Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Einu sinni voru tveir menn einn Akureyringur og einn Hafnfirðingur.  Akureyringurinn sagði ég festist í lyftu í tvo klukkutíma í gær þá sagði Hafnfirðingurinn það er nú ekkert ég festist í rúllustiga í fjóra klukkutíma.

Föstudagsgrín

Bush fyrrverandi forseti var að ferðast um Bandaríkin og kom við í grunnskóla. Hann kíkti í heimsókn í sex ára bekk þar sem börnin voru að læra orðið harmleikur. Bush settist niður með börnunum og spurði þau hvort einhver gæti komið með dæmi um harmleik. Lítil stelpa rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bíll keyrir yfir barn og það deyr, þá er það harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn, ,,það væri slys." Lítill strákur rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að bílstjóri skólarútu missir stjórn á bílnum og keyrir útaf með þeim afleiðingum að öll börnin deyja, þá væri það væri harmleikur." ,,Nei," sagði forsetinn aftur, ,,Það væri mikill missir". Það var þögn í skólastofunni þangað til að lítill strákur sem sat aftast rétti upp hönd og sagði: ,,Ef að hræðilegir hryðjuverkamenn skjóta niður forsetaflugvélina með forsetann um borð, þá væri það harmleikur." ,,Gott hjá þér!" sagði Bush forseti, ,,Segðu okkur nú afhverju það væri harmleikur." ,,Nú," sagði litli strákurinn, ,,það væri ekki slys en alls ekki mikill missir!"

Föstudagsgrín

 Gamli presturinn var orðin svo þreyttur á framhjáhalds-játningum sóknarbarna sinna í skriftarstólnum að sunnudag einn hélt hann þrumuræðu yfir þeim og sagði að hann þyldi ekki að heyra orðið framhjáhald einu sinni enn, annars myndi hann hætta störfum í sókninni.  En gamli presturinn var vinsæll og fólk vildi fyrir alla muni hafa hann áfram svo sóknarformaðurinn í samráði við gamla prestinn lét það boð út ganga að þeir sem vildu skrifta og játa framhjáhald myndu nota setninguna ,,ég datt á kirkjuveginum" í staðinn. Allt gekk sinn vanagang þar til gamli presturinn dó. Nýr prestur var auðvitað ráðinn í hans stað og eftir fyrsta daginn í skriftarstólnum orðaði hann það við sóknarformanninn að eitthvað þyrfti að laga gangveginn upp að kirkjunni því fólk segðist sífellt vera að detta. Sóknarformaðurinn fór að flissa, en þá sagði nýi presturinn:"Þú ættir nú ekki að hlæja að þessu, konan þín hefur dottið þrisvar frá áramótum" 

Föstudagsgrín

 

Þrír félagar voru að flytja í 50.hæða blokk. Þegar þeir eru komnir á þriðju hæð segir einn: "Strákar, ég þarf að segja ykkur dálítið..." "Æji, segðu okkur það bara þegar við erum komnir upp." Þegar félagarnir eru komnir upp á 50.hæð spyrja hinir tveir: "Hvað var það sem þú ætlaðir að segja okkur?" "Ég gleymdi lyklunum niðri"


Föstudagsgrín

 

Jónas er harðduglegur maður og vinnur myrkranna á milli, en í frístundum sínum stundar hann íþróttir  af  kappi, blak og innanhússfótbolta, svo að eina góða helgi ákveður Magga, konan hans, að lyfta aðeins skapinu hjá honum og fara með hann út á lífið. Þau klæða sig í sitt besta púss og fara á einn af þessum stöðum þar sem boðið er upp á "listdans". Dyravörðurinn á skemmtistaðnum sér þau koma og kallar til Jónasar: "Góða kvöldið, Jónas. hvernig hefurðu það í kvöld?" Magga verður hissa á þessu og spyr Jónas hvort hann hafi komið þarna áður. "Nei, nei" segir Jónas, " hann er einn af þeim sem ég spila innanhússboltann við." Þau fá sér sæti og þjónustustúlka kemur til þeirra, sér Jónas og segir: "Gaman að sjá þig, Jónas. Gin og tónik eins og venjulega?" Augu Möggu stækka.  "Þú hlýtur að koma hingað oft!" "Nei, nei," segir Jónas. "Strákarnir kíkja stundum hingað inn eftir blakið." Þá kemur nektardansmær upp að borðinu þeirra, íklædd litlu meira en brosinu. Hún faðmar Jónas innilega að sér og segir: "Ætlarðu að fá einkadans eins og venjulega, Jónas?" Magga verður öskureið, safnar saman dótinu sínu og stormar út af skemmtistaðnum. Jónas eltir hana, sér hana fara inn í leigubíl og stekkur inn í bílinn á eftir henni. Magga horfir á hann hatursfullu augnaráði og lætur hann hafa það óþvegið. Þá hallar leigubílstjórinn sér að Jónasi og segir: "Þú hefur náð í eina erfiða í kvöld, Jónas minn."


Föstudagsgrín

 Nú á tímum duga ekki nein vettlingatök í starfsmannamálum: 

Uppfærð handbók starfsmannsins.

Reglur þessar taka nú þegar gildi.

Starfsmannafatnaður:
Það er ætlast til þess að þú komir klædd/ur  í vinnuna þína í samræmi við
launatekjur þínar.  Ef þú mætir klædd/ur í 40 þúsund króna Prada strigaskóm eða er með 80 þúsund króna Gucci handtösku, gerum við ráð fyrir að þú sért á nógu góðum launum og þurfir alls enga launahækkun.  Ef þú kemur fátæklega klædd/ur biðjum við þig að fara betur með peningana þína, svo þú getur keypt þér betri/fallegri föt. Ef þú aftur á móti ert einhvers staðar þarna á milli ert þú sennilega á réttum stað og þarft enga launahækkun.

Veikindadagar:
Við tökum ekki lengur á móti læknisvottorðum. Ef þú getur farið til læknis og fengið hjá honum vottorð, geturðu alveg eins mætt í vinnu.

Aðgerð:
Uppskurðir/aðgerðir eru nú bannaðar. Svo lengi sem þú ert starfsmaður hérna, þarftu á öllum þínum líffærum að halda. Og ættir þess vegna alls ekki að láta fjarlægja neitt. Þú varst ráðinn með öll líffæri og ef það breytist á einhvern hátt er það brot á ráðningasamningi þínum.

Persónulegt leyfi fyrir utan orlofs:
Hvern launþegi fær 104 daga á ári til að sinna einkaerindum. Þeir dagar eru kallaðir laugardagar og sunnudagar.

Orlofsdagar:
Allir starfsmenn eiga að taka orlofsdagana síma á sama tíma á hverju ári. Þeir dagar eru; 24 desember (e.hádegi)25 desember, 26 desember,  31 desember(e.hádegi) 1 janúar, skírdagur, föstudagurinn langi, annar í páskum, og frídagur verslunarmanna.  Og eftirtaldir dagar ef þeir bera upp á virkan dag.  1 maí og 17 júní.


Fjarvera vegna jarðarfara:
Það er ekki til nein afsökun fyrir því ef þú mætir ekki í vinnu. Það er ekkert sem þú getur heldur gert fyrir látna vini, ættingja eða samstarfsfólk. Reyna ætti af öllum mætti að láta aðra sjá um og mæta í jarðaför viðkomandi. Í sérstökum undantekningar tilvikum þar sem starfsmaður verður að mæta, skal jarðaförin tímasett seinnipart dags. Okkur er sönn ánægja að leyfa viðkomandi starfsmanni að vinna matartímann sinn upp í þær stundir sem hann yrði væntanlega fjarverandi.

Fjarvera vegna eigin dauða:
Þetta er líklega eina fjarveran sem við tökum til greina. Samt sem áður er ætlast til þess að starfsmaður gefi okkur alla vega tveggja vikna fyrirvara svo hægt sé að aðlaga og taka nýjan starfskraft inn í þitt starf.

W.C ferðir:
Allt of mikill tími fer í salernisferðir hjá starfsmönnum. Í framtíðinni verður þannig hátturinn á að að nota stafrófið sem hjálpartæki. T.d nöfn sem byrja á "A" eiga að nota salernið frá 08:00-08:20, nöfn sem byrja á "B" frá08:20-08:40 og svo frv. Ef svo óheppilega vill til að þú einhverra hluta vegna kemst ekki á salernið á umsömdum tíma verður þú að bíða næsta dag. Í algjörum neyðartilfellum, mega starfsmenn þó skipta út sínum tíma . Þá verður það að vera skriflegt og undirskrifað af  ykkar verkstjórum. Hámarkstími eru 3 mín, og ef þú ferð yfir þann tíma mun hringing fara í gang, klósettrúllan rúllast upp til baka, dyrnar verða opnaðar og af þér
verður tekin mynd. Hún verður síðan sett upp á auglýsingatöflu öðrum til varnaðar.

Hádegisverðarhlé:
Mjög grannt fólk fá 30 mínútna hádegisverðarhlé, þar sem það verður að borða meira og líta betur út. Fólk í kjörþyngd fær 15 mínútna hádegisverðarhlé, og fær tækifæri á að borða sinn mat til að viðhalda góðri líkamsþynd. Feitt fólk fær 5 mínútna hádegisverðarhlé,  sem er fullnægur tími til að drekka Herbalife og taka inn megrunartöfluna sína. Svo þökkum við ykkur fyrir tryggð við stofnunina. Við erum til staðar og reynum að skapa skemmtilegan og jákvæðan starfsmanna - móral. Þess vegna óskum við eftir því að allar spurningar, athugasemdir, áhyggjur, kvartanir, ásakanir, illska og leiðindi  verði beint eitthvað annað.

Föstudagsgrín

Siggi, pabbi vinar míns, sá sumarbústað auglýstan til sölu og sá sem veitti upplýsingar í síma sagði að þetta væri ágætis bústaður.  Málið vandaðist hins vegar þegar Siggi spurði hvort það væri verönd við bústaðinn.-“Verönd, hvað er það?”-“Það er svona pallur þar sem maður getur setið úti og borðað”.-“Nei, það er ekkert svoleiðis”.-“En salernisaðstaða”?-“Það er fínasti kamar rétt hjá”.-“En ekkert klósett inni”?-“Nei”.Þá heyrðist húsfreyjan spyrja í bakgrunni hver væri í símanum.-“Æ, þetta er einhver kall að sunnan sem vill éta úti en kúka inni”.

Föstudagsgrín

Stefán setti upp verksmiðju í heimabæ sínum og fór að ráða starfsmenn.
Hann auglýsti í staðarblaðinu og tók fram að hann ætlaði bara að ráða kvænta karlmenn.
 
Kvenréttindafrömuður bæjarins sá þessa auglýsingu og fannst rétt að tala við Stefán með tveim hrútshornum.
Hún hringdi í hann og spurði hann "Af hverju ætlarðu bara að ráða kvænta karlmenn?
Er það vegna þess að þú telur konur aumari, heimskari, geðstirðari ... eða hvað er málið?"
 
"Nei, alls ekki, kona góð," sagði Stefán.
"Það er vegna þess að þeir kunna að hlýða skipunum, eru vanir að láta traðka á sér, vita hvenær þeir eiga að halda kjafti og fara ekki í fýlu þegar ég öskra á þá".


Föstudagsgrín

 Ég var að fara norður á Akureyri um daginn, en þegar ég kom í Hrútafjörðinn varð ég að stoppa í Staðarskála og fara á klóið.

Ég fór á básinn og setti mig í stellingar á setunni. Alveg um það leyti sem aðgerð var hefjast heyri ég sagt í básnum við hliðina "Hæ, hvernig gengur?" Ég er nú ekki þessi týpa að hefja samræður við ókunnuga á klósetti í veitingahúsi um það leyti sem ég er að hefja rembinginn. En ég vissi ekki hvernig ég átti að taka þessu svo ég svaraði, "Nú svo sem ekki illa"

Þá heyrist úr hinum básnum "Jæja, hvað ertu að stússast?" Var einhver að tala um bjánalegar spurningar? Mér var farið að finnast þetta dálítið þreytandi, en ég svaraði "Ég er á leiðinni norður en varð að skreppa á klóið." Þá heyri ég, "Heyrðu, ég verð að hringja í þig seinna. Í hvert skipti sem ég reyni að tala við þig svarar einhver rugludallur hér við hliðina á mér!"


Föstudagsgrín

 Lítil stelpa spyr móður sína hver hafi skapað sig.

"Guð skapaði þig,"svarar móðirin.

"Og skapaði guð þig líka, mamma?"

"Já, væna mín."

"Og ömmu líka?"

"Já."

"Og langömmu líka."

"Já, væna mín."

"Ætlarðu að telja mér trú um það, mamma, að ekkert kynlíf hafi átt sér stað innan fjölskyldunnar í meira en 200 ár?"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband