NÚ ER LAG

Núna sjáum við það svart á hvítu, að ríkisstjórnin hefur í ljósi þess að skatttekjur eru mun meiri en gert var ráð fyrir, möguleika á því að undirbúa fyrirsjáanleg átök á vinnumarkaði í haust.  Fyrst af öllu er að huga að persónuafslættinum.  Þegar staðgreiðsla skatta var tekin upp árið 1988, var persónuafslátturinn ákveðinn 15.524 krónur en í janúar árið 2017 var persónuafslátturinn 52.907 krónur en ef hann hefði fylgt neysluverðsvísitölu ætti hann að vera 68.290 krónur.  En því hefur verið borið við að GRUNNUR persónuafsláttarins hafi breyst í gegnum tíðina og þess vegna hafi hann ekki fylgt vísitöluhækkunum en þetta er bara fyrirsláttur og á ekki við nein rök að styðjast.  ÞAÐ ÆTTI AÐ VERA LÁGMARKS RÉTTLÆTISMÁL AÐ EKKI SÉ GREIDDUR TEKJUSKATTUR AF LAUNUM, SEM ERU 310.000 KRÓNUR Á MÁNUÐI OG UNDIR ÞVÍ.  MEÐ ÞVÍ AÐ PERSÓNUAFSLÁTTURINN YRÐI 68.290 KR. OG SKATTPRÓSENTAN YRÐI SETT Í 22,95%, YRÐU TEKJUR UNDIR 310.000 KR. EKKI SKATTLAGÐAR.  Kostnaðurinn við þetta þyrfti ekki að verða svo mikill því að með því að tekjur yfir 550.000 kr. settar undir hærra skattþrepið.  Að mínu mati væri þetta með með bestu ráðstöfun sem stjórnvöld gætu gert til að aðstoða við kjaramálin í haust......


mbl.is Er vonsvikinn með vaxandi skattbyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband