GETUR VERIÐ AÐ EITTHVAÐ SÉ TIL Í ÞEIM ORÐRÓMI AÐ EINHVER "PÓKER" SÉ Í GANGI UM SKIPTINGU ÚKRAINU AÐ STRÍÐI LOKNU????? (Endurbirt blogg frá 30.7.2023)

Nú virðist vera að "vatnaskil" séu komin í stríðið í Úkraínu og lítið annað í kortunum en að menn fari að horfa RAUNSÆTT á stöðuna og að viðurkenna hver staðan er.  Það virðist vera, að það sé "NOKKURN VEGINN" það sama í gangi núna og þegar Hitler og Stalín sömdu um skiptingu Póllands áður en seinni heimstyrjöldin hófst, munurinn er sá að nú er verið að taka ákvörðun um skiptingu Úkraínu og þá eru  MUN fleiri við "SAMNINGABORÐIÐ".  Fyrstu "opinberu" merkin um að  eitthvað væri í gangi, voru á NATO-fundinum í Vilníus, en þar var nokkuð augljóst að það var komin mikil "þreyta" í NATO-forkólfana og það sem fyrst og fremst vakti athygli var NATO liðar hreinlega SVIKU Zelensky og spurning hvort þeir hafi ekki verið búnir að ÁKVEÐA að Nú ÆTTI AÐ FARA AÐ "FÓRNA" HONUM?  Getur verið að Bandaríkjamönnum og ESB hafi fundist árangur Úkraínu á vígvellinum í litlu samræmi við allan fjárausturinn til landsins og hafi verið farnir að spá í hvað  hafi orðið um megnið af þessu fjármagni?  En ú skulum við skoða þau ríki sem eiga landamæri að Úkraínu og hvað gæti verið í gangi þar:

RÚSSLAND: Það hefur legið ljóst fyrir í nokkra mánuði að Rússar koma til með að krefjast þeirra landa sem þeir hafa unnið í stríðinu auk Krímskagans.

HVÍTA RÚSSLAND:  Þetta er líklega það land sem á eftir að koma einna mest á óvart í þessu "PÓKERSPILI".  Það vekur eflaust furðu flestra hvernig stendur eiginlega á því að Wagner-liðar eru að þjálfa Hvít Rússneska hermenn og hver tilgangurinn með því gæti verið?  Sá sem ég hef rætt þessi mál mest við, er mér alveg sammála.  HANN TELUR AÐ HVÍT RÚSSAR HAFI AUGASTAР Á KIEV SVÆÐINU OG NÁGRENI og það sé ekki ólíklegt að hernaðaraðgerðir Hvít Rússa fari af stað innan skamms.

PÓLLAND:  Pólland tapaði alveg gríðarlega miklu landflæmi í seinni heimsstyrjöldinni, bæði til þjóðverja og "gömlu Sovétríkjanna" en það land endaði sem hluti af vestur Úkraínu.  Þar eru margar borgir og bæir sem Pólverjar segja að séu PÓLSKAR þrátt fyrir að þær sú innan landamæra Úkraínu, eins og til dæmis Lvíf.  Það er Pólverjum mikið hjartans mál að endurheimta þetta landsvæði aftur og er unnið að því með öllum ráðum.

SLÓVAKÍA OG UNGVERJALAND:  Landamæri Slóvakíu liggja að mestu að Karpatafjallgarðinum í Úkraínu og svo að flatlendi fyrir sunnan fjallgarðinn og þar á Ungverjaland einnig landamæri að Úkraínu.  Ólíklegt má telja að þessi tvö lönd komi til með að girnast nokkuð land þarna.

RÚMENÍA OG MOLDAVÍA:  Rúmenía á nokkuð löng landamæri að Svartahafinu, en aftur á móti á Moldavía ENGIN landamæri að Svartahafinu og ákaflega LÍTIÐ af GÓÐU ræktarlandi og því er það ákaflega mikilvægt að Moldavar eigi í góðu sambandi við Rúmeníu svo þeir geti væns stuðnings úr þeirri átt við að færa  út landamæri sín.

Þarna hef ég aðeins vakið athygli á því  sem gæti verið í gangi en sé eitthvað til í þessum orðrómi er nokkuð ljóst að frekar lítið  verður eftir af Úkraínu, ef nokkuð.  EN TÍMINN EINN LEIÐIR Í LJÓS HVAÐ VERÐUR......


Bloggfærslur 19. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband