Færsluflokkur: Dægurmál
15.2.2008 | 07:30
Föstudagsgrín
Kaupfélagsstjóranum leist vel á unga manninn þrátt fyrir ungan aldur og reynsluleysi, en hann hafði sína efasemdir og fór þar af leiðandi í verslunina til stráksins, um kvöldið eftir fyrsta daginn, til að vita hvernig hefði gengið fyrsta daginn.
Hann spurði strákinn hve marga viðskiptavini hann hefði fengið fyrsta daginn.Bara einn sagði stráksi.Þetta fannst nú Kaupfélagsstjóranum ekki merkilegt og var nú ekki laust við að hann fengi bakþanka en hann spurði strákinn hvað hann hefði nú selt, þessum eina viðskiptavini mikið.Fimm milljónir eitthundrað nítíu og þrjú þúsund níu hundruð þrjátíu og sjö svaraði strákurinn.Hvað seldirðu honum eiginlega? Spurði Kaupfélagsstjórinn alveg hissa.Jú sjáðu til sagði strákurinn, fyrst seldi ég honum lítinn öngul, síðan seldi ég honum miðlungsstóran öngul, þá stóran öngul, svo veiðistöng þá spurði ég hann hvar hann ætlaði að veiða. Hann sagðist ætla að veiða í vatni uppi á heiði og þá sagði ég honum að hann þyrfti bát og seldi honum plastbát með 40. Ha utanborðsmótor. Þá sagði maðurinn að hann gæti nú aldrei flutt bátinn á Bjöllunni sinni svo ég fór með hann í véladeildina og seldi honum nýjan Land-Róver. Nú var andlitið hálfdottið af Kaupfélagsstjóranum og hann sagði: Maðurinn kemur hér inn til að kaupa einn lítinn öngul og veiðistöng og þú selur honum bæði bát og bíl!Nei, nei, sagði strákurinn.Hann kom hingað til þess að kaupa dömubindi fyrir konuna sína og ég spurði hann að því að fyrst helgin væri hvort eð er ónýt, hvort ekki væri tilvalið fyrir hann að skella sér bara í veiði!Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.2.2008 | 09:55
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
1.2.2008 | 09:26
Föstudagsgrín
Dæmi um allt of erfiðar spurningar
Ljóskan tekur þátt í Viltu vinna milljón
Hér kemur fyrsta spurningin
1. Hve langan tíma tók 100 ára stríðið?
a) 116 ár
b) 99 ár
c) 100 ár
d) 150 ár
-Hún sat hjá í þessari spurningu2. Í hvaða landi er Panama hatturinn fundinn upp?
a) Brasilíu
b) Chile
c) Panama
d) Equador
-Ljóskan spyr salinn
3. Í hvaða mánuði er október byltingin haldin hátíðleg?
a) janúar
b) september
c) október
d) nóvember
-Ljóskan hringdi í vin
4. Hvert er skírnarnafn Georgs konungs VI?
a) Albert
b) Georg
c) Manuel
d) Robert
-Ljóskan tekur út tvö röng svör
5. Eftir hvaða dýri eru Kanaríeyjar nefndar?
a) Kanarí fugli
b) Kengúru
c) Sel
d) Rottu
-Ljóskan hættir keppni
Ef þú heldur að þú sért vitrari en ljóskan og hlærð að henni, skaltu lesa réttu svörin hér að neðan:
1. 100 ára stríðið tók 116 ár, frá 1337 til 1453
2. Panamahatturinn var hannaður í Equador
3. Október byltingin er haldin 7. Nóvember
4. Georg konungur VI hét Albert. 1936 skipti hann um nafn.
5. Kanaríeyjar eru nefndar eftir sel. Latneska nafnið er Insukaria Canaria sem þýðir Selseyjar.
Svaraðu nú; hver veit betur þú eða ljóskan??
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.1.2008 | 08:56
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2008 | 10:39
Föstudagsgrín
Stutt gamansaga í tilefni þess að það er föstudagur:
Í heimsókn sinni á geðveikrahælið spurði einn gesturinn deildarstjórann hvaða aðferð læknarnir beittu til að ákvarða hvort leggja ætti sjúkling inn á hælið eður ei.
,,Sko," sagði deildarstjórinn, ,,við fyllum baðkar af vatni. Svo bjóðum við sjúklingnum teskeið, tebolla eða fötu til að tæma baðkarið."
,,Aaa...., ég skil," sagði gesturinn, ,,heilbrigð manneskja mundi þá velja fötuna, þar sem hún er stærri en teskeiðin og tebollinn og auðveldast að tæma baðkarið þannig!"
,,Nei," sagði deildarstjórinn, ,,heilbrigð manneskja mundi taka tappann úr.
Má bjóða þér herbergi með eða án glugga?"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.1.2008 | 07:49
Föstudagsgrín
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
4.1.2008 | 07:04
Föstudagsgrín
PÉTUR LUVÍ ólst upp í smábæ fyrir austan, flytur síðan suður til að læra lögfræði í háskólanum. Hann ákveður hins vegar að flytja aftur austur að námi loknu vegna þess að hann gæti orðið stórkall í litla bænum og gengið í augun á öllum. Hann opnar sína eigin lögfræðistofu, en viðskiptin ganga mjög hægt í byrjun. Dag nokkurn sér hann mann koma gangandi upp að skrifstofunni. Hann ákveður að láta þennan nýja viðskiptavin fá á tilfinninguna að hann sé að hefja viðskipti við stórkall í lögfræði heiminum. Þegar maðurinn kemur inn þykist PÉTUR vera að tala í símann. Hann patar eitthvað með fingrunum um leið og hann talar í símann sem maðurinn skilur sem svo að hann eigi að fá sér sæti. "Nei, alls ekki. Þú skalt sko segja þessum trúðum í DELTA að ég semji ekki um málið fyrir minna en 15 milljónir. Já. Áfrýjunardómstóllinn hefur sæst á að taka málið fyrir um næstu helgi. Ég kem til með að flytja málið sjálfur, en úrvalið úr liði mínu kemur til með að afla gagna sem þarf til. Segðu saksóknara að ég komi suður næstu helgi og þá getum við rætt smáatriði málsins." Svona gekk þetta í næstum 5 mínútur. Á meðan sat maðurinn hinn rólegasti á meðan PÉTUR malaði í símann. Loksins lætur PÉTUR niður tólið og segir: "Fyrirgefðu biðina, en eins og þú sérð þá er ég mjög upptekinn. Hvað get ég gert fyrir þig?" Maðurinn svarar, "Ég er frá Símanum. Ég er kominn til að tengja símann hjá þér."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.12.2007 | 11:29
Föstudagsgrín
Fjórir félagar, giftir og ráðsettir, voru búnir að ákveða að fara á gæsaveiðar. Á föstudagskvöldið ætluðu þeir að hittast við Select Vesturlandsveg og leggja saman af stað og það yrði að vera ekki seinna en 23.00.
Sá fyrsti mætir og sér að hann er einn mættur og klukkan rétt að slá ellefu.
Stuttu síðar kemur annar og þá er klukkan orðin ellefu. "Ég ætlaði aldrei að komast út maður,
konan var sko ekki sátt við þetta svo ég varð að lofa því að fara með henni á jólahlaðborð í Perlunni."
Sá þriðji er rétt að renna í hlað og segir farir sínar ekki sléttar.
"Ég átti nú bara ekki að fá að koma með ykkur strákar því konan var alveg óð að ég skuli taka jeppann. Ég varð að lofa henni að skipta út
fólksbílnum og kaupa jeppling handa henni."
Sá fjórði kemur þegar klukkan er rétt um hálf tólf. "Æ,æ, æ... ég er svo aldeilis a á þessum konum. Ég varð að lofa helgarferð til Glasgow fyrir jólin til að komast í þessa ferð strákar....helgarferð...hvorki meira né minna."
Þá segir sá sem fyrstur mætti. " Strákar, það er ömurlegt að heyra í ykkur vælið. Ég var mættur hér tímanlega og það var ekkert mál með mína konu."
"Nú...hvað er þetta, rosalega ertu heppinn," segja þeir þrír í kór.
"Nei, strákar þetta er ekki heppni!"
"Nú hvað þá?" spyrja strákarnir vin sinn.
"Þegar hún var að fara sofa mætti ég nakinn í svefnherbergið og sagði við hana, Do-do eða ég að skjóta gæs?"
"Og hvað sagði hún?"
"Hún sagði bara, klæddu þig vel og farðu varlega ástin mín!"Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.12.2007 | 08:03
Föstudagsgrín
Eldri hjón voru á ferðalagi á húsbíl í Bandaríkjunum.
Allt í einu skýst eitthvað út á veginn og lendir undir bílnum. Þau stoppa og athuga málið og sjá að það liggur skunkur á veginum. Virðist hann vera með lífsmarki svo þau ákveða að taka hann með og fara með hann til næsta dýralæknis.
Þau taka skunkinn og leggja á gólfið í bílnum og keyra af stað.
"Skunkurinn skelfur", segir konan,
" .ætli honum sé ekki bara kalt".
Settu hann þá á milli fótanna á þér", segir maðurinn.
"...en lyktin?", segir konan.
..já,haltu bara fyrir nefið á honum
14.12.2007 | 07:53
Föstudagsgrín
Stúdentar í læknisfræði við Háskólann eru að fá sína fyrstu kennslustund í krufningu með alvöru líki. Þeir komu sér allir saman í kringum skurðarborðið þar sem líkið lá undir hvítu laki. Síðan byrjar prófessorinn kennsluna: "Í læknavísindunum er nauðsynlegt að hafa tvo kosti.
Sá fyrri er að maður má ekki láta neitt vekja upp hjá sér viðbjóð." Hann tekur síðan lakið af líkinu, stingur puttanum upp í rassinn á því og sýgur síðan puttann. "Núna vil ég að þið gerið slíkt hið sama!"
Stúdentarnir fengu áfall, en hikandi byrjuðu þeir að stinga puttanum upp í rassinn á líkinu og sjúga síðan puttann.
Þegar allir voru búnir, segir prófessorinn: "Seinni kosturinn er athygli.
Ég setti löngutöng inn, en saug vísifingur. Fylgjast með, gott fólk..."
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)