Færsluflokkur: Enski boltinn

ÞETTA VAR ÞÁ SENNILEGA EKKI RÉTT SKREF HJÁ GYLFA EFTIR ALLT SAMAN.

Það er ágætt að fleiri en ég hafa efasemdir um þessi vistaskipti hjá Gylfa Þór Sigurðssyni.  En það er náttúrulega ekki útséð um það að einhver innan liðsins (Everton) fari að taka af skarið og fari að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki hægt að segja að þetta séu einhverjir lágtekjumenn og vissulega hlýtur að vera hægt að gera kröfu á viðunandi frammistöðu....


mbl.is Gylfa vantar góðan framherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ER ÞETTA "RÉTT" SKREF HJÁ GYLFA????????

Fyrir utan það að hann er að fara í VITLAUST Bítlaborgarlið og hann þarf að gera sér grein fyrir því að ef hann gerir einhverjar "rósir" gegn Fc Liverpool, þá aukast ekki vinsældir hans á Íslandi.  Auk þess má reikna með því að samkeppni um stöður í byrjunarliði Everton verði gríðarlega hörð, því það er ekki lítið af mönnum sem Everton hefur keypt fyrir leiktíðina, aftur á móti má segja að staða Gylfa í byrjunarliði Swansea hafi verið ALVEG ÖRUGG.


mbl.is Magnaðar staðreyndir um Gylfa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"KOLLSPYRNA"????????

Þetta bjánalega nýyrði, sem Gaupi íþróttafréttamaður á Stöð 2, virðist vera að koma á núna í nokkurn tíma, er alveg hætt að vera fyndið og ekki er það hlægilegt, ég veit ekki hvort þetta getur talist aumkunarvert.  Það er eitthvað furðulegt þegar einhver skorar með því SKALLA boltann í mark andstæðinganna, þá lýsir Gapi því þannig að sá hinn sami hafi skorað mark með KOLLSPYRNU.  Að spyrna bolta er í ÖLLUM tilfellum gert með FÓTUNUM.  ÞAÐ ER HULIN RÁÐGÁTA HVERNIG NOKKUR GETU SPYRNT BOLTA MEÐ HÖFÐINU?  Vonandi fer Gaupi almennilega yfir þetta nýyrði sitt og sér kannski hversu fáránlegt það er og hætti kannski þessari vitleysu sinni.  Ekki rekur mig minni til þess að einhver annar íþróttafréttamaður hafi étið þessa vitleysu eftir honum....


mbl.is Wenger biðlar til stuðningsmanna sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"NEVER ENDING STORY"........

Skilja þessir menn hjá Everton ekki að NEI þýðir NEI?  Fyrr má nú aldeilis fyrr vera, eitt er nú að vera ákveðinn en þetta nálgast nú bara þráhyggju.  Hann virðist bara finna sig mjög vel hjá Swansea og fær mikinn spilatíma (hann er með nærri því 100% spilatíma) og eru allar líkur á að það verði óbreitt, en aftur á móti má reikna með að baráttan um stöðurnar verði mjög hörð hjá Everton miðað við kaupgleðina sem hefur verið undanfarið þar á bæ......


mbl.is Nýtt tilboð frá Everton í Gylfa Þór
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆTLI HANN SÉ EKKI NOKKUÐ ILLA BRENNDUR AF SÍÐUSTU VERU HJÁ TOTTENHAM?

Og það kemur ekki á óvart þótt hann hugsi sig um tvisvar áður en hann færi þangað aftur.  Hann gerði jú mikið a því að vera á "bekknum" þá og hjá þessum stærri liðum er mikil samkeppni um stöður og þó svo að hann hafi verið fastamaður í liði Swansea er ekkert sem segir að hann myndi eiga fast sæti í liði Tottenham....


mbl.is Væri fullkominn í leikkerfi Tottenham
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ENDA ER STOKE BARA DJÓK..........

Ef Swansea hefði tapað þessum leik, hefði verið hægt að þeir hafi ekki átt skilið að spila í þessari deild að ári, hvort eð er......................


mbl.is Gylfi lagði upp mark í lífsnauðsynlegum sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ VERÐUR AÐ FARA AÐ SENDA STURRIDGE Í HVERAGERÐI

Og ef það gengur ekki er ekkert annað að gera en að hirða fötin hans og HENDA HONUM...............


mbl.is Borgarlífið stöðvast í 90 mínútur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG SKYLDI ENGAN UNDRA!!!!!

Það var alveg skelfilegt að horfa á þennan leik.  Milner og Lucas voru eins og þeir, annað hvort hefðu aldrei spilað fótbolta eða algjörlega áhugalausir um það sem þeir áttu að gera.  Ekki er hægt að tala um að þessir menn séu neitt á "horriminni" hvað laun varðar en það er lágmarkskrafa að menn "REYNI" að vinna fyrir kaupinu sínu.

Það eina sem leikmenn Liverpool hafa sér til afsökunar, er að það er oftast mjög erfitt að spila á móti liði þar sem skipt hefur verið út þjálfara.  Og sé eitthvað til í því að Vardy og fleiri af leikmönnum Leicester hafi hreinlega unnið á móti Ranieri er ekki ólíklegt að þarna liggi hluti af skýringunni.


mbl.is Stuðningsmenn Liverpool ósáttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞÁ ER LÍKLEGA EKKERT ANNAÐ AÐ GERA EN HRINGJA Í VÆLUBÍLINN (113)

Það hlýtur að vera einhver "eðlileg" skýring á því að ekki er hægt að nota manninn og það ekki einu sinni í varaliðinu. Þessum mönnum dettur ekki í hug að í flestum tilfellum er skýringarnar að finna hjá þeim sjálfum. En það er kannski ekki rétta leiðin að væla yfir hlutunum á samfélagsmiðlum en það virðist vera orðin helsta leiðin hjá undirmálsmönnunum.


mbl.is Þetta er ekki jákvætt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KANNSKI ER EINHVER VON TIL AÐ LIVERPOOL LOSNI VIÐ HANN Á ÞESS AÐ ÞURFA AÐ BORGA MEÐ HONUM

En ef hann hefur ekki vit á að standa ekki í einhverjum deilum á "Tvitter" eða öðrum samfélagsmiðlum, minnkar þessi möguleiki með hverju einasta "tísti" frá honum.  Því fyrir utan það að fótboltahæfileikarnir eru ekki of miklir eru komment hans ekki þau allra bestu og skapa honum ekki auknar vinsældir, sem ekki voru miklar fyrir....


mbl.is Balotelli svarar Carragher
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband