Færsluflokkur: Íþróttir

ALLT ANNAÐ AÐ SJÁ LEIK LIÐSINS EN Í GÆR

Jú vissulega var vörnin allt önnur en í gær en það hversu markvarslan er óstöðug skýrir það ekki alveg.  Því Björgvin var að "taka" skot maður á móti manni og þar af hraðaupphlaup og vítaskot en hann var alveg "staður" í markinu í gær og stundum var engu líkara en hann væri bara ekki í markinu.  Það virtist aðeins hreyfa við honum þegar hann var tekinn útaf, því hann tók aðeins við sér þegar hann kom inn á aftur og varði þá einhver skot.  "Heimadómgæslan" var svolítið augljós og þó sérstaklega í leiknum í gær en ég held að hún hafi svo sem ekki haft nein úrslitaáhrif.  En  vissulega eykur leikur liðsins í dag bjartsýnina fyrir komandi mót og sýnir að Aron Kristjánsson og félagar eru  á réttri leið.....


mbl.is Þriggja marka sigur í síðasta leik fyrir EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MJÖG GÓÐ NIÐURSTAÐA

Og ég trúi ekki öðru en að flestir séu mjög ánægðir með þessa niðurstöðu.  Ég verð að viðurkenna það að ég var svolítið smeykur um að Gylfi Þór myndi vinna titilinn, aðallega vegna þess að mér hefur fundist íþróttafréttamenn gera fótboltanum full hátt undir höfði og fjalla mest um hann.  Munurinn er bara sá að Gylfi Þór fær mjög vel greitt fyrir sína vinnu og þarf ekki að hafa neinar fjárhagsáhyggjur, sem er bara virkilega gott en svo ætti að vera með alla okkar afreksíþróttamenn, sama hvaða íþrótt þeir leggja stund á.  Sundfólkið okkar hefur átt virkilega gott ár en mestu afrekin komu í lok ársins og því ekki víst að allt hafi verið komið þegar kosning íþróttamanns ársins 2015 fór fram og því  kæmi  það mér ekki á óvart þótt Hrafnhildur Lúthersdóttir "ætti" næsta ár.


mbl.is Eygló íþróttamaður ársins 2015
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KALLGREYIÐ HANN EINAR, ÞJÁLFARI AFTURELDINGAR.......

Það virðast ætla að verða örlög hans, sem þjálfara, að tapa fyrir HAUKUM.  Þetta hófst á því að hann var aðstoðarþjálfari hjá FH, síðan varð hann aðalþjálfari FH og eins og flestir vita þá er hann aðalþjálfari AFTURELDINGAR í dag.  Vissulega hefur dottið inn einn og einn sigur gegn HAUKUM í gegnum tíðina hjá honum en töpin eru  í miklum meirihluta og ekki útlit fyrir stóra breytingu þar ..


mbl.is Haukarnir eru óstöðvandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KOM LÍKA Í LJÓS HVERSU MIKILVÆGUR ARON EINAR ER FYRIR LIÐIÐ.

Það er örugglega mikið til í þessu hjá Loga þó svo að enginn vilji viðurkenna það.  Og svo held ég að það hafi komið í ljós þarna hversu mikilvægur landsliðsfyrirliðinn er, þarna er ég alls ekki að gagnrýna Emil  Hallfreðsson á nokkurn hátt, hann hefur sýnt að hann er frábær fótboltamaður og vex frekar en hitt, en Aron Einar er gæddur miklum forystuhæfileikum og er alveg frábær í að "peppa" menn upp og fá þá til að leggja aukalega í leikinn og fá fram þetta "Winner Attitude", sem Íslenska liðið er orðið frægt fyrir, fyrir utan að hann er mjög öflugur fótboltamaður og hann sést varla gera mistök.


mbl.is „Smáþynnka eftir EM-farseðilinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JÁ, SVO SANNARLEGA ER HÚN GULLS ÍGILDI

Fyrir utan það hvað hún er frábær markvörður er alveg stórkostlegt að sjá hve innilega hún fagnar hverju vörðu skotiÁn þess að þekkja þessa manneskju nokkkurn skapaðan hlut, dreg ég þá ályktun að þarna sé á ferðinni einlæg og skemmtileg persóna auk þess að vera mikil keppnismanneskja og góður og mikill íþróttamaður.  Ég tel Stjörnuna heppna að hafa hana í sínum röðum............. 


mbl.is Er góður markvörður gulls ígildi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HANN ER SVO SEM EKKI ÓVANUR AÐ TAPA FYRIR HAUKUM...............

Hann var að sjálfsögðu í mikilli æfingu við það þegar hann var bæði aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari hjá FH og hann ætlar ekkert að fara að breyta þeirri hefð neitt þó svo hann þjálfi annað lið............


mbl.is Það munaði nánast engu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SVO SEM ENGIN "KRÍSA"...........

En er slæmt.  Hann hefur skilað alveg frábærum árangri, þennan tíma þó sv0o að einhverjir sjálfskipaðir "snillingar" hafi verið ósparir á gagnrýnina, sem hefur einkennst af þekkingarleysi og sjálfumgleði.  En við getum huggað okkur við það að Heimir Hallgrímsson verður um kyrrt og vafalaust heldur hann áfram því góða starfi sem Lagerback hefur unnið.  Er ekki sagt að enginn sé ómissandi og það komi alltaf maður í manns stað??????


mbl.is Lagerbäck hættir alveg í boltanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞETTA ER NÚ FULL LANGT GENGIÐ

Þó svo að menn hafi metnað og löngun til að vinna "grannaslagina" (ég geri fastlega ráð fyrir að viðkomandi hafi haft leikinn við Hauka í sigtinu), þá er svona lagað hvorki liðinu eða leikmanninum til sóma.  Vonandi er þarna um einangrað tilfelli að ræða en svona lagað setur ljótan blett á íþróttina.  En samt sem áður er nokkuð margt sem bendir til að "steranotkun" í handboltanum sé stærra vandamál en flestir halda.  Það er umhugsunarefni hversu sumir leikmenn virðast hafa "blásið mikið út" undanfarið....... 


mbl.is Féll á lyfjaprófi eftir bikarúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

LANGT SÍÐAN ÉG HEF ORÐIÐ VITNI AÐ ANNARI EINS NIÐURLÆGINGU.

Þó svo að ég sé alveg "gegnheill" Haukamaður, þá verða menn að vera raunsæir.  Þetta er ekki munurinn á liðunum og það gerðist bara eitthvað hjá FH-ingunum.  Auðvitað viljum við vinna FH en við viljum alvöruleiki og leikurinn í kvöld var ekki alvöruleikur.  Ég tek ofan fyrir Andra Berg Haraldssyni og öðrum leikmönnum FH, þeir tóku þessu afhroði eins og menn og reyndu ekkert að koma með einhverjar aulalegar afsakanir sem gera bara niðurlæginguna enn meiri.  Ég vona bara að FH-ingarnir verði fljótir að jafna sig á þessu og næsti leikur milli Hauka og FH verði spennandi og skemmtilegur eins og leikir þessara liða eiga að vera............


mbl.is Mesta gjaldþrot sem ég hef tekið þátt í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MENN VISSU AÐ DÓMARARNIR YRÐU Í "GJÖRGÆSLU".............

Og kannski var það þess vegna að dómgæslan var alveg til fyrirmyndar í þessum leik.  Markmaður Katar var alveg í fantaformi og geta liðsmenn Katar þakkað honum með hversu litlum mun þeir töpuðu leiknum.  Á meðan er varla hægt að segja að Omeyer hafi náð sér á strik (einhverjir hefðu verið ánægðir með markvörsluna í leiknum en hún átti nokkuð í land með að ná því sem er venjulegt fyrir Omeyer).  En Frakkar voru mun betri aðilinn í leiknu þó svo að þeir hafi aðeins gefið eftir í seinni hálfleik (þeir gerðu bara það sem þurfti) og því fór sem fór........


mbl.is Frakkar heimsmeistarar í fimmta skipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband