Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín



Manninum leið ekki vel og fór til læknis.

 "Ég held að þú fáir of lítið af kynlífi," sagði læknirinn.

 "Hvenær fékkstu það síðast?"

 "Ég man það ekki," sagði maðurinn og hringir til að spyrja konuna. ...

"Hæ þetta er ég, hvenær gerðum við það síðast?"

 Það var þögn   langa stund, og svo kom mjög gætilega:

 ... "Við hvern tala ég?"


Föstudagsgrín

Mamman var í eldhúsinu að elda og hlusta á litla son
sinn, 5 ára inni í stofu að leika sér með nýju rafmagnslestina sína.

Hún heyrir lestina stöðvast og sonur hennar segir:
"Allir að drulla sér út ef þið ætlið út, því þetta er síðasta andskotans
stoppistöðin í dag! Og allir drullusokkar sem ætla með, drulla sér inni í
lestina, því við erum andskoti seinir í dag."

Mömmunni bregður auðvitað og fer o......g skammar
strákinn:

 "Ég vil ekki
hafa svona orðbragð í mínum húsum. Snáfaðu inn í herbergi og vertu þar. Ég skal
kalla á þig þegar þú mátt koma fram aftur og þá ætlast ég til þess að þú notir
ekki svona orðbragð."

Tveimur tímum seinna fær strákurinn að koma fram og
byrjar aftur að leika sér með lestina.

Brátt er leikurinn kominn aftur á fullt og lestin
stöðvast. Mamman heyrir strákinn segja: "Góðir farþegar, munið að taka allt
dótið ykkar með þegar þið farið út. Við þökkum fyrir okkur og vonandi komið þið
fljótt aftur."

Hún heyrir litlu elskuna sína halda áfram: "Þeir sem
eru að koma um borð, munið, það er bannað að reykja í lestinni. Við vonum að
ykkur líði vel í ferðinni í dag."

Þegar mamma hans var að byrja að brosa, bætir hann
við: "Og þið ykkar sem eruð fúl yfir tveggja tíma seinkunni, talið við beljuna
inni í eldhúsi..."


Föstudagsgrín

 

Mexíkani kom æðandi inn á bar í Bandaríkjunum og kallaði yfir gestina:

 "Hver á Rottweiler hundinn sem er bundinn við tréverkið hérna fyrir utan?"

"Ég á hann" var svarað á móti.

"Chihuahua hundurinn minn hefur víst drepið hann."

"Hvernig í ósköpunum vildi það til?"

"Hann stóð í honum."


Föstudagsgrín

 

Hér er fimm mikilvæg ráð fyrir einhleypar konur.

â– 1. Mikilvægt er að finna mann sem er bæði í fullri vinnu og húslegur.

â– 2. Mikilvægt er að finna mann sem kemur þér til að hlæja.

â– 3. Mikilvægt er að finna mann sem hægt er að treysta og lýgur ekki að þér.

â– 4 Mikilvægt er að finna mann sem elskar þig og dekrar við þig.

â– 5. Mikilvægt er að þessir fjórir menn þekkist ekki?


Föstudagsgrín


Jón var niðri í bæ og gekk illa að finna bílastæði.
Jón var trúaður og leit til himins og sagði: "Góði Guð, hjálpaðu mér núna. Ef
þú finnur fyrir mig bílastæði skal ég fara í messu á hverjum sunnudegi það sem
eftir er, ég skal hætta að drekka."

Skyndilega, eins og fyrir kraftaverk, birtist
bílastæði beint fyrir framan Jón. Hann lítur til himins og segir:

"Gleymdu þessu. Fann stæði!"


Föstudagsgrín

 

Ljóska kemur inn í apótek og biður um endaþarmssvitalyktareyðir. Apótekarinn reynir að leyna undrun sinni og útskýrir fyrir ljóskunni að þeir selji ekki endaþarmsvitalyktareyði og hafi aldrei gert. En ljóskan fullyrðir að hún sé búin að kaupa svoleiðis reglulega einmitt í þessu apóteki; og hana vanti meira.

"Mér þykir það leitt", segir apótekarinn, "við eigum ekkert slíkt.", "En ég hef alltaf fengið þetta hérna," segir ljóskan. "Áttu nokkuð gamlar umbúðir sem þú gætir sýnt mér?" "JÁ!" segir ljóskan, "ég fer heim og sæki þær."

Stuttu seinna kemur hún til baka og réttir apótekaranum gamla svitalyktareyðirinn, apótekarinn lítur á hann og segir: "En þetta er bara ósköp venjulegur svitalyktareyðir til að nota undir hendurnar!"

Pirruð; hrifsar ljóskan tóma svitalyktareyðirinn af apótekaranum og les upphátt það sem stendur aftan á honum: "TO APPLY, PUSH UP BOTTOM."


Föstudagsgrín

 

Kona ein sat á bar ásamt vinkonum sínum eftir vinnudag, þegar

hrikalega myndarlegur og rosalega sexy ungur maður gekk þar inn.

Hann var svo eftirtektarverður að konan gat með engu móti hætt að stara á

hann. Ungi maðurinn tók eftir athyglinni sem hann fékk frá konunni, gekk

beint til hennar og sagði.

Ég skal gera hvað sem, "HVAÐ SEM ER" og hversu afbrigðilegt sem það er fyrir

2.000 kr.með einu skilyrði.

Orðlaus af undrun spurði konan hvað þetta skilyrði væri.

Ungi maðurinn svaraði: Þú verður að segja mér hvað þú villt að ég geri

í aðeins 3 orðum.

Konan hugsaði tilboð hans um stund, byrjaði svo að telja peningana upp úr

buddunni sinni og rétti unga manninum.

Hún horfði djúpt í augu hans og hægt og rólega og sagði:

„ÞRÍFÐU HÚSIÐ MITT"!!!!!!!!!!!!!!


Föstudagsgrín

 

Gamall maður lá á dánarbeði sínu. Þegar hann fann greinilega að hann átti mjög skammt eftir ólifað, fann hann allt í einu dásamlegan bökunarilm koma úr eldhúsinu, þetta voru greinilega súkkulaðibitasmákökur. Með einstökum viljastyrk tókst honum að hífa sig fram úr og komast alveg fram á gang og inn í eldhús. Þegar hann var kominn þangað beitti hann allra síðustu kröftum sínum í að teygja sig eftir köku. Hann var svo gott sem kominn með eina í hendurnar þegar konan hans lamdi á handarbakið á honum með sleif og sagði:

"Láttu kjurt, þær eru fyrir erfidrykkjuna!"


Föstudagsgrín

 

Gúndi gasalegi og George Bush voru á fínum veitingastað að snæða kvöldverð saman.

Maður, sem sat ekki langt frá þeim, tók eftir því að þeir

áttu í heitum samræðum og töluðu mjög ákaflega.

Maðurinn stóðst ekki mátið og stóð upp og gekk til þeirra í þeirri von að fá að komast að samræðum þeirra.

Þegar hann kom til þeirra va...rð hann mjög feiminn en samt sem áður sagði hann: "Ég komst ekki hjá því að heyra til ykkar, og af algjöri forvitni spyr ég; hvað voruð þið að tala um?

Gúndi glotti í áttina til George´s og sagði: "Gaman að þú spurðir, væni.

Við Goggi erum að búa okkur undir árás á Írak mjög fljótlega. Okkur finnst heimurinn vera í hættu út af þeim.

En það á samt að vera algjört hernaðarleyndarmál!"

"Vá, það er rosalegt! Eruð þið búnir að gera einhverjar áætlanir, t.d. hversu marga þið ætlið að drepa?" spurði maðurinn.

"Gúndi glotti aftur til Gogga og sagði: "Já, það er allt frágengið. Takmarkið okkar er að drepa um 2 milljónir múslima og 1 tannlækni."

"Ha?" -sagði maðurinn gáttaður.

"Bíddu, af hverju í ósköpunum tannlækni?

Hver er ástæðan fyrir því?"

"HAHAHAHAHA!

Þarna hefurðu það, Goggi minn" öskraði Gúndi yfir allan staðinn.

"Ég sagði þér að enginn myndi pæla í þessum múslimum!!"


Föstudagsgrín

 

Jón tekur reglulega leigubíl heim til sín úr vinnunni, þegar heim

er komið og bílstjórinn kemur með reikninginn kemur í ljós að

hann er miklu hærri en vanalega. Eftir að hafa rifist um þetta í smá

tíma hendir leigubílstjórinn honum út úr bílnum. Viku seinna er

Jón að fara að taka leigubíl og sér sama bílstjóra aftar í leigubíla-

röðinni og ákveður að hefna sín. Hann fer inn í fyrsta bílinn í röðinni

og segist hafa gleymt peningunum en geti boðið honum tott fyrir farið.

Leigubílstjórinn klikkast og hendir honum út.

Jón fer inn í næsta bíl og gerir það sama, aftur er honum hent út.

Nú er komið að bílstjóranum sem okraði á honum, Jón stígur inn

og biður hann um að skutla sér heim. Þegar hann keyrir fram hjá hinum

bílstjórunum vinkaði Jón til þeirra skælbrosandi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband