EN HVER Á AÐ SINNA LANDHELGISGÆSLUNNI HÉR????????????

Ég var nú bara að fletta laugardagsmogganum núna.  Þar er pínulítil frétt á blaðsíðu fjögur, sem vakti athygli mína, en þar er sagt frá því að verið sé að vinna að breytingum á loftræstikerfinu í varðskipinu Ægi svo það geti sinnt gæslustörfum í Miðjarðarhafinu og á hafsvæðinu milli Kanaríeyja og Vestur-Afríku.  Það er með öllu óvíst að af þessu verði en það er verið að gera allt klárt til að verði hægt að taka þetta verkefni að sér.  Þetta er gert vegna svokallaðs Frontex-verkefnis og ef samningar verða gerðir fer Ægir þarna út og flugvél Gæslunnar og verða þarna við störf í sumar.  Þá verður EITT skip í sumar sem gætir landhelginnar, sér um vitana og sér um öryggismál umhverfis landið og á siglingaleiðum í nágreni landsins.  Er virkilega ekki búið að gera neinar ráðstafanir til að "brúa" þetta bil ef af þessu verður og eru til nógir peningar til breytinga þótt ekki sé víst að þeirra verði þörf?????  Mér er bara spurn:TIL HVERS Í ÓSKÖPUNUM VAR VERIÐ AÐ BERJAST FYRIR STÆKKUN LANDHELGINNAR Á SÍNUM TÍMA????

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Persónulega er mér spurn, í þessu samhengi, hvort áhöfnin á að vera vopnuð og hvort gert er ráð fyrir því að Ægir sé þarna fyrst og fremst sem vopnað herskip með vopnaða áhöfn.

Við erum herlaus þjóð er það ekki? Er komin ný skilgreining á Gæsluna? Eru landamæri Íslands í suðurhöfum?

Þetta er fáránleg staða sem komin er upp samkvæmt þessari frétt.

Haraldur Davíðsson, 21.3.2010 kl. 14:06

2 Smámynd: Hamarinn

Það er kjörið tækifæri fyrir sjóræningjaveiðiskipin, að koma hér í sumar og veiða, enginn til að ergja þá við sínar veiðar.

Það er allt jafn gáfulegt í þessu þjóðfélagi.

Hamarinn, 23.3.2010 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband