31.8.2011 | 11:40
ER HEIMÓTTARHÁTTURINN ALLT AÐ KÆFA HÉRNA???????????
Og hvað er það sem þarf að skoða svona vel???? Þessi maður er að koma með mikla fjármuni inn í landið, ég held að við höfum rekið okkur nokkuð hressilega á það að peningar vaxa ekki á trjánum og fjármunir er sú innspýting sem okkur vantar í hagkerfið til þess að fá hlutina af stað. Það sem ég held að mesta hræðslan hjá okkur ætti að vera er að "Ríkisstjórn Fólksins" nái á sinn einstaka hátt að KLÚÐRA þessu tækifæri fyrir þjóðinni eins og öðrum framfaramálum. Það hefði kannski verið betra hjá þessum manni að stofna bara skúffufyrirtæki í Svíþjóð og kaupa Grímsstaði á Fjöllum án þess að tala við þessa afturhaldsseggi Gunnarsstaða-Móra, Ögmund og Svandísi. Svo verður kannski næst á dagskrá hjá kommaliðinu að reisa einskonar Kínamúr umhverfis landið, en hvar á að taka peninga í þá framkvæmd????????..................
Nú rjúka menn upp til handa og fóta yfir þessu. Það er kannski rétt að benda á það að Grímsstaðir á Fjöllum hafa verið til sölu í fjölda ára og enginn séð nokkra ástæðu til svo mikið sem að skoða jörðina bara talið þetta vera verðlausa auðn lengst uppi á öræfum. En núna þegar erlendur aðili vill kaupa þá er um að ræða ómetanleg náttúruauðævi. Eru þetta ekki dæmigerð viðbrögð hjá VG (WC) og okkur Íslendingum almennt????
Á að selja Grímsstaði? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Bloggvinir
- annabjorghjartardottir
- arnarthorjonsson
- skagstrendingur
- formula
- reykur
- flinston
- asthildurcesil
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- bjornaxelsson
- bokin
- dagsol
- einarbb
- einarvill
- einarorneinars
- finnur
- fritzmar
- georg
- gislim3779
- gudbjornj
- gutti
- elnino
- manix
- zumann
- gmaria
- noldrarinn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gunnsithor
- gustafskulason
- halldorjonsson
- hallurhallsson
- hbj
- hallibjarna
- heimssyn
- formannslif
- diva73
- helgatho
- helgigunnars
- hordurhalldorsson
- ingagm
- ingolfursigurdsson
- thjodfylking
- astromix
- fun
- jensgud
- ezuz
- joiragnars
- johannvegas
- jaj
- fiski
- jonerr
- bassinn
- jonsnae
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- juliusvalsson
- ksh
- kolbrunerin
- kristinn-karl
- kristinthormar
- stinajohanns
- keh
- kristjan9
- magnuss
- magnusthor
- odinnth
- solir
- olafurjonsson
- os
- pallvil
- ragnar73
- rosaadalsteinsdottir
- hughrif
- fullveldi
- seinars
- nafar
- holmarinn
- sigurdurig
- siggiflug
- siggith
- sigurjonth
- stormsker
- timannatakn
- tibsen
- valdimarjohannesson
- skolli
- valur-arnarson
Nýjustu færslur
- ÆTLAR "SAMGÖNGURÁÐHERRA" AÐ LÁTA MEIRIHLUTA REYKJAVÍKURBORGA...
- ÞRÁTT FYRIR FRAMMISTÖÐU DÓMARANNA TÓKST EKKI AÐ KOMA Í VEG FY...
- ÆTLI ÞEIR GERI SÉR EKKI GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ ÞETTA "VOPNAHLÉ" ...
- NÚNA ÞEGAR RYKIÐ FER AÐ SETJAST EFTIR ÞETTA ÓHUGNANLEGA STRÍÐ...
- EN FYRIR HVERN ÞÓTTIST GUÐMUNDUR INGI VERA AÐ VINNA?????
- Á VIRKILEGA AÐ FARA ÚT Í ÞETTA FYRIRFRAM "DAUÐADÆMDA" VERKE...
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- STÓRA LOFTSLAGSBLEKKINGIN........
- FLEIRI EN EIN HLIÐ Á ÞESSU MÁLI........
- VAR ÞARNA UM AÐ RÆÐA OPINBERT ERINDI SEM HÚN HAFÐI VERIÐ KJÖR...
- "VALKYRJURNAR" HAFA ENGAN TÍMA TIL AÐ VINNA Í "ÞINGMÁLASKRÁNN...
- ER EINHVER "ÓFRÆGINGARHERFERÐ" Í GANGI GEGN FLOKKI FÓLKSINS??
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Formúla 1
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 11
- Sl. sólarhring: 239
- Sl. viku: 1927
- Frá upphafi: 1855080
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 1193
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Geðsjúklingarnir á al.ingisspítalanum þurfa að breyta lygi í sannleika "það vilja engir erlendir fjárfesta hér " ... lol ok ekki alveg beint en nokkuð nálægt því..
Hjörleifur Harðarson, 31.8.2011 kl. 11:48
Þetta er nú líka sovlítð hvaðan þessir peningar koma.
Þessi maður er að því er manni skilst innsti koppur í búri í Kínverska kommúnistaflokknum. Efnaðist mjög skyndilega í valdastöðu þar.
Spurningin hvort ahnn er leppur fyrir kínversk stjórnvöld.
Þetta er mögum sinnum stærra landsvæði en þarf fyrir þá starfsemi sem hann hyggur á.
Allt í lagi að skoða þetta mál vel.
Ekki vildum við selja ítölsku mafíuni Eyjafjörðinn, sama hvð þeir byðu. Það er fleira sem skiptir máli en bara peningar í þessu lífi.
Landfari, 31.8.2011 kl. 12:24
Er ekki nokkuð í lagt að ætla manninum það að vera með einhverja mafíuhugsun, er ekki þetta hluti af "torfkofamenningu" okkar. Hérna fyrir nokkrum árum var verið að hefja menn upp til skýjanna þegar þeir voru að fjárfesta í sjávarútvegi í Mexico, Chile, Brasilíu og víðar en svo ætlar allt um koll að keyra ef erlendur aðili fjárfestir hér á landi...............
Jóhann Elíasson, 31.8.2011 kl. 12:33
Frá hinu sósialistska ríki Mao-kvers og Menningarbyltingar birtist eins og Tilberi
úr sauðalegg, "Marg miljarðamæringur" og vill kaupa Grímstaði á Fjöllum til að gera
staðinn að ferðamanna paradís. Man nokkur söguna. Eða hljómar þetta kunnugleg.
Á fjórða áratuginum síðustu aldar, sóttist hið sósiliska Þýskaland eftir landsvæði á
suðurlandi til að byggja alþjóðaflugvöll fyrir Zepplina og komandi langflugs vélar.
Lesið hvað erlend blöð ofl. segja um þetta og um útflutning á vatni frá Langanesi.
Það hangir meira á spítunni en Golfvöllur á vinda samasta og kaldasata stað landsins.
Og að síðustu er, afar ólíkleg (fyrverandi) að kommiser í kínverska komúnistafloknum
sé orðinn marg miljarðamæringur á ekki lengri tíma sem ætla má að hann hafi stundað
einka rekstur
Leifur Þorsteinsson, 31.8.2011 kl. 14:06
Frá hinu sósialistska ríki Mao-kvers og Menningarbyltingar birtist eins og Tilberi
úr sauðalegg, "Marg miljarðamæringur" og vill kaupa Grímstaði á Fjöllum til að gera
staðinn að ferðamanna paradís. Man nokkur söguna. Eða hljómar þetta kunnugleg.
Á fjórða áratuginum síðustu aldar, sóttist hið sósiliska Þýskaland eftir landsvæði á
suðurlandi til að byggja alþjóðaflugvöll fyrir Zepplina og komandi langflugs vélar.
Lesið hvað erlend blöð ofl. segja um þetta og um útflutning á vatni frá Langanesi.
Það hangir meira á spítunni en Golfvöllur á vinda samasta og kaldasata stað landsins.
Og að síðustu er, afar ólíkleg að (fyrverandi) kommiser í kínverska komúnistafloknum
sé orðinn marg miljarðamæringur á ekki lengri tíma sem ætla má að hann hafi stundað
einka rekstur
Leifur Þorsteinsson, 31.8.2011 kl. 14:09
Jóhann, hefurðu eitthvað fyrir þér í að bendla þennan Kínverja við mafíuna??
Endilega láttu okkur heyra. Ekki vera að lura á þessu.
Landfari, 31.8.2011 kl. 17:30
Það er mesti misskilningur hjá þér Landfari að ég hafi bendlað hann við mafíuna. Ég á ekki von á öðru en að þessi maður sé alveg heill í gegn. Á meðan hann hefur ekki sýnt af sér neinn óheiðarleika geri ég honum hann ekki upp..................
Jóhann Elíasson, 31.8.2011 kl. 17:50
Nú, fyrirgefðu Jóhann en ég hélt að ég hefði lesið í þinni athugasemd "að ætla manninum það að vera með einhverja mafíuhugsun"
Ekki höðu aðrir minnst á mafíuna og þennan mann í sömu setningu. Þess vegna dróg ég þá ályktun að þú vissir eitthvað sem aðrir vissu ekki.
Landfari, 31.8.2011 kl. 18:25
Þú talaðir sjálfur um að hann væri sennilega "leppur" kommúnistastjórnarinnar, er það ekki nokkuð nálægt undirferli og annarlegum hugsunarhætti og er ekki "mafíuhugsun eitthvað tengd svoleiðis löguðu????????????
Jóhann Elíasson, 31.8.2011 kl. 19:52
Nei Jóhann minn ég sagði ekki að hann væri sennilega leppur.
Ég sagði "Spurningin hvort ahnn er leppur fyrir kínversk stjórnvöld." og biðst velvirðingar á að hafa víxlað a og h. Það kemur mafíunni ekkert við.
Þetta þarf að skoða því maðurinn auðgaðist eftir því sem sagt er ótrúlega hratt og var innsti koppur í búri flokksins. Hann vill að vísu sjálfur meina að hann hafi verið lágt settur. Landið sem hann er að kaupa er margfalt það sem þarf undir þá starfssemi sem hann gefur upp.
Helst af öllu hefði ég viljað sjá hann gera þetta átak í ferðaþjónustunni án þess að kaupa landið. Hann þarf þess ekkert. Aðrar erlendar fjárfestingar hér á landi eru byggðar á íslensku landi en ekki "kínversku".
Ég vil bara að þetta verði skoðað mjög vel og ekki komist að neinni niðurstöðu í fljótfærni eins og varð í Magma málinu.
Landfari, 31.8.2011 kl. 20:46
Þú ert nú meiri "kálfurinn" Landfari, ef þú vilt endilega fara í "hártoganir" um það að þú skrifaðir hugsanlega en ég skrifaði sennilega, þá nenni ég ekki að standa í neinu fj..... kjaftæði út af þessu, ef þú ætlar að færa umræðuna yfir á svoleiðis plan þá hreinlega nenni ég ekki að vera að taka þátt í svoleiðis rugli. Ætlir þú út á þær brautir bið ég þig bara að sniðganga síðuna hjá mér. Landið er vissulega stærra en þarf fyrir hótel en það stóð bara ekki til boða að jörðin yrði seld í bútum og segir sig alveg sjálft jarðir eru ekki byggðar upp með hótelrekstur í huga.............
Jóhann Elíasson, 31.8.2011 kl. 21:44
Það er nú akkúrat heila málið Jóhann að þú átt ekki að vera að gera öðrum upp skoðanir, hvort sem þú eða þeir eru kálfar eða álfar eða bara venjulegt fólk. Það er lágmarks kurteisi að hafa rétt eftir. Ef mönnum verður það á að misfara með það biðst venjulegt fólk afsökunar á mistökunum en kallar ekki viðkomandi kálf. Það að þú telur sjálfan þig vera möppudýr er engin afsökun nema síður sé.
Umræðan verður miklu skemmtilegri ef við höldum henni á því plani en færum hana ekki niður á það plan að vera að bölva og uppnefna viðmælendur heldur virða skoðanir þeirra þó þær falli ekki að mans eigin. Svara þeim með rökum en ekki skítkasti.
Ef þú sérð engan mun á því hvort sagt sé að þú sért hugsanlega kynferðisafbotamaður eða að þú sért sennilega kynferðisafbrotamaður þá hefurðu engan skilning á íslenskri tungu því það er haf og himin þarna á milli.
En varðandi málið þá fengir hvorki þú né nokkur annar að kaupa svona land í Kína. Ég vil líka ítreka það sem ég sagði hérna áðan að til að byggja upp þessa ferðaþjónustu þá þarf ekki að kaupa þetta land. Menn hafa byggt upp mikinn og góðan rekstur og bara leigt landið.
Landfari, 1.9.2011 kl. 00:44
Landfari, ekki hef ég getað séð "þetta málefnalega", sem þú predikar svo stíft í þessari athugasemd, í þínum athugasemdum hingað til og það er nú alveg lágmark að menn fari sjálfir eftir því sem þeir predika og eiginlega er lágmark að menn séu ekki þeir heiglar og aumingjar að þeir þori að gera grein fyrir sér en séu ekki að pukrast og kasta skít og óþverra yfir aðra í skjóli nafnleyndar..................
Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 01:16
Og í sambandi við landakaup:ÍSLAND ER NÚMER 2 Á LISTA YFIR ÞAU LÖND, SEM ERFIÐAST ER AÐ FJÁRFESTA Íá eftir Saudi Arabíu ég man ekki alveg hvar Kína er en þó man ég að það er þó nokkuð mikið neðar á þessum lista. Þetta ætti að segja mönnum eitthvað....
Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 01:22
Fyrirgefðu Jóhann en þú kemur með tilvitun í mig sem ég kannst ekki við. Hvar er hún í mínum texta?
Síðan þætti mér vænt um ef þú bentir mér á hvar í mínum texta mér verður á að fara ekki eftir því sem ég "predika" svo notuð séu þín orð. Ég kannast samt ekki við að hafa verið með neinar "predikanir" hér heldur aðeins bent á kurteisi kostar ekkert. Hvar nákvæmlega ég að kasta skít og óþverra yfir aðra eins og þú gefur í skyn að ég sé að gera.
Það er einkenni þeirra sem í rökþrot eru kominir málefnalega að ráðast þá að persónunni. Þetta er alþekkt og allt of algengt. Nú er það allt í einu orðin höfuðsynd og ég heigull og aumingi að þú skulir ekki geta lesið nafnið mitt. Samt stendur það stórum stöfum á síðunni minni. Spurning hvort þú ert bara orðin svona þreyttur, textinn ber þess svolíð merki eða hvort lestrarkunnáttunni er eitthvað áfátt. Það kynni að skýra hver vegna þú hefur ítrekað rangt eftir mér. Það fær þó varla staðist eins mikill fræðingur og þú ert samkvæmt því sem þú segir um þig í haus síðunnar.
En varðandi málið þá þykja mér þetta athygliverðar upplýsingar sem þú kemur fram með. Hvaða listi er þetta og hver tekur hann saman. Ertu með einhverja slóð þar sem hægt væri nálgast hann á netinu?
Landfari, 1.9.2011 kl. 02:02
Þessi listi kemur frá OECD. Ég verð að viðurkenna það að ég hef ekki haft áhuga á að fara á síðuna þína né hef séð nokkra ástæðu til þess. Ég stend við það að sá sem ekki skrifar undir nafni er heigull og aumingi,sem ekki þorir að standa við það sem hann skrifar. Og talandi um að menn séu komnir í rökþrot þá á þetta sem þú skrifar HELST VIÐ ÞIG SJÁLFAN.
Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 06:08
Já já Jóhann minn. Allt í góðu. Líður þér ekki betur núna þegar þú ert búinn að koma þessu frá þér?
Takk samt fyrir ypplýsingarnar. Það væri nógu gaman að sjá þennan lista.
Eigðu góðan dag
Landfari, 1.9.2011 kl. 09:04
Landfari þú getur farið á síðu Alþjóðabankans og séð þetta þar.
Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 09:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.