Föstudagsgrín

Þessi saga gerðist á “fraktara” og mér er sagt að hún sé alveg sönn. Þannig var að þarna var “handstýrt” og var fyrirkomulagið þannig að vakthafandi hásetar “stýrðu” á 4 klst vöktum og að sjálfsögðu hafði vakthafandi stýrimaður umsjón með siglingu skipsins.  Nýliði kom upp í brú til að handstýra.  Þegar vaktin hjá nýliðanum var að verða hálfnuð fannst vakthafandi stýrimanni þó nokkuð athugavert við siglingu skipsins svo hann spurði þann á stýrinu:  “Heyrðu, hvaða stefnu stýrir þú eiginlega”?“ Ha, stefnu hvað”? Sagði strákurinn, “það veit ég ekki, þegar ég tók við var sólin beint framundan”.


Bloggfærslur 29. mars 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband