Færsluflokkur: Dægurmál
11.3.2011 | 08:34
Föstudagsgrín
31 árs kona var í skoðun hjá lækninum. Læknirinn sagði við hana: Þú ert með giftingarhring á hendinni en ert hrein mey".
Konan svaraði: Já sjáðu til og ég er þrígift".
Þá sagði læknirinn: Ertu þrígift og enn hrein mey?"
Konan: Sko, fyrsti maðurinn minn var fyrrverandi fangi og vildi vera að aftan.
Annar maðurinn minn var tannlæknir og vildi hafa það munnlegt.
Þriðji maðurinn minn er iðnaðarmaður og ætlar að redda þessu í næstu viku."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.3.2011 | 16:27
Föstudagsgrín
Í matarveislunni hvíslar mamman að syni sínum:
Hvers vegna lagðir þú engin hnífapör við diskinn hjá Gunna frænda?"
Sonurinn segir upphátt:
Ja sko! Ég hélt að Gunni þyrfti engin hnífapör. Þú sagðir að hann borðaði eins og svín."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.2.2011 | 07:10
Föstudagsgrín
Tveir félagar hittast á skrifstofu annars þeirra. Báðir algjörar tæknifríkur.
"Sæll, hvernig hefurðu það?" spyr annar.
"Fínt," svarar hinn og bætir við, "til hamingju með nýja ritarann. Hún er geðveikt flott maður!"
"Takk fyrir það," segir sá fyrri og bætir við: "Hvort sem þú trúir því eða ekki, þá er þetta vélmenni."
"Ekki séns, hvar fékkstu svoleiðis?"
"Þetta er glænýtt módel beint frá Japan. Ég skal sýna þér hvernig hún virkar. Ef ég kreisti hægra brjóstið, býr hún til kaffi. Ef ég kreisti það vinstra, þá skrifar hún fundargerð. Og það er ekki allt. Hún virkar líka sem kynlífsdúkka!"
"Nei, nú ertu að grínast?"
"Neibb, aldeilis ekki. Viltu prófa?"
Hinn heldur það nú og tekur hana með sér á klósettið. Allt gengur vel framan af, en eftir dágóða stund heyrast ægileg sársaukavein: "Eaaaaaaaaa... hjálp! Neeeeeeeiiiii."
"Ónei," hugsar eigandinn upphátt, "ég gleymdi að segja honum að rassinn á henni er yddari!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.2.2011 | 08:15
Föstudagsgrín
Villi rakari var í feikna stuði þegar Svenni vinur hans, sem var búinn að missa nokkuð af hárinu, settist í stólinn hjá honum. Rakarinn strauk yfir kollinn á Svenna og sagði:
"Þetta er nú alveg eins viðkomu og rassinn á henni Birnu minni."
Svenni strauk yfir skallann og sagði svo:
"Svei mér þá ef það er ekki rétt hjá þér".
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2011 | 04:23
Föstudagsgrín
LÖGGAN: "Hvert ert þú að fara, svona valtur á fótunum"?
GUNNI: "Ég er að fara á fyrirlestur".
LÖGGAN: "Og hver í veröldinni ætlar að fara að halda fyrirlestur klukkan fimm á nýjársdagsmorgun"?
GUNNI:" Konan mín"..
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2011 | 12:10
Föstudagsgrín
Gunna ræstitæknir var hamhleypa til verka en var í nokkrum vandræðum þar sem hún varð ólétt.
"Hver er faðirinn"? spurði Lóa vinkona hennar.
"Veit ekki meir, var að skúra stigann í Alþingishúsinu og hafði gleymt að fara í nærbuxur. Það voru fjórir þingmenn sem áttu leið framhjá en ég gaf mér ekki tíma til að líta upp"...
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2011 | 07:50
Föstudagsgrín
Unga ljóskan kom til læknis mjög áhyggjufull.
"Ég hef ekki verið á blæðingum í 4 mánuði!"
Læknirinn spyr hvort hún sé ekki bara ófrísk. "Nei það getur ekki verið! Ég á ekki mann, engan kærasta og þekki barasta engan karlmann!!...ja nema náttúrulega nágrannan sem kemur stundum yfir til að hlusta á tónlist"
Læknirinn var búinn að átta sig á því að ekki væri nú allt með felldu hjá þessari ungu konu og segir því, "Nú - gerir hann það".
"Já þá leggur hann höfuðið ofan á brjóstin á mér og heyrir þá tónlist!"
Læknirinn leggur höfuðið á brjóstin á konunni og segist nú enga tónlist heyra. Ljóskan horfir á hann með vorkunn í augunum og segir hátt og snjallt "Þú átt líka eftir að stinga í samband"!!!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.1.2011 | 09:16
Föstudagsgrín
Sigfús og Geirþrúður bjuggu í huggulegri íbúðarblokk eldri borgara í Hafnarfirði.
Þau urðu hissa þegar drepið var á dyr hjá þeim skömmu fyrir miðnætti eitt mánudagskvöldið.
Sigfús fór til dyra og við dyrnar var stór og grimmdarlegur maður sem starði á hann.
"Ó, þetta er hræðilegt. Nú verð ég rændur og missi alla peningana mína", hrópaði Sigfús.
"Ég er enginn ræningi", urraði maðurinn hneykslaður, "Ég er nauðgari!"
"Guði sé lof", sagði Sigfús og andaði léttar, "Þrúða mín, þetta er til þín!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.1.2011 | 00:25
Föstudagsgrín
Þessi kemur frá Dublin á Írlandi. Kona nokkur var að kenna börnum í sunnudagaskóla.
Hún var að prófa þau í hinum ýmsu siðferðisgildum, mikilvægi náungakærleika og hvað þyrfti að gera til að komast til himna.
Hún spurði börnin: Ef ég seldi húsið og bílinn, héldi heilmikla bílskúrssölu" og ánafnaði kirkjunni alla peningana, kæmist ég þá til himna????
NEI" svöruðu börnin.
Ef ég þrifi kirkjuna á hverjum degi. Hugsaði um garðinn og héldi öllu við, myndi það koma mér til himna"???
NEI" svöruðu börnin aftur. (Nú var konan farin að brosa)
En ef ég verð góð við öll dýr, gef börnum sælgæti, verð góð við manninn minn (hvað sem hún hefur átt við með því), kemur það mér til himna"????
Aftur svöruðu allir NEI" (Nú var hún alveg að springa úr stolti yfir því hversu vel þau höfðu lært).
En hvernig kemst ég þá til himna"???? Hélt hún áfram.
Þá kallaði lítill sex ára strákur: YUV GOTTA BE FOOKN´ DEAD!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.12.2010 | 11:53
Föstudagsgrín
Dómarinn var heldur pirraður þegar hann var kallaður til dóms á aðfangadag, og spurði sakborninginn harkalega: "Hvað ert þú ákærður fyrir?"
"Fyrir að gera jólainnkaupin snemma." svaraði sakborningurinn.
"Það er nú ekki refsivert," sagði dómarinn; "hversu snemma gerðir þú þau?"
"Áður en búðirnar opnuðu!"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)