28.3.2010 | 08:19
það skilaði sér að taka "sénsinn" og vera fyrstur á "slikkana".......................
Það verður ekki af honum tekið að hann ók alveg stórkostlega og var vel að sigrinum kominn. En það að Red Bull-bíllinn virðis ekki hafa náð "stöðugleika" ætlar að verða Vettel dýrkeypt, þetta er í annað skipti sem hann missir af sigri vegna bilana, nú var það bilun í bremsubúnaði og það kostaði hann að hann datt út núna og fékk því engin stig þetta mótið og Webber mátti nú bara þakka fyrir að ná tveimur stigum eftir áreksturinn við Hamilton, kannski er ég ekki alveg hlutlaus, en þar fannst mér Hamilton eiga sökina hann reyndi of mikið til að komast framúr Alonso. En hvernig sem á þessa keppni er litið þá var hún alveg stórkostleg,mikið um framúrakstra og dramatíkin alveg í hámarki en maður mótsins er alveg örugglega Robert Kubica að byrja í níunda sæti á ráslínu og enda í öðru sæti segir til um það hversu góður ökumaður hann er.
Button vinnur einkar spennandi og fjöruga keppni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 204
- Sl. sólarhring: 361
- Sl. viku: 2353
- Frá upphafi: 1837337
Annað
- Innlit í dag: 126
- Innlit sl. viku: 1338
- Gestir í dag: 118
- IP-tölur í dag: 117
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þetta var heldur hressilegri keppni en sú síðasta sem var hreinlega hundleiðinleg. En annað sem fer rosalega í taugarnar á mér og finnst hreinlega vera óþolandi að það er þegar verið er að "skipta í auglýsingar" í miðri keppni! Finnst það hafa aukist frá því sem áður var. Skipta þeir í auglýsingar í miðjum fótboltaleik? U nei! Þetta er til skammar, maður missir af framúrakstri einsog sást í morgun.
Davíð (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 13:45
Ég var að horfa á endursýningu og Webber átti þetta atvik skuldlaust, hann ætlaði greinilega að fara á eftir Hamilton framúr og fylgdi honum einfaldlega of fast eftir. Ekkert við því að segja, vil frekar sjá svona atvik heldur en bílstjóra sem ekki þora ekki að berjast um stöðu.
Einar Steinsson, 28.3.2010 kl. 14:04
Ég get alveg verið þér sammála með auglýsingarnar, enda gafst ég upp á stöð2 sport og horfi á formúluna á BBC-one en þar er umfjöllunin alveg frábær. David Coultard, Eddie Jordan og ...(man aldrei hvað sá þriðji heitir en hann stjórnar þættinum) eru alltaf á staðnum og taka viðtöl við keppendur og tæknimenn og aðra starfsmenn liðanna. Lýsing þeirra á keppninni er mjög lifandi og skemmtileg og nú naga ég mig í handarbökin yfir að hafa ekki fyrir löngu verið búinn að þessu.
Jóhann Elíasson, 28.3.2010 kl. 14:11
Sammála Davíð, það er alveg óþolandi þessar auglýsingar trekk oní trekk, og hvað var stutt á milli þeirra seinni hluta keppninar t.d. komu auglýsingar þegar 43 hringir voru búnir, keppnin kom inn þegar 45 hringir voru búnir, aftur auglýsingar á 48unda hring. Stöðin getur bara ekki boðið áhorfendum upp á svona lagað, þetta fer að verða þáttur um auglýsingar, með innskotum af formúlu keppni.
Hjörtur Herbertsson, 28.3.2010 kl. 17:32
ÉG segi nú bara svart og hvítt. Eins leiðinleg og keppnin í Barain var, þá var þessi skemmtileg. Eitt allra, allra, allra besta mótið sem maður hefur séð lengi. Það er greinilegt að ég verð að stinga öllum hugmyndum um að hætta að horfa á Formúli 1 lengst niður í skúffu. Eftir þetta mót bíður maður bara eftir því næsta.
Sammála mönnum um auglýsingarnar, en því miður verðum við sennilega bara að kyngja því hér heima, þar sem það eru þessar auglýsingar sem borga fyrir það að við fáum að sjá þessa beinu útsendinu. En á sama tíma held ég að ég fari að skoða eitthvað af þessum erlendu stöðvum sem ég er með, hvort þær séu ekki að senda þetta út með minni auglýsingum.
Og að lokum: velkomin aftur Formúla 1. Svona á þetta að vera.
Sigurður Geirsson (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.