Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Hjónin lágu upp í rúmi og sváfu svefni hinna „réttlátu", þegar konan rís upp hálfsofandi og segir:

  •  „Guð minn almáttugur, maðurinn minn er að koma"!!!!

Þá þrífur maðurinn af sér sængina, rýkur fram úr rúminu og stekkur út um gluggann.....


Föstudagsgrín

 

Jón og Gunna voru búin að vera gift MJÖÖÖÖG lengi, enda voru þau komin vel á áttræðisaldur.  Allt hafði gengið mjög vel og bæði höfðu þau verið mjög heilsuhraust í gegnum tíðina svo allt virtist vera eins og blómstrið eina.  En Jón var farinn að hafa áhyggjur af því að Gunna væri eitthvað farin að heyra illa, en hann var mjög tillitssamur og vildi ekki „særa" Gunnu með því að hafa orð á þessum grunsemdum sínum við hana.  Þess í stað fékk hann tíma hjá heimilislækninum þeirra og ræddi þetta vandamál við hann, hann hafði verið læknirinn þeirra í áratugi og Jón leit meira á hann sem gamlan heimilisvin.  Heimilislækninum fannst þetta líka alvarlegt mál en var Jóni alveg sammála um það að vera ekki að gera mikið úr þessu við Gunnu en Jón skyldi nú fyrst gera „prufu" á þessu og svo skyldu þeir gera eitthvað í málinu.  Hann sagði Jóni alveg af pottþéttri aðferð til að sannprófa þetta; fyrst skyldi hann vera í 40 feta fjarlægð frá henni og þá að spyrja að einhverju - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 30 feta fjarlægð frá henni og spyrja hana - ef hann fengi engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 20 feta fjarlægð og spyrja  - ef þá yrðu engin viðbrögð skyldi hann færa sig í 10 feta fjarlægð og spyrja - ef ekki yrðu nein viðbrögð þá væri vandamálið nokkuð alvarlegt og hann skyldi þá fara alveg upp að henni og spyrja.  Jón þakkaði lækninum fyrir og fór heim ákveðinn í að reyna þetta við fyrsta tækifæri.  En tækifærið kom fyrr en hann grunaði, þegar hann kom heim var Gunna að ljúka við að elda kvöldmatinn og Jón ákvað að prófa það sem læknirinn hafði ráðlagt honum.  Hann fór inn og lokaði útihurðinni og gekk inn þegar hann var í u.þ.b 40 feta fjarlægð frá Gunnu spurði hann:

Hvað er í matinn"????

Engin viðbrögð svo hann færði sig til þar til hann var í c.a 30 feta fjarlægð og spurði aftur:

          „Hvað er í matinn"???

Engin viðbrögð svo hann gekk nær henni þar til hann var í c.a 20 feta fjarlægð frá henni og spurði aftur:

           „Hvað er í matinn"???

Enn komu engin viðbrögð svo Jón færði sig nær henni og þegar hann áætlaði að  hann væri í c.a 10 feta fjarlægð frá henni spurði hann einu sinni enn:

            „Hvað er í matinn"???

Enn voru engin viðbrögð og Jón var orðinn verulega áhyggjufullur en hann ákvað að klára tilraunina og gekk nú alveg upp að Gunnu og spurði enn og aftur:

             „Hvað er í matinn"???

            „Jón í FIMMTA skiptið, það er KJÚKLINGUR" svaraði hún.

 


Föstudagsgrín

 

Barþjónninn veit hver þú ert !

- drykkurinn segir allt...

Áður en þú pantar drykk á barnum ættirðu að lesa þetta vandlega. Sjö barþjónar frá New York voru spurðir að því hvort þeir gætu sagt til um persónuleika kvenna eftir því hvað þær pöntuðu sér á barnum. Þrátt fyrir að vera spurðir í sitt hvoru lagi voru svörin nánast þau sömu.

Niðurstöðurnar:

Drykkur: Bjór

Persónuleiki: Óformleg, ekki þurftafrek; jarðbundin.

Nálgun: Skoraðu á hana í billjard.

Drykkur: Hrærðir drykkir

Persónuleiki: Óáreiðanleg, síkvartandi, skapraunandi; alveg óþolandi.

Nálgun: Forðastu hana nema þú viljir vera skósveinninn hennar.

Drykkur: Blandaðir drykkir

Persónuleiki: Þroskuð, fáguð, þurftafrek, horfir í hvert smáatriði; veit upp á hár hvað hún vil.

Nálgun: Þú þarft ekki að nálgast hana. Ef hún hefur áhuga mun hún senda ÞÉR drykk.

Drykkur: Léttvín (Zinfandel hvítvín undanskilið)

Persónuleiki: Íhaldssöm og smekkleg; veraldarvön en fjörkálfur.

Nálgun: Segðu henni að þú elskir að ferðast og njóta rólegra kvöldstunda í góðra vina hópi.

Drykkur: Zinfandel hvítvín

Persónuleiki: Einföld; telur sig vera smekklega og veraldarvana en hefur í raun enga hugmynd hvað það er.

Nálgun: Láttu henni finnast hún klárari en hún í raun er... þetta ætti að vera einfalt skotmark.

Drykkur: Skot

Persónuleiki: Kann því vel að hanga með hóp stráka og er mikið fyrir að vera vel drukkin... og nakin!

Nálgun: Auðveldasta skotmarkið á staðnum. Þú hefur heppnina með þér. Gerðu ekkert nema bíða, en ekki reita hana til reiði!

Drykkur: Tequila

Engin þörf á frekari skýringum - segir allt sem segja þarf.

SVO, smá viðauki um karlmennina - en aðförin að strákum er alltaf Mjög einföld og skilvirk:

Innlendur bjór: Hann er fátækur og langar að ríða.

Innfluttur bjór: Hann kann að meta góðan bjór og langar að ríða.

Vín: Hann lifir í þeirri von að vínið gefi honum veraldarvant yfirbragð sem auki líkurnar á að fá á broddinn.

Viskí: Honum er skítsama um allt nema að fá á broddinn.

Tequila: Hann telur sig eiga sjens í tannlausu þjónustukonuna.

Zinfandel hvítvín: Hann er hommi!


Föstudagsgrín

 

Grímur nirfill var á gangi í myrkri. Allt í einu kemur maður upp að honum, miðar á hann byssu og segir;

"PENINGANA EÐA LÍFIÐ ?"

Grímur segir ekkert dágóða stund, svo að maðurinn endurtekur eftir dágóða stund;

"PENINGANA EÐA LÍFIÐ ?"

Þá heyrist loks í Grími;

"Bíddu aðeins ég er að hugsa."


Föstudagsgrín

 

Indverji var í sölutjaldi að selja ástarsandala, maður kemur í sölubásinn og Indverjinn segir:

  •  „þú þú kaupa skó...þú verður geggjað graður...þú þú prófa máta..."

 

Maðurinn skellir sér í skóna og verður þetta litla graður, stekkur á Indverjann, sviptir uppá honum kuflinum og mundar sig í að taka... indann....

 

  •  Indverjinn emjar.... „Nei nei þú þú í krummafót"!!!!!!!!!!!

Föstudagsgrín

     

Maður nokkur var að leggja blóm á leiði og sá álengdar að Kínverji kom með fullan bolla af hrísgrjónum og lagði á næsta leiði.

  • "Hvenær haldið þér að hinn framliðni vinur yðar muni koma upp úr gröf sinni til að borða hrísgrjónin?" Spurði hann og gætti háðs í röddinni.

 

  • "Um svipað leyti og vinur yðar kemur upp úr gröf sinni til að anda að sér ilm blómanna," svaraði Kínverjinn hæversklega.

Föstudagsgrín

 

Hafnfirðingur nokkur ákvað að brjóta blað í sögu fjölskyldu sinnar og ganga menntaveginn.  Hann sótti um inngöngu í Háskóla Íslands og fékk inngöngu (þetta var þegar aðeins EINN háskóli var á öllu landinu).  Nokkrum dögum eftir að hann hafði fengið þau gleðitíðindi að hann hefði hlotið inngöngu í skólann hitti hann rektor skólans, í veislu innan fjölskyldunnar en þeir voru tengdir fjölskylduböndum en ekki voru samskipti þeirra mikil, auðvitað sagði hann honum tíðindin.

Rektorinn samgladdist með vininum en bæti svo við......"En var ekki neitt erfitt fyrir þig að velja þér grein"??????????

Þá sagði Hafnfirðingurinn:   „Hvað fæ ég ekki borð og stól eins og hinir"????????


Föstudagsgrín

 

Þá kemur einn aulabrandari í tilefni þess að nú nýlega hefur farið fram uppskeruhátíð golfmanna á Íslandi

9 golfkylfur komu á bar og ein þeirra pantaði bjór fyrir þær allar.  Barþjónninn kom með bjórinn til þeirra en þá sagði ein þeirra:

  • „ Ekkert fyrir mig takk ég er nefnilega DRIVER"...........................

Föstudagsgrín

  Þetta á að hafa gerst fyrir rúmum 30 árum:

Maður nokkur kom í bókabúð og hafði meðferðis bókalista úr skóla, meðal annars ætlaði hann að kaupa „lógaritmatöflur".

  • „ Nei, þær á ég ekki til" sagði afgreiðslumaðurinn „ en þú getur prófað í Apótekinu"!!!

Föstudagsgrín

 

Tveir gamlir kallar voru að ræða um lífið og tilveruna á Grund um daginn og meðal annars ræddu þeir um aldurinn.

  • - „ Það er nú meira hvað þessi nýju lyf gera fyrir mann" Sagði annar þeirra „ Ég er að verða níræður og finnst ég bara ekki vera deginum eldri en sextugur, ég dansa fram á nætur og spila grimmt og daðra við konurnar á deildinni".
  • - „Já satt segirðu" Sagði þá hinn, „ Mér finnst ég bara orðinn sex mánaða aftur,,,,, tannlaus, sköllóttur og nýbúinn að pissa á mig........."

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband