Færsluflokkur: Samgöngur
25.1.2016 | 08:46
ÞAÐ ER HELDUR EKKI SJÁLFGEFIÐ AÐ ÞAÐ VERÐI "FÆRT" Í LANDEYJAHÖFN
Svo það er vissara að hafa "plan B" tiltækt ef eitthvað þvíumlíkt myndi koma upp.
![]() |
Landeyjahöfn mikilvæg komi til rýmingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2015 | 06:05
"Í KARTÖFLUGARÐINUM HEIMA"........
...Söng Árni Johnsen af mikilli innlifun hérna um árið. Ætli hann hafi grunað þá að hann væri að syngja (gaula) um DÝRASTA og FRÆGASTA kartöflugarð sögunnar, LANDEYJAHÖFN. Hvenær ætli verði hægt að fara að setja niður kartöflur þarna?????
![]() |
Yfir 700.000 rúmmetra dýpkun í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2015 | 16:04
ÁFRAM ER HALDIÐ MEÐ BRUÐLIÐ OG HANDARBAKSVINNUBRÖGÐIN
En ekki dettur mönnum í hug að ráðast að rótum vandans og leysa úr samgöngumálunum milli Lands og Eyja eins og menn....
![]() |
147 milljónir í hönnun nýs Herjólfs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.11.2015 | 15:08
NÚ ÞARF INNANRÍKISRÁÐHERRA AÐ FARA AÐ SÝNA AÐ HÚN SÉ MEÐ BEIN Í NEFINU
En ekki brjósk eða eitthvað enn linara. Borgarstjóri virðist ekki alveg hafa lesið samninginn, sem hann og Jón Gnarr gerðu við Hönnu Birnu á sínum tíma. Ef sá samningur er skoðaður kemur þar fram að það eigi að loka NA/SV brautinni þegar annað úrræði sé fyrir hendi. En annað úrræði er ekki til staðar svo borgarstjóri getur sparað sér málaferlin við ríkið en hann þarf að búa sig undir að Valsmenn fari í mál við borgina. En frekar þykir mér Innanríkisráðherra taka á þessu máli með silkihönskum og þannig að hún vilji ekki "styggja" neinn en því miður er það bara þannig að það getur aldrei orðið góður stjórnandi sem ætlar að vera allra vinur. Það verður alltaf að taka einhverjar óvinsælar ákvarðanir sem snerta einhverja aðila á góðan eða slæman hátt. Er ekki næsta skref að fara að dusta rykið af tillögu Höskuldar Þórs Þórhallssonar, þess efnis að taka skipulagsvaldið á alþjóðaflugvöllum af sveitarfélögunum og færa það til ríkisins?
![]() |
Ráðherra hafnar kröfu borgarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.10.2015 | 11:18
Á EKKERT AÐ BREGÐAST VIÐ?
"It's now or never" Það er alveg með ólíkindum hvernig "flugvallarfasistarnir" í meirihlutanum í Reykjavík og viðhengi þeirra geta endalaust komist upp með að TEYGJA SIG AÐEINS LENGRA Í FRAMKVÆMDUM VIÐ REYKJAVÍKURFLUGVÖLL þar ekki verður aftur snúið. Og til að bíta höfuðið af skömminni ætla verktakarnir að sækja um leyfi fyrir byggingakrana á svæðið hjá Samgöngustofu og Samgöngustofa fær svo umsögn hjá Ísavía, sem er yfirlýstur andstæðingur flugvallar í Vatnsmýrinni. Þetta er svo augljóst "plott" á meðan situr Innanríkisráðherra bara og veit ekki nokkurn skapaðan hlut hvað er til ráða. Hvað varð um tillögu Höskuldar Þórhallssonar, um að ríkið tæki skipulagsvaldið af þeim sveitafélögum sem eru með alþjóðaflugvöll innan sinna bæjarmarka? Nú er runnin upp ÖGURSTUND í þessum málum. Það er alveg á hreinu að við höfum ekki ráð á að byggja upp annan flugvöll fyrir innanlandsflugið og því VERÐUR að búa almennilega að þessum velli þar til annað verður í sjónmáli.....
![]() |
Þurfa ekki kranann til að byggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.10.2015 | 08:29
ÞÁ VIRÐIST VERA KOMINN TÍMI TIL AÐGERÐA AF HENDI RÍKISSTJÓRNARINNAR
Ef Borgarbatteríið og þeir aðilar sem eru í samkrulli við það, ætla að HUNSA vilja ríkisvaldsins, meirihluta kjósenda og landsmanna allra, verður bara að láta hart mæta hörðu og fara út í aðgerðir gagnvart þessum aðilum og Borgarbatteríinu..........
![]() |
Valsmenn hf. halda sínu striki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2015 | 08:15
ER ÞÁ LOKSINS AÐ KOMA EINHVER HREIFING Á MÁLIÐ???
Þetta er í fyrsta skipti sem það sést opinberlega rætt um að MISTÖK hafi átt sér stað varðandi Landeyjahöfn. En af þessari frétt má ráða að það standi til að láta þessi mistök VINDA UPP Á SIG og verða enn meiri í stað þess að læra af þessari vitleysu og VINDA OFAN AF ÞEIM og vinna framhald málsins eins og menn.
![]() |
„Þetta er vitlaus nálgun“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.8.2015 | 15:24
EN EIGA FARGJÖLDIN EKKI AÐ EINHVERJU LEITI AÐ RÁÐAST AF REKSTRARKOSTNAÐI Á VIÐKOMANDI LEIÐ???
Bara svo sé tekið lítið dæmi þá eru 49 kílómetrar milli Akraness og Reykjavíkur og kosta 800 krónur fargjaldið þar á milli en til Keflavíkur eru 46 kílómetrar frá Reykjavík en þangað kostar 1.600 krónur að fara. Hvað ræður verðlagningunni?
![]() |
Strætó í öngstræti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.8.2015 | 09:31
ÞAÐ VAR NÚ ÁSTÆÐAN FYRIR ÞESSARI FRAMKVÆMD Í UPPHAFI
Forsvarsmenn Siglingastofnunar og fleiri, töldu ekki nokkra ástæðu til að hlusta á viðvörunarraddir, því þeir töldu sig vita allt sem vita þyrfti. VAR ÞAÐ ÞÁ BARA FYRIR HEIMÓTTARSKAP OG AULAHÁTT, SEM FARIÐ VAR Í ÞESSA FRAMKVÆMD?????
![]() |
Heimóttarlegt að halda sig vita best |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | Breytt s.d. kl. 11:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og gera þetta að öðru "Landeyjarhafnarrugli" á þeirri forsendu að það sé þegar búið að setja svo mikið fjármagn í þetta og gera þá tapið ennþá meira? Það eru flestir búnir að átta sig á því að á sínum tíma, var þetta gert að "einkaframkvæmd", til þess að ljúga þessi göng framfyrir önnur jarðgöng á landinu. Flumbrugangurinn var svo mikill að ekki vannst tími í nauðsynlegan undirbúning og rannsóknir og það er verið að bíta úr nálinni með það núna. Og svo má alltaf deila um það hversu mikil þörf sé á þessum göngum. Þegar Víkurskarðið er Fnjóskadalurinn yfirleitt mög erfiður ef ekki ófær og ofan á þetta allt þá er gífurleg snjóflóðahætta í Ljósavatnsskarði. En þá munar auvitað öllu fyrir marga að vera veðurtepptur í væntanlegum Vaðlaheiðargöngum.
![]() |
„Tveir plús tveir verða aldrei fimm“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |