"HLUSTA Á RÖDD ÞJÓÐARINNAR"!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Sagði Ögmundur, vegna þess fjölda undirskrifta, sem honum höfðu borist vegna vegatolla.  Þetta voru svolítið furðuleg orð, því ekki hefur "ríkisstjórn fólksins" haft það að leiðarljósi að hlusta á það sem þjóðin segir.  Ef það hefði verið gert væri fyrir löngu búið að draga ESB-innlimunina til baka.
mbl.is „Hreinskiptinn fundur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Því miður er ekkert að gerast í íslensku atvinnulífi. Það er engin nýsköpun eða fjárfesting í gangi innan við íslenska krónumúrinn. Útgerðarfyrirtæki gera upp í evrum og færa má fyrir því rök að sjómenn á aflahlut eru í raun utan við krónumúrinn.

Íslenskt þjóðfélag er við þröskuld gríðarlegra fólksflutninga þar sem okkar besta fólk mun fara.

Það eru í raun eitt íslenskt fyrirtæki, Icelandair á íslenskum hlutbréfamarkaði. Marel er í raun ekki lengur íslenskt fyrirtæki þótt það sé að hluta til skráð hér og stoðtækjafyrirtækið Össur er skráð þar gegn vilja eigendanna enda er það komið með danskt vegabréf. Hin þrjú fyrirtækin eru færeysk.

Íslenskt velferðarkerfi, atvinnuleysisbætur, ororkubætur, heilbrigðiskerfi og menntakerfi og meira að segja atvinnubótavinna þúsunda bankamanna og starfsmanna fjármálastofnanna sem og skuldasöfnun ríkisins þar á meðal næstum 400 miljarðarnir vegna gjaldþrots Seðlabankans og gjalþrot Íbúðarlánasjóðs, Byggðastofnunar ofl.

Það að kvótaeigendur halda út Morgunblaðinu til að verja kvótakerfið og hindra samninga við ESB en hvað tekur við á skuldsettri eyju þar sem við blasir áratuga stöðnun á bak við krónumúr.

Skv. skoðanakönnun í Grikklandi telur 80% grikkja að hrun þeirra hefur ekkert með evruna að gera og hagstærð Grikkland (eða hagsmæð) er léttvægt miðað við evrusvæðið. Ég er ekkert að segja það sé neitt fagnaðarerendi að taka upp evru (ef við viljum það og eigum þess kost). Krónan er í raun áskrift að áframhaldandi gjaldeyrishömlum. Það eru yfir 400 miljarðar ef erlendu fé bundið í íslenska hagkerfinu auk þess að í raun mun landið þurkast af fjármagni nema hér séu ofurvextir. Þetta verður ekkert flókið það verða hreinlega sáralitlar samgönguframkvæmdir hér án vegatolla eins og Ömmi hefur komið til skila.

Varla er það þjóðhagslega hagkvæmt að selja ódýrasta bensín og olíu Evrópu (ef raungengi íslensku krónunnar er skoðað).

Allar opinberar framkvæmdir verða og eru kostaðar af skattgreiðslum svona hefur það alltaf verið og ætti ekki að koma á óvart. Tekjur ríkisins duga ekki fyrir útgjöldum og eru í íslenskum krónum meðan skuldirnar eru í gjaldeyrir.

Það eru engar nýframkvæmdir eða nýsköpun í hinu íslensku þrotabúi og það er enginn tilbúinn að hætta sínu fé hérna.

Það er ofgnótt af hagfræðingum/viðskiptafræðingum/stjórnmálafræðingum og lögfræðingum á Íslandi en þessar stéttir koma ekki til með að skapa mikil verðmæti. Raungreina- og tæknimenntað fólk er í stórum stíl að yfirgefa landið og eftir sitja örorku- og ellilífeyriþegar með íslenskum stjórnmálamönnum ásamt hagfræðingum/viðskiptafræðingum og lögfræðingum enda er verið að unga þessu fólki út ennþá í stórum stíl af svokölluðum "háskólum" á Íslandi m.a. eru útskrifaðir lögfræðingar frá 4 stöðum.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 06:59

2 identicon

"Koma hjólum atvinnulífsins af stað"

Af hverjum með hverju?

Því miður er Landsvirkjun vart lánshæf og þeir geta í raun ekki fjármagnað virkjunarframkvæmdir og þess vegna er ekkert gert. OR er "de facto" gjaldþrota enda fyrirtækið mergsogið og fyllt upp af skuldum og skuldabyrðin er að kremja fyrirtækið og þar á meðal íbúa Reykjavíkur.

Það er ekki þvergirðingsháttur VG sem stöðvar uppbyggingu, því miður.

Skattabyrðin er of há, þjóðarkakan er að dragast saman og það mun þýða blóðugan niðurskurð á hinu opinbera og stórfelldar uppsagnir. Dómínókubbar hins íslenska viðskiptalífs eru að hrinja. 1/4 - 1/3 fyrirtækja er í raun gjaldþrota og 2/3-1/2 þeirra sem eftir eru eru í gríðarlegum vandræðum.

Olíuverð á heimsmarkaði mun snarhækka.

Enginn stjórnmálaflokkur er í raun með neina vitrænt plan og enda verður þetta fleirri áratuga áætlun að skrúfa niður skuldsetningu og ryksuga fjármagn út úr íslenska hagkerfinu.

Gunnr (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 07:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband