Færsluflokkur: Dægurmál
12.6.2009 | 05:50
Föstudagsgrín
,,Jú, það hlýtur að vera eitthvað sem ég get gert fyrir þig " sagði andinn. ,,Ja kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið að koma að fá göng til Eyja" Andinn reyndi að leiða Árna fyrir sjónir hvílík vandræði hlytust af því að leggja göng til Eyja, hvort það væri ekki eitthvað annað sem honum dytti í hug að biðja um. ,,Jú, kannski, mig hefur alltaf langað svo mikið til að syngja vel."
,,Bíddu, bíddu" sagði andinn ,,varstu að tala um einbreiðan eða tvíbreiðan veg........?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2009 | 05:50
Föstgudagsgrín
Jóna segir: "Manstu Jón þegar þú varðst 25 ára og vildir stofna fyrirtækið og bankastjórinn neitaði þér um lán? Svo kom bankastjórinn sjálfur einn daginn með lánspappírana svo þú gætir skrifað undir." Jón svarar: "Ó, Jóna, þú gerðir þetta fyrir mig, ég virði þig bara meira en áður. Hvenær var svo annað skiptið?"
Jóna segir: "Manstu þegar þú fékkst hjartaáfallið og enginn læknir vildi skera þig vegna þess að aðgerðin var svo hættuleg? Svo kom allt í einu dr. Bjarni yfirlæknir og framkvæmdi aðgerðina sjálfur og þú náðir þér alveg."
"Ég trúi þessu ekki," sagði Jón, "þú gerðir þetta til að bjarga lífi mínu. Ég gæti ekki átt betri konu. Þú hlýtur að elska mig mjög mikið fyrst þú gerir allt þetta fyrir mig. Hvenær var svo þriðja og síðasta skiptið?"
"Jón, þú manst að fyrir nokkrum árum langaði þig til að verða formaður í golfklúbbnum og þig vantaði 18 atkvæði til að ná kjöri..?"Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.5.2009 | 08:03
Föstudagsgrín
Fangi slapp úr fangelsi þar sem hann hefur verið í 15 ár. Á flóttanum finnur hann hús og brýst inn í það til að leita af peningum og byssum, en finnur bara ungt par í rúmi.
Hann skipar stráknum að fara úr rúminu, og bindur hann fastann á stól. Síðan fer að hann að stelpunni til að binda hana. Á meðan hann er að binda stelpuna upp í rúmi fer hann uppá hana, kyssir hana á hálsinn og fer svo inná baðherbergi.
Á meðan hann er þar segir strákurinn við stelpuna: "Hey þessi gaur er fangi sem hefur flúið, sjáðu bara fötin hans! hann hefur örugglega verið lengi í fangelsi og hefur ekki séð konu í mörg ár. Ég sá hvernig hann kyssti á hálsinn á þér. Ef hann vill kynlíf ekki segja nei og gerðu bara það sem hann segir þér að gera, veittu honum fullnægingu. Þessi gaur hlýtur að vera hættulegur og ef hann verður reiður drepur hann örugglega okkur bæði. Vertu sterk elskan, ég elska þig"!
Konan svarar: "Hann var ekki að kyssa á mér hálsinn, hann var að hvísla að mér og sagði að hann væri hommi og fannst þú vera mjög sexí og spurði hvort við ættum eitthvað vaselín inná klósetti. Vertu sterkur, ég elska þig líka"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2009 | 08:24
Föstudagsgrín
Einn daginn fór gömul kona með fulla tösku af peningum í banka. Við afgreiðsluborðið sagði hún að hún vildi bara tala við bankastjórann, um að opna sparireikning: ''þetta eru miklir peningar, þú skilur." Eftir langar rökræður var konunni fylgt til bankastjórans ...
Bankastjórinn spurði um upphæðina sem konan vildi leggja inn. Hún sagði honum að það væri um 50 milljón evrur að ræða. Hún tæmdi töskuna fyrir hann. Auðvitað varð bankastjórinn forvitinn um hvaðan allir þessir peningar kæmu.
´´Kæra frú, það kemur mér á óvart hversu mikla peninga þú hefur
- hvernig stendur á því?´´
Gamla konan svaraði honum ´´ Mjög einfalt. Ég veðja!'' ´´Veðjar?'' spurði bankastjórinn, ´´hvers konar veðmál?''
Gamla konan svaraði:´´Jah, allt mögulegt. Til dæmis, veðja ég við þig, uppá 25.000 evrur að eistun á þér séu ferköntuð!´´ Bankastjórinn fór að hlæja og sagði: "Það er fáránlegt! Á þennan hátt getur þú aldrei unnið svona mikla peninga." Jæja, eins og ég sagði áðan, þá er það á þennan hátt sem ég vinn mér inn peningana. Ert þú tilbúin til að taka þátt í þessu veðmáli?´´ "Auðvitað!" svaraði hann. Það voru jú miklir peningar í húfi. "Ég veðja sem sagt 25.000 evrum uppá að eistun á mér séu ekki ferköntuð."
Gamla konan svaraði:´´ Samþykkt, en þar sem þetta eru miklir peningar, má ég þá koma við á morgunn, kl 10:00 með lögfræðinginn minn, svo að við höfum líka vitni?´´ - ´´Auðvitað!´´ Bankastjórinn samþykkti.
Um nóttina var bankastjórinn frekar taugaóstyrkur og skoðaði ýtarlega á sér eistun, tímunum saman. Fyrst öðrumegin svo hinumegin. Að lokum með hjálp
einfalds prófs varð hann 100% öruggur. Hann myndi vinna veðmálið, alveg viss! Morguninn eftir kom gamla konan, kl 10:00 í bankann með lögfræðinginn sinn. Hún kynnti mennina tvo hvorn fyrir öðrum og endurtók veðmálið uppá 25.000 evrur.
Og uppá nýtt samþykkti bankastjórinn veðmálið að eistun á sér væru ekki ferköntuð. Eftir það bað hún hann um að taka niður um sig buxurnar til að skoða málið (punginn) einu sinni. Bankastjórinn tók niður um sig buxurnar, gamla konan kom nær, skoðaði punginn í rólegheitum og spurði hann varlega hvort hún mætti koma við eistun.
Mundu eftir að það eru miklir peningar í húfi. ´´O.K.´´ sagði bankastjórinn öruggur. ´´ Þetta er 25.000 evra virði og ég skil vel að þú viljir vera viss. Þá kom konan enn nær og hélt eistum mannsins í lófa sér. Bankastjórinn tekur eftir því að lögfræðingurinn er farinn að berja hausnum á sér við vegginn. Bankastjórinn spurði konuna:´´ Hvað er að lögfræðingnum þínum?´´
Hún svaraði: ´´ Ég veðjaði við hann 100.000 evrum að ég skildi í dag kl 10:15 hafa eistu á bankastjóra í hendi mér.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2009 | 06:51
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.5.2009 | 08:03
Föstudagsgrín
Gamall maður bjó einn í Þykkvabænum. Hann langaði til þess að stinga upp kartöflugarðinn sinn, en það var mikil erfiðisvinna. Bubbi sonur hans, var sá eini sem hann hafði getað fengið til að hjálpa sér. En Bubbi var lokaður inni á Hrauninu. Gamli skrifaði honum bréf og sagði honum frá vandræðum sínum: Elsku Bubbi minn, Æ, mér líður hálf-illa, því það lítur út fyrir að ég geti ekki sett neinar kartöflur niður í garðinn þetta árið. Ég er bara að verða of gamall til þess að vera að stinga upp beðin. Ef þú værir hérna, ætti ég ekki í neinum vandræðum, því ég veit að þú mundir stinga upp beðin fyrir mig. Kær kveðja til þín, elsku sonur Pabbi. Eftir örfáa daga, fékk hann bréf frá syni sínum : Elsku Pabbi Í GUÐANNA BÆNUM, ekki stinga upp garðinn ! Ég gróf ránsfenginn og byssurnar þar ! Þinn Bubbi. Í birtingu morguninn eftir komu hópar lögregluþjóna frá embætti Ríkislögreglustjóra og Selfosslögreglunni og umbyltu öllum beðunum, en fundu hvorki þýfi né byssur. Þeir báðu gamla manninn afsökunar og hurfu á braut. Sama daginn fékk hann annað bréf frá syninum : Elsku pabbi Drífðu nú í því að setja niður kartöflurnar. Við núverandi aðstæður get ég ekki gert betur.
Þinn elskandi sonur Bubbi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.5.2009 | 07:19
Föstudagsgrín
þegar sjúkrabíllinn kemur segir Steini við Jobba:
"Vá maður, einhver ætti að segja konunni hans frá þessu"
Jobbi svarar "Ég er frekar góður í að gefa slæmar fréttir ég skal fara að tala við hana"
Seinna um daginn sér Steini Jobba með kassa af bjór.
"Hvaðan fékkstu bjórinn?"
"Konan hans Gumma gaf mér hann"
"Bíddu sagðirðu henni að maðurinn hennar sé dáinn og hún gefur þér bjór hvernig gerðist það?"
"Sko ég bankaði á dyrnar hjá henni og hún svaraði, þá sagði ég þú hlýtur að vera ekkjan hans Gumma"
Þá sagði hún að hún sé ekki ekkja og ég segi, ég skal veðja við þig kassa af bjór að þú sért ekkja. "
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2009 | 10:24
Föstudagsgrín
1. Mótorhjóli er sama hversu mörg hjól þú hefur átt.
2. Mótorhjólið er alltaf til í að aðrir "taki í".
3. Mótorhjól eiga ekki vinkonur og foreldra.
4. Mótorhjóli er sama þó þú horfir á önnur mótorhjól,
og skoðir mótorhjóla blöð.
5. Þú getur átt svart mótorhjól, og verið stoltur af því.
6. Vinir þínir geta fengið að prófa mótorhjólið.
7. Mótorhjóli er sama þó þú farir ekki í sturtu áður en þú sest á bak.
8. Mamma þín heldur ekki sambandi við gamla hjólið þitt.
9. Ef mótorhjólið er með hávaða og læti, drepurðu bara á því.
10. Þú getur á tvö mótorhjól í einu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.4.2009 | 00:34
Föstudagsgrín
-Já!
-Hvað sagði læknirinn?
-Hann lét mig fá stíla og sagði mér að taka tvisvar sinnum á dag í eina viku!
-Og skánaðir þú ekkert við það?
-Nei þeir virkuðu sko ekki neitt, ég hefði alveg eins getað troðið þeim uppí rassgatið á mér!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.4.2009 | 16:52
Föstudagsgrín
"Hvað er það segir ljóskan"?....
"Svona lítið kort með mynd af þér á"
"Nú allt í lagi"segir ljóskan og hún fer að leita í veskinu sínu og finnur litla púðurdós með spegli....hún opnar hana og lítur í spegilinn og sér myndina af sér og segir.."er það þetta"? og rétti löggunni spegilinn. Löggan lítur í spegilinn(sér mynd af sjálfum sér) og segir.."Ó ég vissi ekki að þú værir lögga"!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)