Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Tveir gaurar frá Íslandi dóu og vöknuðu síðan upp í helvíti. Daginn eftir tékkar Djöfullinn sjálfur á þeim og sér að þeir sitja í mestu makindum í úlpunum sínum, með vettlinga og húfur og orna sér við eldinn.

"Hvað eruð þið eiginlega að gera?" spyr Djöfullinn, "Er ekki nógu heitt í helvíti fyrir ykkur?"
Gaurarnir svara: "Sko, þú veist, við erum frá Íslandi, landi snjós,íss og kulda. Við erum bara ánægðir að fá smá yl í kroppinn." Djöfullinn ákveður að þeir séu nú ekki að þjást nóg svo hann skrúfar upp hitann.

Morguninn eftir kíkir hann aftur á gaurana tvo og þarna sitja þeir enn í úlpunum og með húfurnar og vettlingana. "Það er nú ferlega heitt hérna, finnst ykkur það ekki?"
Aftur svara gaurarnir því til að þeir komi jú frá Íslandi, landi snjóa, íss og kulda, við erum bara fegnir að fá smá yl í kroppinn!
Það fór nú að fjúka nett í Kölska og hann ákveður að jafna örlítið um þessa tvo gaura. Hann fer og setur hitann á "Fáránlegt"

Fólk fer að veina og væla út um allt helvíti. Hann fer svo og kíkir á gaurana tvo frá Íslandi og sér að þeir eru komnir á skyrtuna með upprúllaðar ermar og eru að grilla pylsur og þamba bjór. Djöfsi verður steinhissa og segir: "Allir hérna inni þjást og veina, en þið virðist bara njóta ykkar?"
"Já sko, það er svo hrikalega sjaldan að við fáum svona gott veður heima á Íslandi, að við urðum bara að grípa tækifærið og grilla aðeins og súpa á öli."

Alveg óður af bræði strunsar Djöfsi í burtu og hugsar málið. Að lokum kemst hann að þeirri niðurstöðu að þessir gaurar hafi verið að krókna allt sitt auma líf á Íslandi, þess vegna séu þeir svona kátir yfir öllum hitanum. Djöfullinn ákveður að skrúfa fyrir allan hitann í öllu Helvíti.

Daginn eftir er orðið ískalt í Helvíti og héla og grýlukerti allsstaðar. Fólki orðið svo kalt að það getur vart annað en veinað og aumkað sér yfir kuldanum. Tannaglamur yfirgnæfði samt að mestu veinin.

Djöfullinn glotti með sjálfum sér og fór að kíkja á gaurana frá Íslandi. Þar eru þeir komnir í úlpuna, húfuna og með vettlingana á sér en Djöfsa til mikillar furðu, eru þeir að hoppa og öskra  Ole Ole  af mikilli gleði.
"Ég skil ekki", sagði Djöfsi, "ég skrúfaði hitann upp úr öllu valdi og þið voruð bara ánægðir og núna er bullandi frost hérna og þið bara öskrandi af gleði",  "Hvað í fjáranum er að ykkur tveimur?"
Íslendingarnir líta á Djöfsa með spurn í augum:  "Ha, veistu það ekki?  Ef  það frýs í helvíti,  þýðir það bara að Íslendingar hafa unnið Dani í fótbolta, loksins, á Parken!"


Föstudagsgrín

 Það var einu sinni tveir Hafnfirðingar að mæla fánastöng með reglustiku þá gengur maður framhjá og segir " af hverju leggið þið ekki bara fánastöngina niður og mælið hana þannig. þá segja þeir "kjáninn þinn við erum að mæla hæðina ekki breiddina"

Föstudagsgrín

Eitt sinn kom stór og mikill svertingi inn á bar í New Orleans, hann var með frosk á höfðinu.  „Guð minn almáttugur" sagði barþjónninn „hvernig í ósköpunum stendur eiginlega á þessu"?  „Jú" svaraði froskurinn mæðulega, „þetta byrjaði bara sem svartur blettur á rassinum á mér".


Föstudagsgrín

 Maður kemur inn á Skuggabarinn og pantar drykk.  Stuttu seinna heyrir barþjónninn síma hringja og sér að maðurinn lyftir hendinni upp að andlitinu og byrjar að tala.  Þegar hann hefur lokið við að tala spyr þjónninn hvað sé í gangi. Maðurinn segir að hann noti símann það mikið að hann hafi látið græða GSM síma í hönd sína svo hann þurfi ekki alltaf að muna að hafa hann með.  Þjóninn trúir þessu ekki svo maðurinn hringir í númer, setur höndina á eyra þjónsins og leyfir honum að heyra þegar síminn hringir hinum megin.  Næst spyr maðurinn hvar klósettið sé og fer þangað eftir að hafa sagt þjóninum að hann verði enga stund að þessu.  Þjónninn fyllti glasið hjá manninum og beið.  Þegar hálftími er liðinn og maðurinn kemur ekki út af klósettinu fór þjóninn að undrast og að lokum fór hann inn á klósett að gá hvort allt væri í lagi. Þegar hann kemur inn sér hann manninn liggjandi á gólfinu, buxnalaus, með fæturna upp á vegg og salernispappír rúllandi út úr afturendanum. "Hvað er um að vera?" spurði þjónninn.  Maðurinn brosti kindarlega og sagði, "bíddu aðeins, ég er að fá fax."

Föstudagsgrín

 

Tvær vinkonur, Sossa og Systa, voru saman í golfi þegar önnur varð fyrir því óhappi að hitta kúluna illa í upphafshöggi og horfði með skelfingu á eftir kúlunni sem stefndi á hóp karlmanna.
Kúlan lenti inni í miðjum hópnum og einn maðurinn hné til jarðar haldandi
báðum höndum á milli fótanna, greinilega sárþjáður.
Vinkonurnar hlupu til mannanna og þegar þær komu að hópnum hélt maðurinn enn höndunum á milli fótanna.
Sú sem hafði slegið kúlunni baðst afsökunar og bauð fram aðstoð.
Maðurinn vildi ekki að svo stöddu þiggja aðstoð og sagðist jafna sig eftir
smá stund. 
Konan þráaðist við, sagðist vera sjúkraþjálfari og vildi fá að þreifa aðeins
á manninum.
Maðurinn lét tilleiðast og fékk hún hann til að leggjast á bakið, tók hendur
hans frá, renndi buxnaklaufinni niður og byrjaði að nudda hann rólega.
Eftir smástund spurði hún manninn hvernig honum þætti þetta.
Maðurinn svarar "Þetta er mjög gott, en ég er ennþá að drepast í
þumalputtanum!"


Föstudagsgrín

Kennari er að kenna líffræði og hvernig blóðið ferðast um líkamann.  Hann reynir að útskýra efnið og segir að ef hann myndi standa á haus myndi blóðið renna í hausinn á honum og hann yrði rauður  í framan.  Svo spyr hann bekkkinn,  „En af hverju verða þá ekki lappirnar á mér rauðar þegar ég stend á löppunum"?  „Nú af því að lappirnar á þér eru ekki tómar fyrir eins og hausinn"  svarar einn nemandinn.

Föstudagsgrín

Sonurinn:  „Er það satt pabbi, að í sumum ríkjum Afríku kynnist
eiginmaðurinn ekki eiginkonunni, fyrr en hann giftist henni"?
Faðirinn: „ Það gerist í öllum löndum, sonur sæll".

 


Föstudagsgrín

Frú Guðríður labbaði inn í bakarí. Þegar eigandinn lét ekki sjá sig, labbaði hún bakvið og kom að honum þar sem hann var að skreyta smákökur, og notaði til þess fölsku tennurnar úr sér. Frúin horfði sjokkeruð á hann og stundi síðan upp: -"Ég hélt að þú notaðir sérstakt áhald til þessara hluta." -"Nei", svaraði bakarinn. "Ég nota „hann"  þegar ég bý til kleinuhringina!"

Föstudagsgrín

 Pabbinn: "Siggi minn, þú varst að eignast litla systur í morgun. Storkurinn kom með hana." Siggi: "Pabbi! Ég skil þig ekki. Það er fullt af ríðilegu kvenfólki hérna í bænum og mamma er ekki sú versta. En samt ertu alltaf uppá einhverjum fuglsfjanda...!"

Föstudagsgrín

 

Jón verkfræðingur deyr og fer auðvitað upp til himna eins og allir verkfræðingar. Þegar þangað kemur leitar Pétur í nafnalistanum og segir svo: "Því miður Jón minn, þú ert ekki ekki á listanum. Þú verður að fara niður".  --"En en, ég er verkfræðingur..."  "Já sorrí, en þú ert ekki á listanum !".  Þannig að Jón er sendur niður til helvítis.  Mánuði síðar er Guð að fara yfir nafnalistana og sér að þau mistök hafa átt sér stað að Jón verkfræðingur hafi óvart verið sendur til helvítis. Hann bjallar í Satan og biður hann um að skila nú Jóni. Satan segir strax, "Ekki séns, þú færð Jón sko ekki aftur, þín mistök."  Guð er ekki sáttur og segir, "Láttu ekki svona, Jón er verkfræðingur, hann á heima á himnum með hinum og þú veist það".  Þá var Satan mikið niðri fyrir og sagði "Sko, áður en Jón kom var ógeðslega heitt hérna, það var hraunstraumur hér um allt og brennisteinsfnykur og viðbjóður. Jón breytti þessu öllu. Núna erum við komin með loftræstingu, brýr, vegakerfi, flóðvarnagarða og ég veit ekki hvað og hvað, allt hannað af honum. Þetta er orðið helvíti næs hérna hjá okkur. Það er ekki séns að þú fáir hann".

"Sko Satan, þú lætur mig fá hann aftur, eða ég fer í mál við þig!"

 "-Já er það, og hvar þykist þú ætla að fá lögfræðinga..."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband