubit. Alveg sama hvað hann reyndi, hann bara gat ekki gleymt þessu. Hugsanir um spillt siðgæði og brot á læknareglum voru að kæfa hann.En einstöku sinnum heyrði hann rödd í huga sér segja: "Guðmundur, ekki hafa áhyggjur af þessu. Þú ert örugglega ekki fyrsti læknirinn sem sefur hjá einum af sjúklingum þínum, og örugglega ekki sá síðasti.  "En svo heyrðist önnur rödd innra með honum, aðeins háværari:  "En Guðmundur, þú ert dýralæknir"!


Föstudagsgrín

 

Kennari var að kenna lögfræði. "Vitið þið hver er refsingin við tvíkvæni?" spurði hann nemendurna. Einn neminn réttir upp höndina og svarar:

"Já, tvær tengdamömmur."


Föstudagsgrín

 

Maðurinn var til vandræða í hjónabandinu , þar sem hann var gjarn á að eltast við ungar dömur og var enn einu sinni staðinn að verki.Hann er mjög vandræðalegur og rjóður í kinnum segir viðkonuna sína:

 "Þykir þér það voða leiðinlegt þegar ég eltist við ungar konur?"

"Nei,nei alls ekki." sagði konan, "Jafnvel hundar eltast við bíla en kunna svo ekkert að keyra"


Föstudagsgrín

 

Ég man þegar ég var lítill og mamma sendi mig útí búð með 500 kall og maður kom heim með 2 brauð, 2 lítra af mjólk, oststykki, 5 snakkpoka, 2 lítra af gosi, slatta af nammi og kex. En núna er ekki hægt að gera þetta........

það eru alltof margar öryggismyndavélar....


Föstudagsgrín

 

Vinirnir tveir voru að veiða og drekka bjór. Mjög hljóðlega, til að fæla ekki fiskana í burtu, sagði Jón: Ég er að hugsa um að skilja við konuna mína, hún hefur ekki talað við mig í meira en 2 mánuði! Vinur hans hélt áfram að sötra á bjórnum og sagði svo spekingslega: "Ég myndi hugsa mig vel um Jón, svona konur eru vandfundnar" !!


Föstudagsgrín

 

Þrenn hjón voru að borða á veitingastað.  Ein hjónin voru Amerísk, önnur voru Bresk og þau þriðju voru Íslensk.  Ameríski eiginmaðurinn sagði við konuna sína:

"Hand me the honey, honey" og að sjálfsögðu gerði hún það sem hann bað um.

Sá Breski sagði við konuna: „Hand me the sugar, sugar" og auðvitað gerði hún það.

Þá leit sú Íslenska á eignmanninn og sagði: „Hvernig stendur á því að þú segir aldrei neitt svona við mig?" 

Það leið smá stund en þá sagði maðurinn við hana. „Réttu mér mjólkina, beljan þín".


Föstudagsgrín

 

Hópur vinkvenna voru á ferðalagi þegar þær komu auga á fimm hæða hótel með skilti utan á þar sem stóð skrifað:

"Aðeins fyrir konur!"

Þar sem kærastar þeirra eða eiginmenn voru ekki með í för, þá ákváðu þær að fara inn á hótelið og litast um. Dyravörðurinn, sem var afar aðlaðandi gæi, útskýrir fyrir þeim hvernig málum er háttað innan hótelsins.

"Hótelið er á 5 hæðum. Farið upp á hverja hæð fyrir sig og þegar þið hafið fundið það sem þið leitið að, þá skulið þið dvelja þar. Það er auðvelt að taka ákvörðun um hvar sé best að vera því á hverri hæð er skilti sem segir til um hvað þar sé að finna."

Konurnar leggja af stað upp og á fyrstu hæðinni er skilti, sem á stendur:

"Allir karlmennirnir á þessari hæð eru lágvaxnir og venjulegir."

Þær hlæja við og halda viðstöðulaust upp á næstu hæð. Þar er skilti sem á stendur:

"Allir karlmennirnir hér eru lágvaxnir og fallegir."

En samt, það er ekki nógu gott, svo vinkonurnar halda áfram upp.

Þær koma á þriðju hæðina og þar stendur á skilti:

"Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og venjulegir."

Ekki finnst þeim þó nóg að gert enn og þar sem þær vita að það eru tvær hæðir eftir, þá halda þær áfram upp. Á fjórðu hæðinni er loksins hið fullkomna skilti:

"Allir karlmennirnir hér eru hávaxnir og fallegir."

Konurnar verða allar mjög spenntar en þegar þær koma inn á hæðina þá uppgötva þær að þar er að finna enn eina hæðina. Til þess að komast að því af hverju þær gætu verið að missa þá ákveða þær að halda áfram upp á 5 hæðina. Þar verður fyrir þeim skilti sem á stendur:

"Þessi hæð var einungis byggð til þess að sanna að það er ómögulegt að gera konum til hæfis"

Föstudagsgrín

 

Illa klæddur maður kemur inn í banka og hrópar til gjaldkerans: "Ég ætla að opna andskotans bankareikning í þessum skíta banka, og það strax". Gjaldkerinn heldur að hún hafi ekki heyrt rétt og segir:"Afsakaðu, hvað segirðu?" "Andskotinn hafi það, heyrðirðu ekki í mér, ég ætla að opna andskotans reikning og það strax!"

Konan var alveg hvumsa og sagði:"Fyrirgefðu, en við líðum ekki svona orðbragð hérna". Maðurinn gaf sig ekki og krafðist þess að hitta yfirmann hennar, en þegar yfirmaðurinn kemur til mannsins og spyr, "Fyrirgefðu, hvert er vandamálið?".

"Það er ekkert helvítis vandamál hérna" segir maðurinn, "Ég var að vinna 100 milljónir í víkingalottóinu og ætla að stofan andskotans reikning í þessum skíta banka".

"Ég skil", segir yfirmaðurinn, "og veitti helvítis kellingin þér enga andskotans þjónustu?"


Föstudagsgrín

   

19 ljóskur stóðu fyrir utan sveita ball dyravörðurinn kom til þeirra og spurði hvað þær væru að gera þarna 19 saman og hvort þær ætluðu ekki að koma inn?

Þá svaraði ein ljóska af því að við verðum að vera 20 til að komast inn!


Föstudagsgrín

 

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas.

Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"

Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:

Barþjónninn er ljóshærð kona.

Útkastarinn er ljóshærð kona.

Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð.

Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum.

Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt.

Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"

Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið.

"Nei, ætli það", segir blindi maðurinn, "Ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband