Færsluflokkur: Dægurmál

Föstudagsgrín

Þessi er dagsönn:hjón úr Mosfellsbænum Lögregluþjónn stöðvaði mann á fallegum brúnum Mersedes Benz á Vesturlandsvegi hér í Mosfellsbæ og auk ökumanns sem er virðulegur eldri maður var konan hans í bílnum. Lögreglumaðurinn: "Þú ókst að minnsta kosti á 120 km hraða og veist væntanlega að leyfilegur hámarkshraði er aðeins 90 km á klst." Maðurinn: "Nei þetta er ekki rétt hjá þér, ég var á tæplega 100.." Konan: "Láttu ekki svona elskan mín, þú varst á 140, ég sá það." Lögreglumaðurinn: "Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að annað bremsuljósið er brotið." Maðurinn: "Brotið bremsuljós? Ég vissi það bara ekki!" Konan: "Æ, elskan mín, þú veist að það er búið að vera brotið í nokkrar vikur." Lögreglumaðurinn: "Ég þarf einnig að setja á sektarmiðann að þú hafir ekki verið með öryggisbelti." Maðurinn: "Heyrðu, láttu nú ekki svona ég losaði mig úr beltinu þegar þú stoppaðir mig." Konan: "Elsku kallinn minn , ekki segja svona, þú notar aldrei öryggisbeltið.." Maðurinn er nú greinilega orðinn eitthvað pirraður yfir konunni, hann snýr sér að henni og öskrar á hana: "Reyndu nú að þegja einu sinni!" Lögreglumanninum var farið að finnast þetta nokkuð skemmtilegt svo hann sneri sér að konunni og spurði hana: "Frú, talar maðurinn þinn alltaf svona við þig?" Konan: "Nei, bara þegar hann er fullur."

Tíu þúsund eru tíu þúsund.

Guðjón og Guðrún konan hans bjuggu í Mosfellsbæ, nálægt
flugvellinum þar sem listflugvélar hafa aðsetur og æfa sig.
Oft og mörgu sinnum horfði Guðjón á þessar flugvélar leika
allskonar listir og hann fékk sér oft göngutúr til að skoða
vélarnar.

"Guðrún mín," segir Guðjón við konuna sína. "Mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél!
"

Guðrún, sem stóð rétt hjá flugmanninum svarar Guðjóni strax
Og segir: "Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu
þúsund eru tíu þúsund
."

Svona gekk þetta hvað eftir annað og alltaf mátti Guðjón,
karlanginn heyra í viðurvist flugmannsins sem stóð og gerði
vélina sína klára fyrir æfingaflug, skammyrði frá Guðrúnu
konunni sinni að flugið kosti tíu þúsund og að tíu þúsund
séu tíu þúsund krónur!

Einn sólríkan dag komu þau hjónin að flugmanninum og aftur
segir Guðjón við Guðrúnu sína: "Guðrún mín, mig langar svo
að fara í flugferð með svona listflugvél. Ég er orðin
háaldraður og ef ég fæ ekki að fara núna mun ég aldrei fá
að upplifa það að fara í svona vél
!"

Guðrún er söm við sig og svarar á sama hátt og alltaf:
"Guðjón, veistu að flugið kostar tíu þúsund og tíu þúsund
eru tíu þúsund
."

En þá vippar flugmaðurinn sér að þeim og segir: "Heyrið nú
kæru hjón. Ég skal fljúga með ykkur bæði en það er aðeins
með einu skilyrði og það er að þið megið ekkert segja á
meðan á fluginu stendur-engin öskur eða neitt
!"

"Ef þið segið eitthvað á meðan við erum í loftinu þá verðið
þið að borga mér tíu þúsund krónur
."

Þau hjónin tóku þessu boði strax og voru viss að þau gætu
haldið þetta út.

Flugmaðurinn flaug með þau í allskonar hringi, tók dýfur,
steypti vélinni niður, drap á henni og gerði allt til að
hræða þau hjónin og fá þau til að segja eitthvað svo að
hann myndi vinna sér inn tíu þúsund krónur. Flugmaðurinn
lenti svo vélinni og sagði: "Ja hérna hér... ég reyndi að
gera allt sem ég mögulega gat en það kom ekki eitt hljóð
frá ykkur og þetta er alveg magnað
."
Þá segir Guðjón sem sat rólegur og sæll yfir fluginu:
"Ja...ég ætlaði að fara segja eitthvað við þið þegar Guðrún
datt út úr vélinni er þú hvolfdir henni, en tíu þúsund er
tíu þúsund!
"

Óheppilega orðaðar auglýsingar.

  1. Sérstakur hádegisverðarmatseðill:  Kjúklingur  eða buff kr. 600, kalkúnn kr. 550, börn kr. 300.
  2. Til sölu:  Antikskrifborð, hentar vel dömum með þykkar fætur og stórar skúffur.
  3. Nú hefur þú tækifæri til að láta gata á þér eyrun og fá extra par með þér heim.
  4. Við eyðileggjum ekki fötin þín í óvönduðum vélum, við gerum það varanlega í höndunum.
  5. Til sölu nokkrir gamlir kjólar af ömmu í góðu ástandi.
  6. Þetta hótel býður upp á bowlingsali, tennisvelli, þægileg rúm og aðra íþróttaaðstöðu.
  7. Brauðrist:  Gjöfin sem allir fjölskyldumeðlimirnir elska, brennir brauðið sjálfvirkt.
  8. Ísafjarðarkaupstaður:  Starfsmann vantar, kvenmann til starfa.
  9. Notaðir bílar:  Því að fara annað og láta svíkja sig?  Komdu til okkar.
  10. Vantar mann í dínamítsverksmiðju. Þarf að vera tilbúinn til að ferðast.
  11. Vinna í boði fyrir mann til að hugsa um kú sem hvorki reykir né drekkur..
  12. Ólæs?  Skrifaðu okkur strax í dag og við munum veita þér ókeypis aðstoð.

Föstudagsgrín

Feðgar af Ströndum komu í fyrsta sinn til Reykjavíkur og fóru meðal
annars í fyrsta sinn í Perluna. Hakan á þeim féll oní bringu oft og
einatt í ferðinni svo undrandi voru þeir á mörgu sem fyrir augu bar
sem ekki var að finna í sveitinni.
Sérstaklega vakti þó athygli þeirra í Perlunni tveir glansandi
silfurlitaðir veggir sem ýmist opnuðust eða lokuðust.
 
Drenghnokkinn spurði: Hvað er þetta eiginlega, pabbi? Faðirinn, sem
hafði aldrei séð lyftu fyrr á ævinni svaraði: Sonur sæll, ég hef
aldrei séð nokkuð þessu líkt á ævinni og ég veit hreinlega ekki hvað
þetta er.
 
Meðan feðgarnir stóðu hugfangnir fyrir framan veggina með
undrunarsvip á andlitinu bar þar að þéttholda konu í hjólastól sem
ók að hreyfanlegu veggjunum og þrýsti þar á hnapp. Veggirnir
opnuðust og konan í hjólastólnum fór inn í lítið rými. Síðan
lokuðust veggirnir og Strandafeðgar horfðu á litla hringlaga hnappa
með tölustöfum sem blikkuðu með reglulegu millibili.
 
Þeir fylgdust með þessu uns efstu tölunni var náð og þá fóru ljósin
að blikka í öfugri röð. Að lokum opnuðust veggirnir og út gekk
glæsileg ljóshærð kona á þrítugsaldri.
 
Faðirinn sem starði dolfallinn á ungu konuna hnippti í soninn og
hvíslaði í eyra hans: "Farðu og sæktu mömmu þína."

Föstudagsgrín

Einu sinni fóru hjón í ferð til Englands, Þau fengu fallegt herbergi á hóteli og planið var að fara á leikinn Manchester United-Arsenal. Þegar þau koma inn á baðherbergið sjá þau að það er enginn krókur til þess að hengja handklæði á. Þau ákveða að skrúfa nokkra króka í vegginn, en þeim finnst betra að hringja, og biðjast leyfis hjá húsverðinum.
Þau ákveða að kallinn fari og kaupi skrúfur og hún hringi..en hún var ekki góð í ensku og hljóðaði símtal konunnar svona:

Konan: jess, hello, ken æ tokk tú ðe hotels janitor..
Bryti: yes, hold one moment.
Konan: þank jú..
Húsvörður: Yeah hello?
Konan: Jess, is þiss ðe janitor?
Húsvörður: Yeahh i am the janitor,how can i help you?

Konan: æ was wondering..ken mæ hösband skrúf som húkkers in ár baþþrúm?


Gullkorn!

Þegar hin eini sanni kvenskörungur Halldóra Bjarnadóttir varð 100 ára, kom til hennar fréttamaður útvarps og tók við hana viðtal.  Það kom fréttamanninum verulega á óvart hvað hin aldna kona var vel að sér um allt sem var að gerast í þjóðfélaginu og fannst honum að margir henni yngri mættu vera ánægðir með að búa yfir hennar andlegu heilsu.  Fréttamaðurinn endaði viðtalið við hana á þeim orðum að hann ætlaði að koma til hennar í heimsókn þegar hún yrði 150 ára.  Þá varð þögn en svo sagði hún: "Hu, þú verður löngu dauður".

Föstudagsgrín

Jói varð fyrir því láni að frændi hans í Ástralíu sendi honum glæsilegt fallegt reiðhjól.  Jói var að sjálfsögðu afar ánægður með nýja hjólið sitt og áleit að slíkur kostagripur væri vandfundinn.  Einn hængur var þó á.  Með hjólinu fylgdi vaselín dolla og miði sem á stóð að ef það skildi fara að rigna þá þyrfti Jói að bera vaselín á hnakkinn, en hann var úr kengúruskinni og myndi skemmast ef þetta væri ekki gert.  Jóa fannst þetta nú bara lítið mál, settist á hjólið sitt og hjólaði af stað.  Þar sem hjólið var svo frábært þá gleymdi hann sér alveg, var kominn langt út í sveit og það var að koma myrkur.  Hann stoppaði því á næsta bóndabæ og bankaði á hurðina.  Bóndinn kom til dyra og sagði að honum væri velkomið að vera í kvöldmat og gista en það væri þó ein regla í þessu húsi. Það er STRANGLEGA bannað að tala á meðan á kvöldverðinum stæði.  Sá sem talar þarf að vaska upp. Jói leit inn í eldhúsið og sá þriggja mánaða uppvask, grænt og ógeðslegt. Ákvað hann á þeirri stundu að halda kjafti á meðan á matarhaldinu stæði.  Kvöldmaturinn hófst og varð Jói var við að heimasætan var nú ansi fögur og byrjaði hún um leið að reyna við hann. Hann stóðst ekki mátið og átti við hana mök undir matarborðinu.  Bóndinn var að sjálfsögðu reiður en sagði þó ekki neitt.  Maturinn hélt áfram og tók Jói eftir því að yngri dóttir bóndans var nú ekki ófríð heldur og áhugi hennar á honum var ansi mikill.  Hann átti við hana kynmök í horni eldhússins.  Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur en sagði þó ekki neitt, enda mikið uppvask í eldhúsinu.  Maturinn hélt áfram og Jói tók eftir því að kona bóndans var nú ekki slæm.  Hún vildi helst ekki vera útundan svo Jói skellti henni upp á borð og tók hana fyrir framan bóndann. Bóndinn var orðinn sjóðandi vondur, hissa og hálf grenjandi yfir dirfsku Jóa.  Maturinn hélt áfram og enginn sagði neitt. Í því leit Jói út um gluggann og sá að það var að byrja að rigna, hann reif upp vaselín dolluna.  Þá stóð bóndinn upp og öskraði: "JÁ, NEI NEI ÉG SKAL BARA VASKA UPP".

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband