HVERNIG VÆRI NÚ AÐ HAFA FRÉTTIRNAR RÉTTAR???????????

Ef ekki er u til fjármunir til þess að veita fréttamönnum lágmarksþekkingu, væri ekki úr vegi að lesa yfir fréttirnar frá þeim, áður en þær eru birtar.  EBITDA og framlegð eru EKKI það sama, menn með lágmarksþekkingu ættu að vita þetta.
mbl.is Rekstur Árvakurs á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Íslensku máli hefur hrakað gríðarlega undanfarið í prent og vefmiðlum.  Hér þar að taka sér tak og láta útvarps og blaðamenn fara í endurhæfingu í íslensku máli.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2011 kl. 08:29

2 identicon

Þetta er stundum kallað, hagnaður/tap fyrir fjármagnsliði.  

Ég gúgglaði þetta aðeins.  Það virðist vera að menn noti bæði orðin, þ.e. hagnað/tap eða framlegð.

Ég er búinn að gleyma því hvaða orð var notað í rekstrarreikningi í fjölbraut.  Það er svo langt síðan, en ég held að það hafi verið hagnaður/tap.

Framlegð var aðeins notað þegar breytilegur kostnaður var dreginn frá tekjum.

Það getur verið að núverandi kenningar í uppsetningu rekstrarreikninga sé að réttast væri að nota orðið framlegð. 

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 12:03

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta er rétt hjá þér Stefán en í fjölbraut var notað orðið Hagnaður fyrir fjármagnsliði af reglulegri starfsemi.  Það er bara ótrúlega mikið um það að menn rugli saman framlegð og EBITDA.  Hagnaður /Tap GETUR ALDREI endurspeglað framlegð.

Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 12:38

4 identicon

Jóhann, takk fyrir að leiðrétta mig.  Það er svo langt síðan og í dag les ég aðallega viðskiptafréttir á ensku og þýsku.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 1.9.2011 kl. 12:43

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég var ekki að leiðrétta neitt hjá þér enda þurfti það ekkert, Stefán og ég vil bara þakka fyrir þitt innlegg.

Jóhann Elíasson, 1.9.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband