Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Kúreki sem var búktalari kemur gangandi inn í smábæ og sér þar indíána sitjandi á bekk.Kúreki: Hey, flottur hundur. Er þér sama þó ég tali við hann?Indíáni: Hundur ekki tala.Kúreki: Heyrðu hundur, hvernig hefurðu það?Hundur: Ég hef það fínt !Indíáni: [Undrunarsvipur]Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]Hundur: Jamm.Kúreki: Hvernig fer hann með þig?Hundur: Mjög vel. Hann fer með mig út að ganga tvisvar á dag, gefur mér góðan mat og fer með mig niður að vatninu einu sinni í viku og leikur við mig.Indíáni: [trúir ekki eigin eyrum]Kúreki: Er þér sama þó ég tali við hestinn þinn?Indíáni: Hestur ekki tala.Kúreki: Heyrðu hestur, hvernig hefurðu það?Hestur: Komdu sæll kúreki.Indíáni: [Undrunarsvipur]Kúreki: Er þetta eigandi þinn? [Bendir á indíánann]Hestur: Jamm.Kúreki: Hvernig fer hann með þig?Hestur: Nokkuð vel, þakka þér fyrir. Hann fer reglulega í útreiðartúra, kembir mér oft og lætur mig inn í hlöðu í skjól fyrir náttúruöflunum.Indíáni: [Gjörsamlega hissa]Kúreki: Er þér sama þó ég tali við kindina þína.Indíáni: Nei nei kind ljúga , kind ljúga !!!

Föstudagsgrín

Ljóska labbar inn í banka í New York og biður um að fá að tala við yfirmann í Lánadeild. Hún segist ætla til Evrópu í 2 vikur og þurfi að fá lánaða 5000 dollara. Lánastjórinn segir að bankinn þurfi eitthvað frá henni í staðinn sem tryggingu.  Þá lætur ljóskan hann fá lykla af Mercedes Benz SL 500 sem hún á. Bíllinn var lagður fyrir framan bankann og þeir fara og skoða hann og allt, svo samþykir lánastjórinn að taka bílinn sem tryggingu. Bankastjórinn og allir starfsmenn bankann njóta þess að hlægja að henni fyrir að nota 110.000 dollara Benz sem tryggingu fyrir 5000 dollara láni. Starfsmaður bankans býðst til að taka bílinn og leggja honum í neðanjarðar bílageymslu bankans.  2 vikum seinna kemur ljóskan og borgar til baka þessa 5000 dollara auk 15,14 dollara í vexti. Þá kemur Lánastjórinn og segir við hana að hann sé glaður yfir að þetta hafi allt gengið vel en sagði við hana að hann hefði látið rannsaka hana og séð að hún væri milljarðamæringur.  Og hann spyr "Afhverju varstu að fá lánaða 5000 dollara en lagðir 110.000 dollara bíl sem tryggingu?" Þá segir hún: "Hvergi annarstaðar í New York get ég lagt bílnum mínum í bílageymslu í 2 vikur fyrir 15.41 dollara og búist við því að hann sé þar þegar ég kem til baka."

Föstudagsgrín

Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes til að halda uppá það að
konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá
aðra. Topp lúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá
prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá
hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná
mér aldrei á Mercedes Bens og hann gaf í... og gaf aftur í  Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að
mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn.  Löggan kom að honum leit á
ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur"
sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er  föstudagurinn 13. Ég nenni
ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á  yfirvinnu, - ég gef þér séns.
Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn"
Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir
nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var, skal ég segja þér, svo hræddur um
að þú værir að skila henni"

  
"Góða helgi" sagði löggan

Föstudagsgrín

Husband and wife are waiting at the bus stop with their nine children. A blind man joins them after a few minutes. When the bus arrives, they find it overloaded and only the wife and the nine kids are able to fit onto the bus.
So the husband and the blind man decide to walk. After a while, the husband gets irritated by the ticking of the stick of the blind man as he taps it on the sidewalk, and says to him, "Why don't you put a piece of rubber at the end of your stick? That ticking sound is driving me crazy."
The blind man replies, "If you had put a rubber at the end of YOUR stick, we'd be riding the bus, so shut the hell up!!


