ÞESSI ÚRSLIT LOFA GÓÐU UM FORMÚLUVERTÍÐINA Í ÁR.....................................

Þetta hlýtur að vera svekkjandi fyrir Sebastian Vettel, því það var alveg ljóst að hann réði lögum og lofum í þessari keppni og ég kalla það vel af sér vikið hjá honum að ná að klára keppnina og það í fjórða sæti.  Eddie Jordan orðaði það vel þegar hann var spurður að því hvort það væri ásættanlegt fyrir Schumacher að vera í sjötta sæti?  Hann svaraði því til að fyrir Michael Schumacher væri það örugglega ekki ásættanlegt en fyrir aðra væri það nóg.  En skyldi mönnum þykja það ásættanlegt fyrir heimsmeistara síðasta árs að vera "aðeins" í sjöunda sæti þegar liðsfélaginn er í því þriðja á samskonar bíl???
mbl.is Alonso byrjar með sigri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústav J. Daníelsson

Þetta mót var góð byrjun á því sem koma skal
Alonso á eftir að rúlla þessu upp

Gústav J. Daníelsson, 14.3.2010 kl. 21:23

2 identicon

Voruðu þið að horfa á einhverja aðra keppni en ég?? Allavega var ég að sjá eitthvert al-leiðinlegasta Formúli 1 mót sem ég hef nokkurn tíma séð.

Þetta var ekkert annað en hringakstur hring eftir hring eftir hring eftir hring......... og enginn að reyna neitt. Ef þetta verður framhaldið á Formúlinni í ár, þá ætla ég að nota tímann í eitthvað skemmtilegra.

Mér finnst allar þessar breytingar sem þeir hafa verið að innleiða í Formúluna hafa verið til að draga úr spennunni í keppninni. Framúrakstur eða tilraun til framúraksturs eru að heyra sögunni til, og þar með áhugi minn á þessari íþrótt.

Siguður Geirsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 00:07

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jú Sigurður, við höfum örugglega verið að horfa á sömu keppni og þú en greinilega með allt öðru hugarfari.  Það er nefnilega þannig að þegar maður sest fyrir framan sjónvarpið og er fyrirfram búinn að gefa sér það að keppnin verði leiðinleg, þá verður hún leiðinleg.  Svo einfalt er það.

Jóhann Elíasson, 15.3.2010 kl. 12:24

4 identicon

Ég verð nú að vera sammála Sigurði að þetta var nú með lakari mótum sem ég hef séð. Samt settist ég framan við imbann fullur eftirvæntingar. Manni finnst maður vera að horfa á einhverja sparaksturskeppni þegar menn eru beðnir um að vera ekkert að reyna að taka fram úr af því að það gæti bara skemmt dekkin.

Vonandi er þetta bara einhver smá varfærni til að byrja með, svona rétt á meðan menn eru að átta sig á hlutunum.

Smári Sigurbjörnsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 17:15

5 identicon

Gallinn er bara sá að ég settist fyrir framan sjónvarpsskjáinn fullur eftirvæntingar. Margir höfðu verið að gera góða hluti á æfingum og allt útlit fyrir að í ár yrðu óvenjumargir sem yrðu í baráttu um titilinn.

Þeim mun meiri urðu vonbrigðin þegar maður sá þá raða sér upp í eina röð strax í upphafi og síðan horfa á þá keyra þannig hring eftir hring, já líkt og þeir væru í einhverjum sparakstri. Kappakstur er ein uppáhalds íþróttagreinin mín en því miður sá maður ekki snefil af neinni keppni í þessu móti. Það var enginn að berjast allt mótið í gegn. Ein halarófa frá upphafi, ef frá er talið bilunin hjá Vettel, sem kom Alonso í 1. sætið, sem hann hefði annars ekki haft minnsta möguleika á að fá.

Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 15.3.2010 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband