MARGAR LEIÐIR TIL AÐ AUKA ÚTFLUTNING......

Sem dæmi má nefna að mætti stórauka veiðar á þorski.  Það er náttúrulega betra að veiða þorskinn frekar en að láta hann drepast úr hungri í sjónum.  Það vita það allir sem eru með "hálf fimm" og meira að það vantar æti í hafið og til marks um það er fiskurinn er að taka línukrókana óbeitta.  Hann tekur bara allt sem hann heldur að geti verið æti.  Það vantar þorsk á markaðinn og með samningum við Breta og fleiri er hægt að koma í veg fyrir að samdráttur verði í útflutningi.  Bara með smá hugsun og ráðdeild er ekki nokkur vandi að koma í veg fyrir samdrátt í útflutningi og atvinnu. Eigum við að glutra þorskinum frá okkur eins og loðnunni????


mbl.is Viðlíka samdráttarskeið ekki síðan 1991-92
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. febrúar 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband