INNANLANDSFLUGIÐ Á NÁTTÚRULEGA HVERGI ANNARS STAÐAR HEIMA EN Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI..................

En þetta er ekkert að fara að gerast í dag, morgun eða hinn daginn svo við höfum góðan tíma til að undirbúa málið og legg ég til að þessi tími verði vel notaður.  Talsmenn þess að hafa innanlandsflugið áfram í Reykjavík, benda fyrst og fremst á nálægðina við Landspítalann.  Þetta eru náttúrulega eins fáránleg rök og hugsast getur.  Fyrir það fyrsta má benda á það að mjög gott sjúkrahús er í Keflavík og ekki þyrfti að gera mikið þar svo sjúkrahúsið þar gæti sinnt öllum þeim bráðatilvikum, sem upp koma.  Ef upp kæmi atvik þar sem læknir væri staddur í Reykjavík eða annars staðar á höfuðborgarsvæðinu, þá er nú ekki eins og flugvél lendi bara með sjúkling og þá sé ákveðið hver konar aðhlynningu hann þurfi á að halda.  Allan þann tíma sem flugvélin er á flugi er fylgst með líðan sjúklingsins og því væri NÆGUR tími fyrir lækninn að koma sér til Keflavíkur og gera allt klárt þar á meðan sjúklingurinn er á leiðinni.  Það eru mikil þrengsli í Reykjavík, húsakynnin eru mjög lítil og léleg en á Keflavíkurflugvelli eru öll húsakynni til staðar og "hátt er til lofts og vítt til veggja". En náttúrulega ef það er mikil eftirsjón af "braggadraslinu" á Reykjavíkurflugvelli þá er örugglega hægt að flytja það á Keflavíkurflugvöll en það yrði óprýði af því og örugglega yrði alveg rándýrt að flytja það.  Svo hafa menn "vælt" yfir tíma sem færi í að komast til og frá Reykjavík.  Er það svona rosalegt að geta ekki lengur stokkið úr flugvélinni og rölt yfir á Hótel Sögu?????  Mikill hluti þeirra sem eru að koma utan af Landi og til Reykjavíkur eru að fara erlendis og það segir sig sjálft að þetta fólk þarf að koma sér út á Keflavíkurflugvöll og á þessu sést að það eru fleiri en ein hlið á hverju máli.  Ég verð nú að segja að persónulega er ég nokkuð hrifinn af hugmyndinni um flugvöll á  Lönguskerjum en sú hugmynd er örugglega mjög dýr og ég veit ekki hvort nægar rannsóknir hafa farið þar fram og hvort þetta er framkvæmanlegt.  Það er ekki nokkur spurning að það er framkvæmanlegt að hafa innanlandsflugið á Keflavíkurflugvelli.  Þetta er aðeins spurning um hvort okkur beri gæfa til að velja BESTA og HAGKVÆMASTA KOSTINN fyrir innanlandsflugið í framtíðinni.
mbl.is Vilja treysta flugvöllinn í sessi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Keflavík er alls ekki staðurinn fyrir innanlandflugið, hvað ef td. trölladyngju kerfið  færi að gjósa þá yrði engin umferð á landi um reykjanesið meðan það stæði og það veit enginn hve lengi það gæti staðið.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2011 kl. 22:51

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Kristján, þetta EF kjaftæði gæti nú leitt til margra ályktana bæði með og á móti..................  

Jóhann Elíasson, 4.11.2011 kl. 23:46

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef flugvölluinn verður staðsettur í Keflavík, þá verður ekkert innanlandsflug eftir einhvern tíma.  Það er nefnilega ekki bara um að ræða nálægð við sjúkrahús, heldur hátæknisjúkrahús sem héraðsspítalargeta ekki leyst úr.  Bráðatilfelli.  Og svo það að fólk utan af landi fer að morgni í fundarhöld til Reykjavíkur og kemur heim að kvöldi, sama og þéttbýlisbúar skreppa út á land milli flugvéla.  Slíkt gengi ekki upp ef fólk þyrfti að bæta við sig öðrum eins tíma til að komat til Keflavíkur.  Ekki nema að höfuðborgin yrði flutt um leið Til Keflavíkur, með öllum þeim stofnunum, þjónstu og batteríi sem höfuðborg þarf að hafa. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 13:43

4 identicon

Að senda 100 þúsund manns á Reykjanesbrautina árlega, þar sem slysahættan er margfalt meiri en í fluginu sjálfu, er glapræði.

Það á að lengja brautina út á Skerjafjörð um ca. 1 km. og þá gæti 90% af öllum lendingum og flugtöum farið fram á þeirri braut, og málið leyst.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 14:12

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það eru til stórar rútur svo þessi rök eru bara út í loftið Jón.............................

Jóhann Elíasson, 5.11.2011 kl. 14:16

6 identicon

Fátt bendir til þess að ójafnvægi í byggð landsins eigi eftir að breytast landsbyggðinni og þjóðinn allri í hag. Því þarf maður orðið að fara til Reykjavíkur, fyrir allan andskotann, jafnvel til að kaupa sér tannbursta. Flug á milli Akureyrar og Keflavíkur, mundi lengja ferðatímann til Reykjavíkur um minnsta kosti hálfan annan tíma, aðra leiðina. Oft er fullyrt að það taki aðeins hálftíma að komast frá KEF til Reykjavíkur. Þetta er ekki rétt. Ég hef mikla reynslu af þessu í gegnum árin. Ég held ég hafi aldrei verið kominn til Reykjavíkur fyrr en 11/2 tíma eftir lendingu í KEF. Yfirleitt reikna ég með 21/2 tíma, ef ég þarf að ná vél norður. Allar stórar borgir í álfunni, ekki síst höfuðborgir, hafa umferðamiðstöð, sem í nær öllum tilfellum er járnbrautarstöðin. Hún er hinsvegar ekki til í Reykjavík og mun aldrei verða. Í Reykjavík er það flugvöllurinn í Vatnsmýrinni og umferðarmiðstöðin þar er öllum til skammar. Að mínu mati er flugvöllurinn eiginlega það eina, sem gerir höfuðborgina spennandi. Að vísu hef ég ekki enn komið í Hörpu, einnig eru margir góðir veitingastaðir í Reykjavík. En Laugavegurinn er hinsvegar ein sú ljótasta gata sem ég hef gengið, hef þó víða verið. Austurvöllur einnig lítið spennandi. Hvergi hægt að sitja úti, alltaf þessi útsynningur. Án flugvallarins, væri höfuðborgin enn hallærislegri en hún þegar er.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 5.11.2011 kl. 16:17

7 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki er nú mikið til Óslóar að sækja og ekki finnst Norðmönnum neitt að því þó að flugvöllurinn sé í TVEGGJA tíma akstursfjarlægð frá höfuðborginni...

Jóhann Elíasson, 5.11.2011 kl. 17:30

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Fjarlægðir eru óskilgreint fyrirbæri.  Úti í Noregi og öðrum stærri löndum þykir ekkert að því að aka 2 klukkustundir, þegar hér heima hjá mér þykir frekar langt að aka í 40 mín.  En málið er ekki bara það.  Heldur er ekki hægt að bera saman flugvöllinn í Osló og Reykjavík, í fyrsta lagi þá eru fleiri samgöngur til og frá borgum og bæjum í Noregi og fleiri löndum.  Járnbrautir, kapalvagnar, strætóar og fleira.  Og ég er viss um að þar skreppa menn ekki á fund að morgni og fara heim að kvöldi, nema að það sé á ráðstefnu sem er innan flugvallarsvæðisins, eða jafnvel í flugstöðinni. 

Þetta mun aldrei verða því það eru of miklir hagsmunir í húfi fyrir innanlandsflugið starfsemina í kring um það, og svo hvernig landsbyggðin notar flugsamgöngur við Reykjavík.  Og meira að segja hvernig Reykvíkingar nota sér að skreppa út á land til fundarhalda.  En það má alltaf láta sig dreyma.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.11.2011 kl. 20:31

9 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þegar ég var að vinna á Ísafirði og þurfti að fara til Reykjavíkur.  Var EKKI Í EITT EINASTA SKIPTI hægt að fara þangað og klára erindin á einum degi.  Samgöngurnar í Noregi ÞURFA einfaldlega að vera fjölbreyttar, vegna lögunar landsins.

Jóhann Elíasson, 5.11.2011 kl. 22:23

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þegar þú segir að það sé tveggja tíma akstur frá Gardemoen til Oslóar ertu væntanlega að vísa til miðbæjarins, það er til dæmis bara klukkutími frá Nitterdal sem er í útjaðri Oslóar, og ennþá styttra frá Lille ström.  Það er nefnilega byggð alla leið að Gardemoen, og sennilega fjölmennari byggð en í miðborg Reykjavíkur. 

En maðurinn minn hefur til dæmis þurft að fara reglulega til augnasérfræðings í Reykjavík þar sem hann hefur greinst með gláku. Hann fer að morgni, og kemur heim með seinni vél.  Augnlæknirinn tekur hann inn þegar hann kemur, svo er líka með minn tannlæknir.  Málið er að hinn almenni borgari sem verður að leita sér aðstoðar í Reykjavík missir minna úr tíma sínum með svona aðstöðu. Þetta væri einfaldlega ekki í stöðunni ef fyrst þyrfti að aka frá og til Keflavíkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 11:31

11 Smámynd: Jóhann Elíasson

Svona einöngruð tilvik eru náttúrulega til Ásthildur, en yfirhöfuð er MJÖG lítið um það að menn geti farið að morgni til Reykjavíkur, sinn erindum og farið svo heim að kvöldi. 

Jóhann Elíasson, 6.11.2011 kl. 11:58

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ég nefnilega alls ekki svo viss um minn kæri vinur.  Ég held að það sé miklu algengara en fólk gerir sér grein fyrir.  Í hvert skipti sem ég fer inn á flugvöll, hitti ég fólk sem einmitt er að skreppa milli ferða til að sinna hinum ýmsustu málum eins og fundarferðum.  Það eru margskonar erindi sem fólk þarf að sinna, sérstaklega í dag, þegar öll þjónusta hefur skroppið saman í heimabyggð. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 13:42

13 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ekki þori ég nú alveg að fullyrða um þetta, þarna var einungis um mína tilfinningu að ræða og minna kunningja, sem margir hverjir búa utan höfuðborgarsvæðisins. Það fer líka mikið eftir því í hvaða landshluta fólk býr hvort það er yfirleitt á boðstólum að skreppa til Reykjavíkur að morgni og koma svo heim að kvöldi..........

Jóhann Elíasson, 6.11.2011 kl. 13:57

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já, það er allavega héðan, Akureyri og Egilstöðum veit ekki með Vestmanneyjar, allavega þeim þéttbýliskjörnum sem eru kring um landið.  En auðvitað mætti rannsaka þetta eins og annað. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.11.2011 kl. 14:13

15 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Ekkert mál að flytja innanlandsflug til keflavíkur.

Á sama tíma má líka spara enþá meiri pening þarna í Reykjavík og byggja hátæknisjúkrahúsið á keflavíkurflugvelli og færa þangað hinar helstu þjónustur og stofnanir.

 Reykvíkingar þurfa að átta sig á því að flugvöllurinn er ekki þarna fyrir Reykvíkinga heldur landsbygðarfólk.

Reykvíkingar þurfa líka að átta sig á því að það að vera höfuðborga Íslands er aðeins meira en bara nafn, það þarf að hugsa um aðeins fleiri en þá sem að vilja byggja sér hús nálægt 101.

Einsog Ásthildur segir, þá er hellingur um það að fólk fari með flugi snemma dags og fari aftur til baka seinni partinn. (fundir, læknar, tannlæknar, stofnanir, rannsóknir svona sem dæmi)

oftar en ekki má lítið sem ekkert útaf bregða til þess að þetta takist.

Einsog ég sagði, ekkert mál að færa þennan völl, en skelliði þá bara höfuðborgarnafninu og flestum stofnunum (ásamt nýjum landsspítala) til keflavíkur eða upp á gömlu herstöðina.

Árni Sigurður Pétursson, 8.11.2011 kl. 02:28

16 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

Og já, það að segja að það sé ekki algengt að fólk fari til rvk og til baka samdægurs er bara ekki rétt.

þessi skipti sem að ég flýg þangað (2 - 3 sinnum á ári) þá er algengt að 70 - 80% af fólkinu sem að flaug frá eyjum að morgni fljúgi þangað aftur seinni partinn.

Árni Sigurður Pétursson, 8.11.2011 kl. 02:30

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að taka undir með mér Árni.  Málið er nefnilega nákvæmlega svona.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.11.2011 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband