17.4.2011 | 09:13
SVONA Á KAPPAKSTUR AÐ VERA................
Maður varð sko ekki svikinn af því að hafa ekki dottið í það í gærkvöldi, sem hefði haft það í för með sér að ég hefði misst af einhverjum albesta kappakstri í langan tíma. Ég hef nú ekki séð öllu aulalegri mistök, heldur en þegar Button keyrði inn á þjónustusvæði Red Bull í sínu fyrsta stoppi, en við það tapaði hann tveimur - þremur sekúndum, sem reyndist honum ansi dýrkeypt þegar upp var staðið. Það var ljóst að tveggja stoppa áætlunin varð Red Bull að falli, Pirelli dekkin hafa ekki enn þá endingu að ráða við tveggja stoppa áætlun á þessari braut og því missti Vettel sigurinn til Hamiltons. En akstur keppninnar átti Mark Webber, það voru örugglega ekki margir sem áttu von á því að hann kæmist úr 18 sæti í það þriðja. Þá olli frammistaða Rosberg mér miklum vonbrigðum en hann stóð sig mjög vel þar til að níu hringir voru eftir af keppninni, þá missti hann hvern eftir annan framúr sér það er engu líkara en hann vanti smá "kaffitorg" í sig til að klára dæmið. Aftur á móti var "gamla brýnið" hann Schumacher alveg frábær í þessari keppni og sýndi gamla takta en manni hefur þótt hann vera full "hlédrægur" stundum en það virðist eitthvað vera að breytast.
Tær snilld í Sjanghæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Formúla 1 | Breytt s.d. kl. 09:19 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ERU LÖGIN UM SEÐLABANKA ÍSLANDS ILLA UNNIN OG BEINLÍNIS RANGT...
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLA...
- MIÐAÐ VIÐ "GÆÐI" OPINBERRA FJÁRHAGGSÁÆTLANNA MÁ GERA RÁÐ FYRI...
- NOKKUÐ MÖRG LÖG SEM ÞARNA HAFA VERIÐ BROTIN.......
- HVERJUM HEFUR HÚN EKKI SÝNT ÓVIRÐINGU Í ÖLLUM SÍNUM SAMSKIPTU...
- HVAÐA MISTÖK????????
- ÁLIKA RAUNHÆFT OG FLUGVÖLLUR Í HVASSAHRAUNI..........
- ÞAÐ VIRÐIST EKKI VERA NEINN MÖGULEIKI TIL AÐ HAFA "TAUMHALD" ...
- HVAÐA KANNANIR ERU ÞAÐ SEM SÝNA FRAM Á AÐ "MEIRIHLUTI" ÍSLEND...
- SÍÐAN HVENÆR FÓRU BIFREIÐAVIÐSKIPTI Á ÍSLANDI FRAM Í DOLLURU...
- ÞARF HÚN EKKI BARA AÐ FARA AFTUR TIL GEORGÍU TIL AÐ MÓTMÆLA???
- ER ÞETTA FYRIRBOÐI ÞESS AÐ VIÐ FÁUM FRÉTTIR AF ENN STÆRRI OG ...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.11.): 228
- Sl. sólarhring: 289
- Sl. viku: 2270
- Frá upphafi: 1832297
Annað
- Innlit í dag: 108
- Innlit sl. viku: 1516
- Gestir í dag: 95
- IP-tölur í dag: 95
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála hverju orði, Jóhann. Þetta var frábært frá upphafi til enda. Man ég það ekki betra og hef þó á margan kappaksturinn horft síðustu áratugina! Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég heyri að formúlan komi í veg fyrir að menn fái sér í tána!!!
Ágúst Ásgeirsson, 17.4.2011 kl. 10:50
Já Ágúst, einhvern tíma verður allt fyrst. En mikið óskaplega er ég feginn að ég skyldi sleppa því að fá mér neðan í því í gærkvöldi, kannski ég haldi bara upp á það í kvöld??????? Gott að þú skemmtir þér líka, en að mínu mati þá bauð þessi kappakstur upp á allt sem maður getur farið fram á.
Jóhann Elíasson, 17.4.2011 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.