FJÖGURRA TIL FIMM % FRÁVIK Í SKOÐANAKÖNNUN SEGIR NOKKUÐ TIL UM HVERSU MARKTÆK HÚN ER......

Það er náttúrulega ekki að ástæðulausu að í allri tölfræðikennslu er EKKI haft fyrir því að kenna aðferðir við gerð skoðanakannana, sem eru með MINNA en 95% öryggi (með meira en +/- 5% frávik).   Nú hef ég fylgst með skoðanakönnunum, í tengslum við hinar ýmsu kosningar í gegnum árin og þróunin hefur verið sú að ÁREIÐANLEIKI SKOÐANAKANNANNA hefur verið á stöðugri niðurleið, ENDA GET ÉG EKKI SÉÐ AÐ "AÐFERÐAFRÆÐIN" VIÐ GERÐ ÞEIRRA BJÓÐI UPP Á ANNAÐ EN AÐ MARKTÆKNI ÞEIRRA MINNKI.  Þá vaknar spurning þess efnis "HVORT SKOÐANAKANNANIR SÉU EKKI OF STÓR ÁHRIFAVALDUR HÉR Á LANDI Í ÖLLUM KOSNINGUM"?  Kannski væri ráð að takmarka birtingu þeirra  eitthvað eða bara hreinlega að banna þær þegar eru um það bil tvær vikur til kosninga.

Svo er annað mál:  ER EKKI MÁL TIL KOMIÐ AÐ HALLA HRUND LOGADÓTTIR, HALLA TÓMASDÓTTIR OG KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, GERI GREIN FYRIR TENGSLUM SÍNUM VIÐ WORLD ECONOMIC FORUM????????


mbl.is Halla Hrund tekur forystu í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Heill og sæll Jóhann.

Ég tek undir með þér og þá sérstaklega síðustu spurningu þína í færslu þinni. Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir og Katrín Jakobsdóttir ættu að gera fulla grein fyrir tengslum þeirra við World Economic Forum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 29.4.2024 kl. 12:07

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þakka þér fyrir innlitið Tómas. Já og "STÓRU" fjölmiðlarnir þurfa sko heldur betur að fara að taka til í sínum VINNUBRÖGÐUM.....

Jóhann Elíasson, 29.4.2024 kl. 13:25

3 identicon

Ég marka lítið þessar svokölluðu skoðanakannanir, sem mér finnst lítið annað en hulinn áróður fyrir þessi fjögur, hvernig sem atkvæðin skiptast hjá þeim. Við stuðningsfólk Arnars Þórs gætum alveg búið til svona könnun, þar sem fylgi hans færi með himinskautum, og aðrir fengju minna. Þessi fyrirtæki eru greinilega áróðursmaskína þessarra fjögurra,sem er varhugavert,svo ekki sé meira sagt. Ef þú ert á fésbókinni, þá bendi ég á, að Hrafnhildur, koan Arnars Þórs, er búin að stofna síðu og hóp í kringum framboð hans, og 222 hafa skráð sig sig, ég þar á meðal. Það er vert að tékka á því.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 29.4.2024 kl. 14:22

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður Guðbjörg Snót, þá er ég ekki á "fésbókinni", sumir myndu kalla það sérvisku, en þannig var að þegar ég ætlaði að skrá mig þar inn, þá hafði ég fyrir því að lesa "skilmálana" vog ég gat bara ekki sætt mig við það að þær myndir sem ég myndi setja þar inn væru "EIGN" facebook og ef ég myndi nota þær annars staðar gæti ég átt von á málssókn, þannig að það varð ekkert af því að ég færi þar inn.

Ég held að ég fari ágætlega yfir það í þessari "bloggfærslu" og reyndar víðar hversu mikið er að marka þessar skoðanakannanir og ég er þér algjörlega sammála um að það getur hver sem er gert skoðanakannanir sem eru jafn marktækar og þessar......

Jóhann Elíasson, 29.4.2024 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband