17.8.2010 | 20:04
NÚ ÞARF AÐ KOMA EINHVERJUM "VILDARVINI" AÐ!!!!!!!!!!!!!
Afsprengi LANDRÁÐAFYLKINGARINNAR, BEZTI FLOKKURINN ætlar ekki að láta sitt eftir liggja í að koma "sínu" fólki að í "feitum embættum". Miðað við fréttir af launamálum Orkuveitunnar virðist nú þurfa að gera meira þar innandyra en að skipta bara forstjóranum út.
Tillaga um að Hjörleifur víki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
- AUÐVITAÐ ER "HÆGT" AÐ STÖÐVA VERKIÐ - SPURNINGIN ER EINGÖNGU ...
- ÞÁ ER FYRIRSJÁANLEIKINN Í REKSTRI KOMINN - NÚ Á BARA AÐ FARA ...
- STRANDVEIÐAR.......
- HÚN LÆTUR GREINILEGA BLEKKJAST AF EINHLIÐA FRÉTTAFLUTNINGI RÚ...
- HÚN GETUR EKKI VERIÐ ELSTA MANNESKJA HEIMS EF HÚN ER LÁTIN.....
- EN VERÐUR EITTHVAÐ GERT MEÐ ÞESSAR TILLÖGUR?????????
- SVONA FRÉTTIR GEFA LÍFINU GILDI..........
- NÚ ER "MÆLIRINN" MIKIÐ MEIRA EN FULLUR..........
- ÁRAMÓTAKVEÐJA.........
- ÞETTA VAR NÚ HELSTA "BEITAN" SEM VAR NOTUÐ VIÐ AÐ FÁ ÍSLEND...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 8
- Sl. sólarhring: 343
- Sl. viku: 1904
- Frá upphafi: 1851836
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 1209
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
æi, er ekki sársaukafullt að vera alltaf svona fúll, svartsýnn og þver? vonandi finnur þú gleðina og færð að brosa einhvertíman á næstunni. það er ekki hollt að vera alltaf svona reiður, maður fær bara hausverk .
brynjar (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:20
Hver er svo munurinn á þessu og því sem Sjálfsæðisflokkurinn (flokkur stóru og ríku kalla og kellinganna) og framsókn (bændaflokkurinn) gerðu saman?
Er þetta ekki nákvæmlega það sem fyrrverandi meirihluti gerði?
Að koma sínu fólki fyrir í feitu stöðurnar með bestu launin?
Ég sé ekki betur, eini munurinn er að þetta var loforð. Spillinginn uppá borðið.
Jón Jónsson (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 20:32
Predikuðu ekki Landráðafylkingin og Bezti flokkurinn að ef þessir flokkar kæmust að yrði spillingin að baki, Jón og Brynjar?????
Jóhann Elíasson, 17.8.2010 kl. 20:40
og hvað með það ef besti flokkurinn kemur sínum að ef þeir eru hæfir ?? Ekki margir sem að hafa sýnt einhverja hæfni hingað til hvort sem það eru bankar eða annað, fínt að fá uppstokkun !
Guðlaug (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 21:19
Alveg sprenghlægilegt svona neikvætt fólk sem þú ert kallinn minn!Ertu ekki rekstarfræðingur? Enn hvað ég skil að þú viljir hafa mannin áfram svo hægt verði að sökkva fyrirtækinu almennilega. Á bara ekki láta Hjörleif halda áfram og ráða Jón Ásgeir í að hjálpa karlgarminum? Gera þetta almennilega....
Svona er málið: Starfsmaður er látin víkja því hann kann ekki starfið. Ekkert annað. Þó Besti Flokkurinn myndi kasta upp teningi til að fá betri stjórnanda og ALLIR sem einn væru í boði, gæti það bara batnað"! Mjög einfalt, enn alltof flókið fyrir íslenska fræðinga af öllum tegundum.
Starfið er laust og vonadi fær það einhver sem kann, númer eitt, sem getur hent á gafl afætunum úr fyrirtækinu sem ríða röftum innanhúss, og haldið utan um þetta battery.
Íslenskir fyrirtækjastjórnendur eru svo lélegir almennt að þeir gætu ekki látið gullnámu bera sig. Það kann engin neitt í rekstri í landinu og það á engin að fá nein föst laun í svona vinnu. Bara árangurstengd...
Óskar Arnórsson, 17.8.2010 kl. 22:01
Það er með svona stjórnir að þær hafa enga vernd fyrir misvitrum stjórnmálamönnum. Þannig rak Álfheiður Ingadóttir alla stjórn Sjúkratrygginga á einu bretti án þess að stjórnin hefði nokkuð til saka unnið. Tróð svo sínum vinum inn. Sama er Jón Gnarr að gera, mun setja einhvern manna sinn inn. En eru allir íslendingar (með gullfiskaminnið) búnir að gleyma þegar Lady Gaga gekk ekki ógrátandi til svefns á vormánuðum s.l. árs vegna þess að hún vildi reka opinberan starfsmann. Sá heitir Valtýr og er ríkissaksóknari. Henni tókst það ekki (auðvitað) þar sem hann hafði ekkert til saka unnið. Svona stjórnlaust hatur og vitlaus framkoma forsætisráðherra er óþekkt í sögu Íslands. Gleymið þessu ekki.
Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 22:07
Óskar, hvar kemur það fram í færslunni að ég vilji hafa Hjörleif áfram?????? Þú ættir nú aðeins að athuga hvað þú setur frá þér, það er ágætt að lesa hlutina yfir áður en þú ýtir á "senda"!!!!
Jóhann Elíasson, 17.8.2010 kl. 22:19
Örn Johnson. Hvað verður maður að drekka til að fá svona skoðun eins og þú ert með? Jón Ásgeir er bestur í þetta eins og ég sagði. Lalli Jóns vinur hans getur hjálpað honum í þessu forstjóramáli. Valtýr þekkir báða mjög vel..hehe..meiru sauðirnir sem búa á þessu skeri. Það þarf að hreinsa algjörlega út úr þessu fyrirtæki og hætta að hlusta á væluskjóður og kellingar í öllum málum.
bara svo þú vitir það Örn minn þá er Valtýr sekur um vanrækslu í störfum sínum og ekki bara sem saksóknari. Líka i starfinu á undan. BB hafði ekki við að bjarga honum úr klípum...og gerir enn. Til hvers eru vinir? :)
Óskar Arnórsson, 17.8.2010 kl. 22:25
Ég sá nýlega könnun þess efnis að þeir sem væru svartsýnir og skiptu skapi ættu meiri líkur til að lifa lengur
Sigurður Haraldsson, 18.8.2010 kl. 01:04
OR var siglt á kaf í tið R listans - sexmenningar Sjálfstæðisflokksins stöðvuðu útrásina hjá fyrirtækinu og hafa sennilega komið í veg fyrir gjaldþrot þess - Hvað varðar þessar mannabreytingar - þá lofaði gnarr - allskonar fyrir aumingjana - hann er bara að standa við það loforð - fyrst Lýsingarmaðurinn - núna ????
Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.8.2010 kl. 01:39
Það liggur við að hver sem ráðinn verður, þá mun hann vera hæfari en afdankaði júristinn Hrjöleifur Kvaran til þess að gegna þessari stöðu. Ef Sjálfstæðisflokkurinn væri enn við völd, þá hefðu þeir væntanlega valið bókasafnsfræðing með bláa passann til þess að taka við af hinum gjörsamlega óhæfa Friðriki Sophssyni sem forstjóra Landsvirkjunar. Bæði OR og Landsvirkjun standa mjög illa í dag, þökk sé Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn er varðhundur valds, spillingar og sérhagsmuna sem í langflestum tilvikum bitnar illilega á þjóðarhag.
Guðmundur Pétursson, 18.8.2010 kl. 04:58
Jóhann!
OR hefur verið stjórnað af vitleysingum í mörg ár. Ég þarf ekkert að lesa yfir neitt í þessu máli. Við eigum að styðja allar úthreinsanir af fólki sem hefur hagað sér árum saman eins og þeir séu meira eða minna á endalausu fylleríi. Það eru fleyri enn Hjörleifur sem þurfa að finna sér eitthvað annað að gera. Ekki bara sitja og hvarta og kveina þegar loksins einhver nennir að gera eitthvað. Og spyr aftur hveort þú sért ekki rekstarfræðingur? Er það ekki menneins og þú sem maður á að hlusta á þegar allt er komið í tóma þvælu?
Hjörleifur hefur ALDREI sýnt neitt sem sýnir að hann hafi hugmynd um hvernig á að stjórna fyrirtæki. Hann er bara góður í að láta líta út fyrir að hann kunni það. Og á því tvennu er stór munur.
Málið er að það hefur byggst upp kúltúr á Íslandi sem hefur þannig áhrif að menn halda að þeir tilheyri einhverjum aðli. Þetta eru Ríkisstarfsmenn margir hverjir sem vilja fá sömu laun og fyrirtæki sem græða mikið. Fyrirtæki á Íslandi taka lán til að borga arð! Hvar í veröldinni annarsstaðar taka fyrirtæki lán til að sýna fínar tölur í bókhaldi?
Bara á Íslandi. 'I öðrum löndum heitir það glæpur.
"Aðallinn" á Íslandi er eins og samansafn pelabarna sem búið er að gefa of mikið nammi og svo er ekki hægt að stoppa. Ég hef persónulega talað við og átt í samskiptum við fólk í "góðum stöðum" sem haga sér þannig að þeir eiga allan heiminn. Sem hafa misst alla jarðtengingu. Og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að segja, þeir vita hvað "skríllinn" vill heyra svo þeir geti haldið áfram sama lífsstíl og botnlausri eyðslu með lánuðu fé.
Og það er ekki bara OR starfsfólk sem leyfir sér að hegða sér svona. Þetta er lífsstíll sem hefur þróast á Íslandi sem engin hefur ráð á lengur eða allavega ekki í dag og næstu árinn. Þeir sem ekki vilja breyta þessu á að henda út úr fyrirtækjunum án fallhlífar og trygginga. Það þarf að stoppa þetta peningafyllirí út um alltí landinu...
Er þetta eitthvað flókið?
Óskar Arnórsson, 18.8.2010 kl. 07:51
Jú, Óskar þér veitir sko ekkert af því að lesa yfir það sem þú skrifar áður en þú sendir það frá þér í það minnsta skaltu ekki vera með fullyrðingar sem þú greinilega veist ekkert um og upphrópanir sem lítið sem ekkert er á bak við. T.d. að HVERGI NEMA Á ÍSLANDI séu tekin lán til þess að greiða út arð, þessi fullyrðing er bara "kjaftæði" og það algjörlega rakalaus. Ég hef í störfum mínum sem rekstrarráðgjafi séð nokkuð mikið af þessu og veit að þetta er mikið gert í Bandaríkjunum ég veit um nokkur dæmi frá Svíþjóð og Noregi og sjálfsagt eru þau fleiri en ég hef ekki kynnt mér þetta í fleiri löndum. Málið er að yfirleitt eru arðgreiðslur MJÖG háar og þegar kemur að því að greiða arðinn út, eru tekin SKAMMTÍMALÁNtil að standa undir greiðslunni, því yfirleitt hafa fyrirtæki ekki svo mikið lausafé á sínum snærum að þau standi undir þessu. Ég ætla ekki að fara að verja rekstur OR en ÉG VEIT að hann hefur verið í molum MÖRGundanfarin ár og það sem er verst í mínum huga er að OR hefur verið notað sem "ruslakista" af pólitíkusum í Reykjavík, þangað hafa verið sendir menn sem hefur þurft að losna við úr borgarapparatinu og þarna eru þeir settir á MJÖG HÁ laun sem þeir vinna engan vegin fyrir (eru áskrifendur að laununum sínum). Þú ættir að prófa að vera stjórnandi í fyrirtæki sem er með pólitíska stjórn yfir sér, ég hef séð mörg dæmi um að það er ekki auðvelt og verst er þegar pólitíkusarnir ætla að fara að "kaupa" sér vinsældir á kostnað fyrirtækisins (það er engu líkara en að þeir haldi að peningar vaxi á trjánum). Vafalaust er það alveg rétt hjá þér að einhverjir hafa misst alla "jarðtengingu" og ég vona svo sannarlega að þar sé um að ræða mikinn minnihluta, sem betur fer hef ég ekki rekist á slíkt fólk í mínum störfum, enda hefur minn starfsvettvangur ekki verið í þessum "útrásargeira" (sem betur fer, því ég er ekki viss um að það hefði mikið verið farið eftir mínum ráðleggingum þar). Ég hef ekki skilið þessa starfslokasamninga sem eru gerðir við þessa "toppa" ég sé ekkert sem mælir gegn því að þeir séu með sama uppsagnarfest og aðrir starfsmenn.
Jóhann Elíasson, 18.8.2010 kl. 09:32
Algjörlega sammála að OR er ruslakista fyrir vini og kunningja sem þurfa á launum að halda. OR er svona félagsmálastofnun fyrir "aðalinn" og það eru fleyri svona stofnanir.
Að fyrirtæki sem þurfa að greiða út arð taki skammtímalán er líka rétt. Arður í fyrirtæki ýðir að fyrirtækið sé með gróða enn ekki skuldir. Þegar fyrirtæki sem ekki græðir er engin arður. Sé lán tekið til að fegra bókhaldið og þar fyrir utan greiddur út "arður" af engum gróða, kallst það fyrir að menn ræni eigið fyrirtæki eða fyrirtækið sem því er trúað fyrir að reka. Það kanntu sjálfsagt sem rekstarfræðingur. Og það er ekki liðið í neinu landi.
Starfslokasamningar þurfa að vera bundnir arði líka. Á Íslandi eru menn að stefna inn kröfum um "starfslokasamninga" og einhverjar "fallhlífagreiðslur til t.d. banka sem er þrotabú. Og þeir sem gera þetta eiga að vita mest um hvernig í pottin er búið.
Jón Gnar hefur fullan skilning á þessu. Hann er með sínum mönnum að berjast við inngróna mafístarfssemi í Reykjavík og veit nákvæmlega við hverja hann er að eiga. Algjörlega. Til að ná árangri þarf hann stuðning frá öllum sem vilja hreint borð. Frá mönnum sem kunna eitthvað.
Ég er engin fræðingur á þessu sviði enn ég hef rekið fyrirtæki bæði erlendis og heima. Ég hef líka unnið árum saman með afbrot fanga bæði innan sem utan fangelsa. Ég hef átt óteljandi samtöl við fólk úr flestum stettum efnahagslífs sem eiga það sameiginlegt að vera í fangelsi. Ég þekki sögu fjármála á Íslandi alveg sæmilega en hef ekki tekið þátt í þeim sjálfur. Ég hef verið áhorfandi. Stundum hættulega nálægt. Jú einu sinni tók ég smá þátt, það var í Kaupþingi. Málið er fyrnt. Sumir bófarnir enduðu sem þingmenn. Þeir sem voru féflettir af bófunum fengu sektir og sumir dóma.
Á Íslandi heitir umsýsla peninga "óhófleg eyðsla" þegar stjórn fyrirtækja lekur peningum í sjálfan sig í allskonar formi. Menn reyna varla að fara í felur með þetta. Erlendis, alla vega í Evrópu og USA er þetta kölluð svik.
Fyrirtæki taka stærri lán til að greiða þau minni. Þar sem upphæðirnar eru háar þykir sjálfsagt að nota hluta af milliupphæðinni fyrir sjálfan sig. Ránsfengurinn er kallaður allskonar nöfnum. Bókhaldarar taka þátt í þessum skollaleik. Lögfræðingar sömuleiðis. Endurskoðendur snyrta þetta til í akkorði. Enn eiginlega er allt þetta óþarfi þegar kemur að Ríkinu. Menn þurfa ekkert að fela sig. Því þeir eru á máfíueyjunni.
"ég vona svo sannarlega að þar sé um að ræða mikinn minnihluta" ætlaðru ekki að segja "meirihluta"? Ég er ekki að tala um að eigandi fyrirtækis noti bíl prívat á kostnað fyrirtækis eð éti frítt. Eða fái ferð til Spánar með fjölskyldunna. Eða að einn og einn sumarbústar sé greiddur fyrir forstjóra með fyrirtækispeningum og engin launaskattur greiddur. Að hestur sé keyptur fyrir dótturinna og kallaður "hestakjöt fyrir starfsfólk" í bókhaldi.
Þetta er tittlingaskítur og þú veist það. Þegar græðgin er komin á þetta plan sem OR sýnir og hefur sýnt árum saman og þegar þessi hegðun er orðin sú algengasta sem til er í stórfyrirtækjum, þarf að spyrna við fótum. Og aftur, ef þetta íslenska kerfi á að geta gengið af einhverju viti í framtíðinni, þurfa menn eins og þú að fagna öllum svona breytingum, styðja þær og kalla á fleyri.
Og það þarf að finna hver stjórnar peningamálum raunverulega í OR. Það hefur ekki verið Hjörleifur. Að það sé pólitísk stjórn er alltof óskýrt. Oft þeir sem hafa töglin og haldirnar láta aldrei nafn sitt koma fram nokkurstaðar. OR míglekur og það er allt í lagi að einhver væli þegar tekið er á málum.
Óskar Arnórsson, 18.8.2010 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.