25.3.2010 | 08:29
ÞAÐ FER LÍTIÐ FYRIR SKJÓLINU , AF EVRUNNI!!!!!!!!!!!!!!
Það að geta tekið upp evruna voru helstu rök ESB-sinna en eins og nú er ástatt með evruna er orðið ansi lítið hald í þeim rökum. Ég hef nokkuð oft skrifað um það hér á blogginu hversu vafasamur "pappír" evran sé og hversu miklar líkur séu á "hruni" hennar. Þessi skrif mín hef ég stutt með nokkuð sterkum rökum en það dugar ekki á harða ESB-menn. Vegna þessara skrifa minna er ekkert venjulegur skítur og svívirðingar, sem ég hef fengið yfir mig frá ESB-sinnum, en það skyldi þó ekki vera að þeir þyrftu að éta allan sinn skít og óþverra ofan í sig aftur, eru spárnar ekki að rætast?????
Enn lækkar evran | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 54
- Sl. sólarhring: 257
- Sl. viku: 2020
- Frá upphafi: 1852116
Annað
- Innlit í dag: 37
- Innlit sl. viku: 1254
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 37
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég sé á bloggum evrusinna að það þykir nú fagnaðarefni að evran sé að hrynja. Þeir kalla það aukna samkeppnishæfni evrusvæðisisns.
Við ættum þá sennilega líka að vera yfir okkur ánægð með hrun okkar gjaldmiðils. Það skal enginn velkjast í vafa um að það er ofsa gott fyrir samkeppnishæfnina. Jafnvel þróunarríki hafa ekki roð í okkur þar. Hvað þá Kína með meðaltal upp á dollar á dag í verkalaunum. Kannski ættum við að breyta þessu í þrælanýlendu? Djöfull held ég að samkeppnishæfnin styrktist við það.
Jón Steinar Ragnarsson, 25.3.2010 kl. 09:11
Góður Jón Steinar !!!! Já það hefur löngum verið háttur margra að reyna að ljúga sig frá sannleikanum.
Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 09:18
Hafa ekki allir gjaldmiðlar heims falliðum í kreppunni? Og þar af féll íslenska krónan lang mest af öllum gjaldmiðlum. Gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hefur lítið breyst þrátt fyrir að hún hafi veikst því íslenska krónan er að veikjast líka gleymið því ekki.
hingað þarf nýjan gjaldmiðil, hvort sem það verður evra, dollari, norsk króna að eitthvað annað.
The Critic, 25.3.2010 kl. 09:47
Hvar hefur þú eiginlega verið "The Critic"? Síðast þegar stýrivextir voru lækkaðir var það sagt vegna þess að gengi krónunnar hafði styrkst. "Styrkingin" gagnvart dollar var 1,52% en 4,1% gagnvart evru. Í dag er styrking krónu gagnvart eru þó nokkur en hún hefur FALLIÐ gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum þessa dagana.
Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 10:04
Já, það er sko lítið skjól í Evrulandi.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.3.2010 kl. 13:39
Það ætti að vera gott fyrir Ísland ef evran er að veikjast.
Til dæmis:
1. Erlendar skuldir í evrum lækka.
2. Innflutiningur er ódýari, þ.m.t. matvörur sem hafa hækkað mikið í verði
3. Verðbólguþrýstingur af völdum dýrari innflutnings minnkar.
Svo ef þið skoðið sögulega gengi evru gagnvart dollar, þá er þetta engin sérstök lækkun. En þið sem haldið að evran sé dauð, haldið því talið bara áfram.
Samkeppnishæfni ríkis eykst með lækkun gengisins og útflutningur eykst. Það er ekkert nýtt. Lækkunin er enn innan marka.
Má gjaldmiðill ekki lækka? Hvað má gjaldmiðill lækka mikið? Er til gjaldmiðill sem ekki lækkar? Svariði þessum spurningum og hneykslist þið svo.
Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 14:52
Stefán Júlíusson, heldur er þetta "fátæklegt" hjá þér. Þú annað hvort sérð ekki eða villt ekki sjá aðalatriðið í þessu máli en aðalatriðið er það að evran lækkar mun MEIRA en aðrir gjaldmiðlar. Menn eru ekki að tala um að gjaldmiðlar megi ekki lækka en eins og áður sagði þá er miðað við gengi margra gjaldmiðla. Ekki eru nein sérstök viðmið um hversu mikið hver gjaldmiðill má lækka en "viðvörunarbjöllur" fara að klingja ef fall eins gjaldmiðils er meira en annars. Nú er ég búinn að svara spurningum þínum og verð að segja að ég er yfir mig hneykslaður á gengi evrunnar.
Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 15:33
Íslenska krónan er drasl og hefur alltaf verið það, það sýndi sig við bankahrunið hversu vafasamur "pappír "hún er enda einskisvirði í dag. En það er gott að þið vitið betur en sérfræðingar sem segja að hér verði að taka upp nýjan gjaldmiðil í framtíðinni. Hér er ágætis frétt um það sem þú átt eftir að blogga eitthvað neikvætt um.
The Critic, 25.3.2010 kl. 20:20
Í þessu tilfelli var verið að tala um evruna EKKIÍslensku krónuna þú skalt halda þig við það "the Critic". Eftir nokkra mánuði verður Íslenska krónan á svipuðu virði og evran miðað við þaðð sem hefur gengið á undanfrið.
Jóhann Elíasson, 25.3.2010 kl. 20:41
Það skiptir ekki máli hvað gjaldmiðillinn heitir eða hvernig seðlarnir eru á litinn, heldur hversu góðar ákvarðanir eru teknar af þeim sem gefa út gjaldmiðilinn. Ef krónan er eitthvað léleg, þá er það vegna þess að við höfum lélega stjórnendur peningamála, en góðu fréttirnar eru að við getum auðveldlega skipt þeim út án þess að skipta um gjaldmiðil. Upptaka á nýjum gjaldmiðli ein og sér mun hinsvegar engu breyta ef sömu eða samskonar bavíanar gefa hann út, einu áhrifin yrðu þau að við fengjum nýtt útlit á jafn ónýta seðla. Upptaka Evru hinsvegar myndi þýða að við gætum lítið sem ekkert gert til að hafa áhrif á peningastefnuna, því allar ákvarðanir um hana yrðu þá fyrst og fremst undir stjórn Frakka og Þjóðverja. Þegar kemur svo að því þeir þurfi að velja á milli ákvarðanatöku sem annaðhvort þjónar hagsmunum þeirra eigin milljónaþjóða, eða smáríkis norður í hafi með íbúafjölda á við meðalstórt þorp, hvort ætli þeir velji þá?
Það skal ítrekað: gæði gjaldmiðils velta ekki á heiti hans, útliti eða stærð myntsvæðis, heldur skynsamlegri peningastefnu í samræmi við efnahagslegan veruleika sem getur verið margbreytilegur eftir löndum. Best er að sömu yfirvöld og hafa rétt til skattheimtu á viðkomandi svæði beri líka ábyrgð á gjaldmiðlinum þannig að það sé bara einn aðili sem hefur í hendi sér að rýra kaupmátt, því ef þeir eru fleiri mun það bara gerast þeim mun hraðar! Þetta sýnir lærdómur sögunnar.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.3.2010 kl. 14:31
Guðmundur: Það besta sem gæti komið fyrir ísland er að stjórn gjaldmiðilsins væri í höndum annarra en íslendinga því þeir ráða ekki við þetta sjálfir.
Það þarf enginn hinsvegar að óttast að hér verði tekin upp evra á næstu 10-20 árum, Evrópu sambandið vill ekki svona lélegt hagkerfi inn í myntsamstarfið.
The Critic, 26.3.2010 kl. 17:21
The Critic: Ekki vera svona vantrúaður á að við getum stýrt okkar eigin gjaldmiðli. Ég hef t.d. aldrei fengið að spreyta mig við stjórnvölinn þó það sé nánast útilokað að ég myndi klúðra því verr en þeir sem það hafa hingað til gert. Og samt er til fullt af Íslendingum sem eru sjálfsagt miklu betur til þess fallnir en ég! ;)
Með sömu rökum og þú setur fram ættum við kannski bara öll að segja okkur á sveitina og afsala okkur sjálfræði. En þegar allir eru komnir á sveitina og allir eru sveitin, hver á þá að bera ábyrgð á framfærslu ómaganna, kannski ómagarnir sjálfir svo vitleysan fari í hring? Auk þess er það tóm vitleysa að halda að útlendingar muni sjá betur um þetta, hvern viltu fá til þess verks? Trichet? Kahn? Bernanke? Þetta eru allt saman álíka miklir bavíanar þó þeir þykist kannski vita hvað þeir eru að gera.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.3.2010 kl. 00:43
Guðmundur líttu á hvernig krónan hefur verið frá upphafi. Bara vesen, óðaverðbóga og óstöðugt gengi. Málið er líka það að 300 þúsund hræður eru of fáar til að halda uppi eigin gjaldmiðli, það virðast íslendingar ekki skilja, þeir halda alltaf að þeir séu bestir og yfir aðra hafnir.
The Critic, 27.3.2010 kl. 12:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.