Föstudagsgrín

Uppfærsla frá Kærasta 7.0 til Eiginkona 1.0  Kæra tæknilega aðstoð:  Um daginn uppfærði ég úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0. Eftir að ég hafði sett upp Eiginkonu 1.0 í tölvunni, setti forritið sig sjálft inn í öll önnur forrit í tölvunni. Það ræsir sig sjálfkrafa þegar ég kveiki á tölvunni, vaktar allar mínar athafnir og kemur sífellt með tillögur að krefjandi aukaforritum eins og t.d. Barn 2.0, þó allir viti að ÞAÐ forrit er mjög illa þróað.  Eiginkonuforritið tekur mikinn tíma og notar mikið minni. Það er ómögulegt að fá það til að víkja meðan ég nota mín uppáhaldsforrit. Gömul forrit eins og Pókerkvöld 10.3, Bjórkvöld 2.5 og Sunnudagafótbolti 5.0 virka ekki lengur. Það stóð ekkert um þetta í leiðbeiningunum fyrir forritið. Ég er að íhuga að fara bara aftur í Kærustu 7.0, en það virðist ekki einu sinni vera hægt að fjarlægja Eiginkonu 1.0.  Getið þið hjálpað mér??  

Kveðja, Ráðvilltur og Ráðþrota  

 Kæri RR Vandamál þitt er þekkt og mjög algengt, margir kvarta undan þessu, en þetta byggist að mestu leyti á misskilningi. Margir menn uppfæra úr Kærustu 7.0 í Eiginkonu 1.0 af því að þeir halda að Eiginkona 1.0 sé þjónustu- og afþreyingarforrit. Þar liggur misskilningurinn hjá flestum. Eiginkona 1.0 er stýriforrit, hannað til að stjórna öllu. Það er ógerlegt að fjarlægja Eiginkonu 1.0 og fara aftur í Kærustu 7.0 þegar þú hefur sett það upp einu sinni. Sumir hafa reynt að setja upp Kærustu 8.0 eða  Eiginkonu 2.0, en hafa þá setið uppi með fleiri vandamál en með Eiginkona 1.0. Við mælum með því að þú haldir Eiginkonu 1.0 og reynir að gera það besta úr því sem komið er. Þú getur t.d. lesið allan kafla 6 í leiðbeiningunum, "Algengar villur". Forritið mun keyra snurðulaust, svo framarlega sem þú tekur ábyrgð á öllum villum, óháð ástæðu og uppruna þeirra. Það besta sem þú getur gert er að fara strax í Start/Run og skrifa FYRIRGEFÐU til að stýrikerfið villuhreinsist og keyri eðlilega. Eiginkona 1.0 er flott forrit, en krefst mikils viðhalds. Þú ættir að íhuga að kaupa meiri hugbúnað til að bæta afkastagetuna. Við mælum með Blómum 2.1, Súkkulaði 5.0 eða í neyðartilfelli Pels 2000. En þú mátt ekki undir neinum kringumstæðum setja upp Vinkona_í_mínípilsi 3.3. Eiginkona 1.0 styður ekki þann hugbúnað og það myndi sennilega gera út af við tölvuna.   Með vinsemd og virðingu, Tæknileg Aðstoð   


FÖSTUDAGSGRÍN

 Hrólfur og Erla voru vistmenn á geðsjúkrahúsi.  Dag einn, er þau voru

 á gangi við sundlaugina kastaði Hrólfur sér útí og sökk til botns.

 Erla stakk sér útí laugina og bjargaði Hrólfi frá drukknun.

 Þegar yfirlæknirinn frétti af björgunarafreki Erlu ákvað hann að

 útskrifa hana af sjúkrahúsinu, þar sem hún væri greinilega búin að ná

 snerpu og andlegu jafnvægi á ný.

 Daginn eftir fór yfirlæknirinn til fundar við Erlu til að boða henni fréttirnar

 Og sagði þá: Erla mín, ég hef bæði góðar og slæmar fréttir að færa þér!

 

 Góða fréttin er að ég ætla að útskrifa þig af spítalanum þar sem þú

 hefur sýnt merki um bata, sem sýnir sig í því að þú bjargaðir honum

 Hrólfi frá drukknun. Slæma fréttin er hins vegar sú að hann Hrólfur er

 dáinn. Karlgreyið hengdi sig í beltinu sínu í gærkvöldi eftir að þú

 hafðir bjargað honum.

 Þá sagði Erla: Nei, Hrólfur hengdi sig ekki.  Ég festi hann upp til

 þerris í gærkvöldi.  En hvenær má ég fara heim sagðirðu?

 

Gaman að velta fyrir sér.

Alltaf svoldið gaman að velta fyrir sér:

 

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

 

Af hverju er Alcoholics Anonymus (AA) (ísl. "Ónafngreindir Alkaholistar") nefndir svo, þegar það fyrsta sem þeir geraá fundum er að standa upp og segja eitthvað á þessa leið: "Ég heiti Halldór og ég er alkaholisti"?

 

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

 

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

 

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

 

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

 

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

 

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

 

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

 

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

 

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

 

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

 

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn"

sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

 

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

 

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna Jarðarinnar?

 

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

 

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

 

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

 

Ef ástin er blind, af hverju eru sexí undirföt þá svona vinsæl?

 

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

 

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

 

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían ?

 

FÖSTUDAGSGRÍN

Einu sinni voru tveir menn á kaffihúsi á Íslandi, Normaður og
Íslendingur.
Íslendingurinn var að borða á kaffihúsinu. Hann var að borða brauð
með ávaxtasultu og Normaðurinn var með tyggjó. Þá labbaði Normaðurinn að
Íslendinginum og spurði: "Borðar þú skorpurnar á brauðinu"?
-Íslendingurinn: "Já auðvitað. Af hverju spyrðu að þessu".
-Normaðurinn: "Ekki við í Noregi. Við sendum þær í endurvinnslu og búum til
brauð úr þeim og sendum til Íslands".

Eftir dálitla stund kom Normaðurinn aftur og spurði:

"Hvað gerir þú við híðið af ávöxtunum þegar þú borðar ávöxt".
-Íslendingurinn: "Auðvitað hendum við því í ruslið".
-Normaðurinn: "Ekki við. Við sendum það í endurvinnslu og búum til
ávaxtasultu úr því og sendum hana til Íslands".
Nú var Íslendingnum nóg boðið og sagði:

"Hvað gerir þú við smokkana þegar þú ert búinn að nota þá"?
-Normaðurinn:"Auðvitað hendum við þeim í ruslið".-
Íslendingurinn:
"Ekki við. Við sendum þá í endurvinnslu og búum til tyggjó úr þeim og
sendum til Noregs".

Hvað er sameiginlegt með hundum og nærbuxum?

Samkvæmt þessari frétt er það nú frekar fátt nema að fólk er fljótt að skipta hundunum út þegar þeir stækka.  En mér þykir það ansi skítt þegar gefið er í skyn að fólk sé nokkra mánuði í sömu nærbuxunum því ég get ekki ímyndað mér það að fólk sem fær sér hvolp um jól sé búið að fá leið á honum fyrir áramót.
mbl.is Hundar eins og nærbuxur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föstudagsgrín

ÞESSI ER ALVÖRU....

 

 

Flugvél flaug í gegnum talsvert óveður. Ókyrrðin var mikil og ekki skánaði ástandið þegar eldingu laust niður í annan vænginn.

Ein kona tapaði sér alveg. Hún stóð upp fremst í vélinni og öskraði "Ég er of ung til að deyja!!".

 Síðan kallaði hún "ef ég á að deyja núna þá vil ég að síðustu mínútur mínar í þessu jarðlífi verði minnisverðar.

Er einhver hér í flugvélinni sem getur látið mér líða eins og sannri konu?"

 

Það sló á þögn í vélinni og fólkið starði á örvæntingarfullu konuna fremst í vélinni. Þá stóð karlmaður frá Texas upp aftarlega í vélinni.

Hann var myndarlegur, hávaxinn, vel vaxinn. Hann gekk rólega fram ganginn og byrjaði að hneppa frá sér skyrtunni, einni tölu í einu. Enginn annar hreyfði sig.

Hann fór úr skyrtunni og hnyklaði brjóstvöðvana. Hún tók andköf...

 

Þá, sagði hann...

 

"Straujaðu þessa og færðu mér bjór".

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband