Færsluflokkur: Umhverfismál

LOKSINS ER FARIÐ AÐ TAKA Á ÞESSUM "UMHVERFISHRYÐJUVERKAMÖNNUM............

Og þeir látnir bera örlitla ábyrgð á skemmdarverkum sínum og óábyrgri hegðun.  En ég get ekki varist því að brosa út í annað yfir þessari frétt; heldur blaðamaður mbl.is virkilega að þessi maður hafi verið dæmdur fyrir að henda poka með þránuðu smjöri í hvalbát??????
mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á hvalveiðimenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ ER VONANDI AÐ ÞETTA SÉ AÐ LOGNAST ÚTAF Í RÓLEGHEITUM.....

Það verður gott fyrir menn og skepnur á þeim svæðum sem hafa orðið mest fyrir barðinu á þessu þegar þessum ósköpum lýkur og er hægt að hefja uppbyggingu af krafti á svæðinu.  Hingað til hefur allt gengið út á hvernig hægt sé að lifa með þessum ósköpum.
mbl.is Eldgosinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STAÐFESTIR BREYTINGAR Í HAFINU.................

En ekki breytir HAFRÓ neitt sínu meira en 30 ára gömlu togararalli (haugaralli) í samræmi við þær breytingar sem hafa orðið.  Enn er notast við sömu aðferðir og notaðar voru fyrir meira en 30 árum.  Starfsaðferðir HAFRÓ, við stofnstærðarmat á botnfiski á Íslandsmiðum, eru rannsóknarefni út af fyrir sig og þarf engan að undra það að fiskistofnanir "MINNKI" alltaf hjá HAFRÓ.  Það er vitað að fiskurinn er með sporð og notar hann óspart til að komast á milli staða og fer þangað sem frekar er einhver von um að  eitthvað æti sé en heldur sig EKKI á togslóð 223 kl 17.23 23 mars 2010 og meira en 30 ár þar á undan. 
mbl.is Sandhverfa veiðist í Húnaflóanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ ERU HVALVERNDUNARSINNAR ORÐNIR ALVEG RÖKÞROTA...........

Og klingja sífellt á gömlu tilfinningarökunum, sem hafa gengið ágætlega hingað til.  En þegar þeir sáu að þeir voru að tapa áróðurstríðinu þá var ákveðið að skerpa á lyginni um að ekki væri hægt að selja hvalkjötið og allir væru hættir að borða þetta einnig að herða á "AÐGERÐUM" svo ekki yrði mögulegt að flytja kjötið eftir venjulegum leiðum.  Hvað sem öllu líður þá hefur aukin harka færst í þessar deilur.  Það er dæmi um tilfinningarnar sem eru í þessu að þessu hvalverndarliði finnst allt í lagi að slátra beljum og borða þær en að skjóta hvali og borða þá má alls ekki, þeir kera sér ekki nokkra grein fyrir því, miðað við málflutninginn, að uppruni kjötsins sem þeir borða ER EKKI Í KJÖTBORÐUM STÓRMARKAÐA.
mbl.is Hverfandi líkur á samkomulagi um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG HÉLT AÐ ALLT VÆRI AÐ FARA TIL FJ...... VEGNA HLÝNUNAR???????

Skyldi Al Gore vita af þessu og heitir "hlýnunarsinnar"??????
mbl.is Hafís eykst á norðurslóðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ERU "UMHVERFIS - AYJATOLLARNIR" FARNIR AÐ BEITA HARÐARI AÐFERÐUM Í VONLAUSRI BARÁTTU SINNI?????

Gegn hvalveiðum ´fólk er orðið það vel upplýst í dag að það eru mjög fáir sem "falla" fyrir því að hvalir séu í útrýmingarhættu og því eigi ekki að veiða þá.  Þetta hefur verið helsta "vopn" hvalverndunarsinna en nú er allt útlit fyrir að þeir verði að finna upp á einhverri annarri lygi og allt útlit er fyrir að áróðurstríð þeirra GEGN hvalveiðum sé TAPAÐ.  Sagan er nú þannig að Greenpeace-mönnum þótti Paul Watson of "róttækur" og varð það úr að hann var rekinn úr samtökunum, en þegar hann segir frá þá var það hann sem yfirgaf Greenpeace vegna þess að þeir væru ekki nógu og róttækir, þetta varð til að hann stofnaði sín eigin samtök, Sea Sheppard, þessi samtök þóttu lengi vel vera þau sem beitt "hörðustu" aðferðunum en nú er allt útlit fyrir að önnur "umhverfissamtök" séu að taka upp aðferðir þeirra.  Við þurfum nú ekki að horfa lengra en til atviksins í Rotterdam og svo kemur þetta.


mbl.is Reyndu að sökkva norsku hvalveiðiskipi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HVENÆR FENGU, HRYÐJUVERKAMENN GREENPEACE LÖGREGLUVALD?????????

Svo segja þessir "þöngulhausar" "að þeir ætli sér að stöðva lögbrot"  Fyrir það fyrsta þá eru þeir að koma í veg fyrir fullkomlega löglega flutninga, því ALLIR pappírar og leyfi voru í fullkomnu lagi og það er ekki þeirra að ákveða hvað sé löglegt og hvað ekki.  Svo set ég stórt spurningamerki við þátt Hollenskra hafnaryfirvalda, því samkvæmt alþjóðlegum hafnarlögum, sem eru algjörlega umdeild, eiga allar alþjóðlegar hafnir að vera þannig úr garði gerðar að enginn óviðkomandi aðili á að geta komist inn á athafnasvæðið, á þessu virðist hafa orðið misbrestur og við hæfi að rannsókn fari fram á þessu atviki, sem hlýtur að setja afar DÖKKAN blett á Rotterdamhöfn og öryggi hennar.
mbl.is Hefur ekki áhyggjur af kjötinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RUGLUDALLAR

Svo kemur Árni Finnsson í sjónvarpinu og getur ekki séð að það geti verið "hagnaður" af hvalveiðum þegar ekkert af hvalkjötinu frá því í fyrra sé selt.  Kannski þessi ruglukollur geti sagt hvernig í ósköpunum sé hægt að selja kjötið þegar svona vitleysingar gera sig alls staðar gildandi og eru með lygar og bulláróður um alla heimsbyggðina?  Svo verða þessir "Umhverfis - Ayjatollar" alveg kjaftbit á því að það sé gripið til aðgerða gagnvart ruglinu og bullinu í þeim.
mbl.is Grænfriðungar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LOKSINS KEMUR ALMENNILEGT SVAR SEM KVEÐUR ÞETTA ÖFGALIÐ Í KÚTINN!!!!!!!!!!!!

Í mörg ár hefur verið reynt að tala við þessa "ÖFGAHVALVERNDUNARSINNA" á einhverjum vitrænum nótum og alltaf hafa þeir farið út í eitthvað tilfinningakjaftæði og borið fyrir sig einhverjum "rökum" sem ekki einu sinni ættu heima í ævintýrabókum.  Núna hefur komið út skýrsla um þessi mál og kveður hún niður ALLT það sem "ÖFGAHVALVERNDARSINNAR" hafa verið að segja í gegnum árin. Þessi skýrsla er unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands.  Við fyrsta yfirlestur get ég ekki betur séð en að hún sé nokkuð vel unnin en örugglega vegna þess að niðurstaða hennar er EKKI þóknanleg "ÖFGAHVALVERNDARSINNUM" þá koma þeir til með að finna henni allt til foráttu og með sína helstu talsmenn og þá sem síst eru að hafa fyrir því að virða sannleikann þegar þeir tjá sig, þá Árna Finnsson og Sigurstein Másson.  Ef mér skjátlast ekki mikið þá má reikna með því að annar þeirra eða báðir tjái sig um þessa skýrslu í sjónvarpinu í kvöld eða næstu kvöld.
mbl.is Hvalveiðar taldar hagkvæmar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"GRIÐARSVÆÐI HVALA"?????????

Eru þeir fullir þarna hjá samtökum ferðaþjónustunnar eða á sterkum lyfjum???? Nema hvorttveggja sé.  Stækka griðasvæði hvala, er ekki í lagi með mannskapinn???  Fyrir það fyrsta þá eru ENGIN dæmi um það að hvalir hafi verið veiddir á hvalaskoðunarsvæðum en hins vegar eru dæmi um það að hvalaskoðunarbátar hafi farið þangað sem verið var að veiða hval til að sýna .  Svo vil ég bara ítreka það að öll þau ár sem ég starfaði til sjós sá ég ALDREI merkt á sjókortum nein hvalaskoðunarsvæði löngu áður en hvalaskoðun varð til þá var veiddur hvalur á svokölluðum "hvalaskoðunarsvæðum".  Aldrei hefur verið, með neinum haldbærum rökum, verið bent á í hverju "skaðsemi hvalveiða" væri fólgin.  Ég vann skýrslu árið 2008 sem sýndi það að hvalveiðar hafa ENGIN áhrif á hvalaskoðanir ef áhrifin eru einhver þá eru þau frekar í hina áttina, en það mátti ekki koma fram í þessari skýrslu.  En hins vegar kom það fram í Kanadískri skýrslu, sem við komumst yfir í tengslum við þessa rannsókn, að hvalaskoðanir VÆRU EKKI eins heilnæmar og náttúruvænar og haldið væri fram því þær hefðu árhrif á heyrn hvala og yllu því að "staðsetningarbúnaður" þeirra ruglaðist og þar væri komin stærsta ástæðan fyrir hinni miklu aukningu árekstra hvala og skipa og aukningu þess að hvalir sigla á land og stranda. Samtök ferðaþjónustunnar ættu frekar að einbeita sér að því að þessar tvær atvinnugreinar vinni saman, hvalaskoðanir og hvalveiðar, heldur en að vera að hlaupa eftir svona öfgum og vitleysu og reka þannig fleyg á milli þessara tveggja greina.
mbl.is Ítreka fyrri ályktanir um hvalveiðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband