ÞAÐ HLAUT AÐ KOMA AÐ ÞESSU, EN...................

"Strákarnir okkar" hafa ýmislegt sér til afsökunar.  Fyrir það fyrsta þá voru dómarar leiksins alveg skelfilegir en það í sjálfu sér er ekki næg afsökun því það verður bara að segjast eins og er leikur "strákanna okkar" var einhver sá lélegasti sem ég hef séð til þeirra í langan tíma og dettur mér helst í hug að þeir hafi látið frammistöðu dómaranna fara í skapið á sér, en það er bara ávísun á tapleik. Í fljótu bragði man ég eftir FJÓRUM mörkum, sem hinir arfaslöku dómarar höfðu af "strákunum okkar" með frammistöðu sinni.
mbl.is Fyrsta tap Íslands á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Handoltafregnir - Allt um handbolta!

Guðmundur sagði í viðtali eftir leikinn að þeir væru búnir að telja 7 vítaköst sem þeir áttu að fá en fengu ekki!

En þrátt fyrir arfa slaka frammistöðu dómarana voru strákarnir okkar einfaldlega ekki nógu góðir ;/

Handoltafregnir - Allt um handbolta!, 22.1.2011 kl. 19:54

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Algjörlega á sama máli en eins og ég sagði þá voru mörkin sem ég mundi eftir í fljótu bragði sem dómararnir höfðu af "strákunum okkar" fjögur en ég ætla ekki að mótmæla því að þau hafi verið sjö.  Leikurinn gat ekki verrið öllu lélegri af okkar hálfu miðað við þann leik sem strákarnir hafa sýnt til þessa.

Jóhann Elíasson, 22.1.2011 kl. 20:03

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta var óneitanlega slakur leikur hjá okkur, öll lið lenda í lægð og eiga slæma leiki. Það var kannski lán í óláni að það gerðist í þessum leik. Við komum því brjálaðir til leiks á móti Spánverjum og Frökkum, þegar mest ríður á. Strákarnir okkar hafa staðið sig frábærlega, ekkert breytir því, gleymum því ekki hvernig sem fer.

Áfram Ísland!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.1.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband