VILJI, GETA, ÁKVEÐNI OG ÁRÆÐNI ER EINFALDLEGA ÞAÐ SEM VANTAR Í RÍKISFJÁMÁLIN......

Þegar FJÁRLÖG koma út er settur "rammi" um það hver útgjöld ríkisins eiga að vera á næsta ári.  Menn eru að sjálfsögðu misánægðir með það hvaða útgjöld þeirra stofnun þeirra stofnun fær, sem er alveg fullkomlega eðlilegt.  En því miður hefur þróunin orðið sú að EKKI er mikið mark tekið á FJÁRLÖGUNUM og eiginlega eru það FJÁRAUKALÖG, sem eru orðin hin "RAUNVERULEGU FJÁRLÖG".  En jafnvel þau duga ekki til svo ´hafður sé "hemill" á ríkisútgjöldunum, sem dæmi þá þurfti fyrrverandi forsætisráðherra að koma frá sér rándýrri "atvinnuauglýsingu", sem var rándýr fundur Evrópuráðsins í Hörpu fundur sem stóð í tvo daga og skilaði akkúrat ENGU (og svei mér þá ég held að fyrrverandi forsætisráðherra hafi heldur ekki fengið neina vinnu), en þessi fundur kostaði nokkra milljarða og var ekki gert ráð fyrir honum  í FJÁRLÖGUM eða FJÁRAUKALÖGUM.  Og hvað var þá gert?  JÚ ÞAÐ VAR VAÐIÐ Í "SJÓÐINA", SEM ER EKKERT ANNAÐ EN LÖGBROT.  ÞAÐ SAMA VAR GERT, ÞEGAR LJÓST VAR AÐ KOSTNAÐUR VEGNA HÆLISLEITENDA FÆRI LANGT FRAM ÚR ÁÆTLUN, VAR GRIPIÐ TIL SAMA RÁÐS. OG VAR GRIPIÐ TIL EINHVERRA AÐGERÐA VEGNA ÞESSARA LÖGBROTA?  Svarið er einfalt, ÞAÐ VAR EKKERT GERT.  Samkvæmt STJÓRNARSKRÁNNI hefði átt að draga þetta lið fyrir LANDSDÓM en Alþingi hefur ÁKVEÐIÐ að sú grein stjórnarskrárinnar verð EKKI AFTUR NOTUÐ, mér er það mjög til efs að  Alþingi hafi heimild til að ákveða hvaða lagagreinum  sé farið eftir og hverjum ekki.  ÞAÐ ER KOMINN TÍMI OG ÞAÐ FYRIR LÖNGU SÍÐAN, Á ALLSHERJAR TILTEKT Í STJÓRNKERFINU OG Á ÞAÐ AÐ "VISSIR AÐILAR" VIRÐI LÖGIN Í LANDINU OG FARI EFTIR ÞEIM EINS OG AÐRIR.......


mbl.is Ráðherrar taki „lúku úr ríkiskassanum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband