LOKSINS ER FARIÐ AÐ TAKA Á ÞESSUM "UMHVERFISHRYÐJUVERKAMÖNNUM............

Og þeir látnir bera örlitla ábyrgð á skemmdarverkum sínum og óábyrgri hegðun.  En ég get ekki varist því að brosa út í annað yfir þessari frétt; heldur blaðamaður mbl.is virkilega að þessi maður hafi verið dæmdur fyrir að henda poka með þránuðu smjöri í hvalbát??????
mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á hvalveiðimenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mig minnir endilega að hryðjuverkamennirnir hafi fleygt maurasýru og hluti hennar lent á andliti eins hvalveiðimannsins.  Hvaðan ætli þráasmjörið hafi komið inn í myndina?

Annars er þetta ámóta dómur og ég vildi gjarnan sjá fyrir Alþingisníðingana níu hér á landi.

Halldór Halldórsson, 7.7.2010 kl. 09:28

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég er þér alveg sammála, þessi umfjöllun mbl.is um málið er fyrir neðan allar hellur, ég hélt að fjölmiðlar ættu að gæta hlutleysis í umfjöllun sinn en eitthvað fer nú lítið fyrir hlutleysinu þarna að minnsta kosti.  Auðvitað á að dæma Alþingisníðingana níu til smávægilegrar refsingar (kannski eitthvað í þessum dúr) þó ekki væri nema til þess að sýna fólki fram á að það eru TAKMÖRK fyrir því hvað er leyfilegt og hversu langt má ganga í mótmælum og öðru.

Jóhann Elíasson, 7.7.2010 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband