OG ER FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI ENN Á TEIKNIBORÐINU????????

Það er ekki linnt látunum fyrr en verður búið að koma því þannig fyrir að ekki verði hægt að leggja Sundabrautina, sem er búin að vera á teikniborðinu í meira en 20 ár, en einhverra hluta vegna hefur tekist að tefja það mál allan þennan tíma.  En það sem er alvarlegast er að "meirihlutinn" í Reykjavík, með borgarstjóra í broddi fylkingar, gengur með þá draumóra að losna við flugvöllinn úr Vatnsmýrinni, þau eru alveg viss um að þar séu svo verðmætar byggingalóðir.  Og ætla að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni, eða réttara sagt ætla þau að "láta" ríkið byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni.  Halda þau virkilega að það sé til fjármagn í svona gæluverkefni á þessum tímum.  Hvað er hægt að gera til að stoppa svona vitleysu?????????


mbl.is Þrengt að veglínu Sundabrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband