Færsluflokkur: Íþróttir
7.5.2016 | 12:13
"HEART OF GOLD" GEFUR GULLIÐ OG MIKIÐ AF SÉR..........
Þegar ég las þetta fyrirgaf ég KR fyrir að hafa unnuð Haukana í oddaleiknum. Pavel er greinilega gull af manni og meiriháttar fyrirmynd. Það er annað hægt en að bera mikla virðingu fyrir svona manni.
![]() |
Pavel gefur alltaf gullin sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2016 | 17:26
HAUKARNIR SÝNDU ÞAÐ BARA SVART Á HVÍTU HVERJIR STANDA UPPÚR
En það verður ekki tekið af ÍBV að þeir spiluðu alveg frábærlega í þessari keppni og þeir voru vissulega óheppnir að dragast á móti Haukum í undanúrslitum, því vissulega hefði verið gaman ef Haukar og ÍBV hefðu spilað til úrslita það hefði verið nánast endurtekning á úrslitakeppninni 2014 að öllu leiti, nema sigurinn hefði lent Haukamegin.....
![]() |
Haukar í úrslit eftir háspennuleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hún er alveg sérstök, hefur leikið af lífi og sál og það hefur verið alveg sérstaklega skemmtilegt að fylgjast með hversu vel hún lifir sig inn í leikinn og þá sérstaklega hversu innilega hún fagnar hverju vörðu skoti. Þær eru ekki margar sem hafa gert jafn mikið fyrir Íslenskan handbolta og hún hefur gert.
![]() |
Florentina úr leik? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2016 | 07:58
VONANDI VERÐA ALLIR LEIKMENN ÍSLENSKA LIÐSINS MEÐ
Það virðist hafa orðið mikið spennufall hjá liðsmönnum Íslenska landsliðsins, EFTIR að þeir tryggðu sér farseðilinn á EM í Frakklandi, því síðan þá hefur gengi liðsins verið alveg hörmulegt. ÞAÐ ER NÚ VARLA SEINNA AÐ VÆNNA FYRIR ÞÁ AÐ FARA AÐ TAKA SIG Á............
![]() |
Lærdómsríkur leikur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2016 | 09:03
MENN VERÐA ÞÁ AÐ VERA TILBÚNIR TIL AÐ VINNA FYRIR ÞVÍ........
En ekki bara að bíða eftir því að boltanum sé spilað til þeirra. Helsta vandamálið við suma í liðinu virðist vera að þeir lýta svo á að þeir séu fastamenn í liðinu og þurfi ekki að sýna neitt sérstakt af sér til að vera valdir. Kannski þarf að breyta einhverju þarna? Það er nú mikill spekingur, sem fer alveg hamförum hérna á blogginu, sem hefur örugglega öll svör við þessu og meira til. Lars og Heimir ættu að leita til hans og þá ynni liðið örugglega EM næstkomandi sumar.
![]() |
Vildum ólmir vinna Danina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þetta er maður hér á Moggablogginu, sem hefur tjáð sig mikið um hvers konar mistök þjálfarar þessara beggja landsliða hafa gert í vali sínu á mannskap til að spila fyrir hönd landsins og hversu vinnubrögð þeirra séu ú takt við það sem gengur og gerist. Þessi aðili umber það ekki að menn séu ekki á sama máli og hann og umber ekki neitt fjandans múður. Hann fer vel yfir allar athugasemdir sem menn gera á blogginu hans og ef menn eru ekki sammála honum þá er þeim bara umsvifalaust kastað út. Þarna er kominn maðurinn sem HSÍ og KSÍ og jafnvel fleiri, þurfa á að halda og hvet ég forráðmenn þessara og fleiri íþróttasambanda að tryggja sér starfskrafta hans.
![]() |
Vonandi nýr landsliðsþjálfari í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.2.2016 | 11:11
"EKKI ER EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"
Ekki get ég sagt að þessi grein í Norska Dagbladet hafi komið mér neitt á óvart SJÁ HÉR en fyrr má nú rota en dauðrota. Norðmenn eru MJÖG tapsárir en svona lagað gerir nú hlutina ekki betri og þá sérstaklega út á við.
![]() |
Bronsið færir Berge góða uppbót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2016 | 15:56
NORÐMENN SENDA ÖRUGGLEGA INN KVÖRTUN.......
En það skal alveg viðurkennt að en dómarnir í lok leiksins voru ansi "vafasamir" svo ekki sé nú meira sagt og þá sérstaklega þessar tvær síðustu brottvísanir, sem Norðmenn fengu. En svona heilt yfirstóðu dómararnir sig alveg ágætlega og dómgæslan réði ekkert úrslitum í þessum leik. Það var nokkuð augljóst í byrjun að Króatarnir ætluðu sér EKKI að tapa tvisvar fyrir Norðmönnum á þessu móti. Króatarnir virtust bara hafa meira úthald og höfðu bara meiri trú á að þeir gætu tekið bronsið, en aftur á móti voru Norðmenn komnir mun lengra á þessu móti en nokkur reiknaði með og þar á meðal leikmennirnir sjálfir og í því held ég að stærsti munurinn liggi.
![]() |
Króatía nældi í bronsið og sæti á HM |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.1.2016 | 22:31
SVONA FINNST MÖNNUM AÐ TAKA EIGI TAPI
Finnst þeim virkilega líklegt að einhver taki mark á þessu "væli" í þeim??????
![]() |
Norðmenn leggja fram kæru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þessi maður hefur farið hamförum hérna á blogginu í gagnrýni sinni á störf þjálfaranna í báðum þessum boltagreinum og hefur verið mjög ósáttur við val þeirra á mannskap. En á sama tíma virðist þessi sami maður þola afskaplega illa gagnrýni á það sem hann sjálfur er að "predika". Hann hefur þann háttinn á að hann þarf að samþykkja allar athugasemdir, sem koma á bloggið hans og þeir sem eru honum ekki sammála, eru einfaldlega ekki inni. En þessi maður telur greinilega að hann geti "kennt" núverandi þjálfurum landsliðanna í fótbolta og handbolta ýmislegt og kannski ættu þeir að leita til hans eftir aðstoð?
![]() |
Íslenskur sigur á Finnum í fyrsta leik ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)