20.6.2011 | 14:45
FERÐAÞJÓNUSTAN þolir ENGAR raskanir.................................
Enda hefur það nýlega komið fram að ferðaþjónustan er rekin með sáralítilli framlegð og það gefur náttúrulega auga leið að atvinnugrein sem er þannig ástatt fyrir er afskaplega viðkvæm fyrir öllum áföllum. Það hefur alla tíð verið þannig að kjaradeilur bitna harðast á þriðja aðila, þeim aðila sem á ENGAN hlut að deilunni, svona er þetta og líklega verður ekki breyting á. Fréttaflutningur af þessari kjaradeilu hefur mér fundist nokkuð einhliða þar sem alfarið er tekinn "sjónarmið" ferðaþjónustunnar og nokkuð mikið virðist vera gert af því að gera flugmenn tortryggilega. Það sem virðist fara mest fyrir brjóstið á fjölmiðlafólki, er að flugmenn eru svosem ekkert að "lepja dauðann úr skel" enda virðist það nú vera þannig að hér á landi eigi ALLIR að hafa það JAFN SKÍTT. Ekki viljum við að flugmennirnir, sem fljúga með okkur á milli landa, séu einhverjir "slúbertar" sem ekkert kunna eða geta. Flugmenn eru með á bakinu alveg rándýrt nám, gífurlega mikla ábyrgð, fremur stuttan tíma í starfi (þeim er gert að fara fyrr á eftirlaun en almennt gengur og gerist). Alveg fannst mér nú keyra um þverbak í umfjöllun Stöðvar 2, í fréttum í gærkvöldi um þetta mál, en þar voru laun Heilagrar Jóhönnu og flugmanna borin saman; fyrir það fyrsta þá eru flugmenn EKKI opinberir starfsmenn og því á þessi samanburður ekki við, í öðru lagi veit ég ekki til að flugfreyjunámið hennar hafi krafist þess að hún "pungaði" út tugum milljóna króna, í þriðja lagi virðist það vera að hún beri EKKI NOKKRA ÁBYRGÐ á aðgerðum/aðgerðaleysi sínu. Það að fréttaflutningur af þessari deilu er svona einhliða ætti að segja okkur að eitthvað er ekki eins og það á að vera og höfum í huga gamla máltækið "SJALDAN VELDUR EINN ÞÁ ER TVEIR DEILA". Sennileg vitum við ekki alla söguna................
Við þolum þetta ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- contact
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gunnlauguri
- gustafskulason
- godurdrengur
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- lifsrettur
- magnuss
- magnusthor
- marinogn
- mal214
- njallhardarson
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- oskareliasoskarsson
- pallvil
- frisk
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- summi
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- "ÚLFUR Í SAUÐAGÆRU"??????
- HVAÐA "PABBABRANDARI" ER EIGINLEGA Í GANGI??????
- ÞVÍ MIÐUR VIRÐAST LANDSMENN ÆTLA AÐ LÁTA "BLEKKJA" SIG........
- ÞESSI MANNESKJA STOPPAR EKKI NEMA HÚN VERÐI STÖÐVUÐ........
- "ENDURSKOÐUN" EES SAMNINGSINS ÞÝÐIR Í RAUNINNI "UPPSÖGN" SAMN...
- EN "GAGNSÆIÐ" Á EKKI VIÐ UM PÍRATANA.........
- BENSÍN - OG OLÍUGJALD HÆKKA UM 2,5% UM NÆSTU ÁRAMÓT.........
- "ÞAÐ ER EKKI EIN BÁRAN STÖK Í 12 VINDSTIGUM"...........
- ÞETTA MÁL VIRÐIST ÆTLA AÐ HAFA AFLEIÐINGAR ENDA ER ÞAÐ VÍST...
- HANN ER ÞÁ "TÍKARSONUR" (SON OF A BITCH).................
- EF GRANT ER SKOÐAÐ ÞÁ ERU PRÓFKJÖR EKKERT ANNAÐ EN "GRÓF FÖLS...
- OG ÞESSI FLOKKUR BÆTIR VIÐ FYLGI SITT SAMKVÆMT SKOÐANAKÖNNUNU...
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 178
- Sl. sólarhring: 352
- Sl. viku: 2327
- Frá upphafi: 1837311
Annað
- Innlit í dag: 112
- Innlit sl. viku: 1324
- Gestir í dag: 106
- IP-tölur í dag: 105
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Helsta ástæða þess að ferðaþjónustan er rekin með sáralítilli framlegð er sú að helsti ferðamannatíminn er stuttur eða ekki nema 3-4 mánuðir. Fastur kostnaður er mikill allt árið og framlegðin þarf að bera það. Þó hefur verið unnið við að lengja þennan tíma og efla þjónustu allt árið.
Það er ekki hægt að tala um það að hafa það „jafnskítt“ að vera með mörg hundruð þúsund króna laun á mánuði fyrir utan vaktaálag og fríðindi.
Það vill þannig til að það er talsvert af „slúbertum“ í stétt flugmanna rétt eins og öðrum stéttum, jafnvel meira en í öðrum stéttum! Margir þeirra stíga ekki í vitið og þrátt fyrir ströng inntökuskilyrði flugfélaganna virðast alltaf slæðast með einhverjir sem frekar ætti að treysta fyrir malarskóflu eða öðru álíka einföldu. Kostnaður við nám á ekki að vera mælikvarði á laun fólks heldur miklu fremur framboð og eftirspurn eins og í öðrum viðskiptum. Að því leiti er starf flugmanna eftirsótt enda námið stutt og auðvelt en nokkuð dýrt en langt í frá tugir milljóna eins og kemur fram að ofan. Margir þeir sem fara í flugnám enn í dag sjá fyrir sér glauminn og „glamúrinn“ sem fylgdi því að vera flugmaður í árdaga flugsins. Svo er ekki farið enda vinnutími langur þó hann sé kannski ekki eins langur og áður var, hvíldartíminn tiltölulega stuttur og mikið álag á líkamann vegna tímamismunar. En það er fyrir löngu búið að taka tillit til þessa í samningum flugmanna og eru þeir jafnvel með þrengri vakt- og hvíldartímareglur en lög gera ráð fyrir.
Samanburðinn við laun forsætisráðherra er eðlilegur í því ljósi að hún sagði að enginn innan Ríkisins ætti að hafa hærri laun en hún. Svo vill til að flugmenn Gæslunnar eru starfsmenn Ríkisins og miðast laun og þeirra og kjarasamningur við kjarasamning flugmanna Icelandair og hefur gert í mörg ár. Það ætti þó ekki að vera áhyggjuefni Icelandair eða FÍA að hugsa um slíkt á sínum fundum
Rétt er hjá þér að við vitum ekki alla söguna. Því er meira áhugavert að vita um hvað deilan snýst ef það er ekki almenn hækkun launa.
Nonni (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 12:34
Nonni, þakka þér fyrir innlegg þitt. Ekki erum við alveg sammála en mér sýnist nú aðallega vera það að ekki séum við að tala alveg sama "tungumálið" þarna. Þegar ég tala um að það virðist vera að allir virðist eiga að hafa það "jafn skítt", virðist stefna ríkisstjórnarinnar vera sú að þeir sem séu með laun yfir vissum mörkum þurfi ekki á launahækkunum að halda. Ég get ekki séð annað en að þeir sem taka á hendur dýra menntun til að sinna ákveðnu starfi, sjái það fyrir sér að þeir fái góð laun að því námi loknu, að öðrum kosti verður ENGIN ásókn í það nám og með tímanum leggst sú starfstétt af. Með að flugnám kosti tugi milljóna króna skal ég aðeins bakka með en sem dæmi get ég sagt að ég þekki til manns sem tók atvinnuflugmannspróf og kostaði það 12 milljónir króna, áður hafði sami einstaklingur tekið einkaflugmannspróf og fyrir það greiddi hann þrjár milljónir króna. Það virðist ENGIN atvinnugrein geta sloppið við að "slúbertar" slæðist þar inn og þekkjum við báðir mörg dæmi þess úr mörgum greinum. Samanburðurinn við laun forsætisráðherra er algjörlega út í hött Heilög Jóhanna sagði það að "ENGINN INNAN RÍKISINS (þar er átt við opinbera geirann, því hún hefur ekki neina lögsögu um laun hjá einkageiranum) ÆTTI AÐ VERA Á HÆRRI LAUNUM EN FORSÆTISRÁÐHERRA".
Jóhann Elíasson, 21.6.2011 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.