BÚSÁHALDAVALDARÁNIÐ STAÐFEST.............

Fróðlegt verður að lesa þessa skýrslu en þarna má segja að Jón Geir staðfesti orðróm sem hefur verið á kreiki.  Kannski sannast gamla máltækið "Sjaldan lýgur almannarómur"!!!!!
mbl.is Höfðu áhrif á mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Er þá frambjóðandi til varaformanns Sjálfstæðisflokksins almannarómur að þínu mati Jóhann ?

hilmar jónsson, 26.2.2012 kl. 16:21

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hilmar er skítur á milli meyrnanna á þér????????  Það var talað um þetta löngu áður en Geir Jón nefndi þetta.........

Jóhann Elíasson, 26.2.2012 kl. 16:49

3 identicon

Það er varlegt að trúa Valhallarspunanum Jóhann minn. Ég get fullvissað þig um að það er enginn fótur fyrir þeim eftiráskýringum að vissir "þingmenn" hafi fjarstýrt atburðunum 21. janúar 2009.

Svo vill til að ég gjörþekki málið, mun betur en Geir Jón blessaður gerir og sannlega, sannlega segi ég yður: Geir Jón FLokkshestur og frambjóðandi er einsfaldlega að sprengja reyksprengju (les: fýlubombu).

Þeir sem raunverulega stjórnuðu atburðum við þinghúsið 21., 22. og 23. janúar 2009 voru ekki voða grænir þingmenn - hvað þá samspilltir, heldur þjóðin sjálf, sem var komin með upp í kok af vanhæfum, gjörspilltum stjórnvöldum.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 18:00

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já ég held að ég taki undir þetta með þér Hilmar Hafsteinsson.  Ég vissi um afstjöðu Harðar Torfa, við ræddum þessi mál á sínum tíma, þegar baráttan stóð sem hæst.  Hann á heiður skilið fyrir að byrja með þessa byltingu, hann var einn af fáum sem hefði getað  leitt þessa fylkingu, því það var allt reynt til að finna "EITTHVAÐ" á hann sem gæti þaggað niður í honum.  En Hörður hefur alltaf verið maður fyrir sinn hatt, skuldar engum neitt.  Það var samt reynt það get ég vottað.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 18:38

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Getur þá einhver sagt til um það hvers vegna þessi orðrómur fór af stað???????

Jóhann Elíasson, 26.2.2012 kl. 19:17

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að það hafi verið út af því að Álheiður vildi reyna að ná þessu til sín og sinna.  Hún var þarna að flappast.  Ætlaði sennilega að stela glæpnum.  En þetta var bara ekki pólitískt, fólk einfaldlega búið að fá nóg.  En svo tók bara ekkert betra við því miður.  En það vissi fólkið ekki þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2012 kl. 19:55

7 Smámynd: Sólbjörg

Almeningur er löngu búin að afsanna að þau geti hafið skipulega byltingu en geta vissulega mætt á vettfang þegar allt er komið í gang. Búsáhaldaleikritið var skipulagt eins og leikrit, menn töluðu um vaktaskifti í mótmælunum. Skemmtikraftar sáu um að trekkja að. Sjónvarps og aðrir fjölmiðlamenn gerðu sem mest úr öllu, þar voru nánast líka vaktaskifti. Þingmenn voru kallandi út um glugga alþingishúsins það sást greinilega í fréttatímum. Ljósmyndir eru til úr kosningaskrifstofu VG þar sem mótmælaspjöldin voru geymd. Auðvitað var þetta allt framkvæmt á réttum tíma. Flestir sem drifu sig svo niður á Austurvöll til að taka þátt gerðu það til að mótmæla óvitandi um allt plottið. Umsátrið um Seðlabankann var framhaldið á sama leikritinu. Skoðið vinnuaðferðir Samfó og VG -og skoðið svo heildarmyndina því skil því ekki af hverju fólk er að draga í efa orð Geir Jóns.

Sólbjörg, 26.2.2012 kl. 20:22

8 identicon

Það er kostulegt að lesa um svona samsæriskenningu gagnvart nánast allri þjóðinni, ég var þarna, þú varst þarna allir voru þarna einn eða annan daginn.  Yfirleitt fjallar samsæri ekki um svo stóran hóp fólks, en nú vill einhver sem kallar sig sjáfstæðismann gera það ólöglegt að æsast og mótmæla spillingu og græðgi.

Þessi nýji maður á sviðinu, Geir Jón.,  hlýtur að vera annað hvort galinn, eða þá í raunverulegu samsæri við aðila í vinstri flokkum, því þessi bjálfalega herferð mun einungis verða sjálfstæðisflokkinum að frekara falli.

Jonsi (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 20:24

9 identicon

Flott Jonsi,

núna forherðast sjálfstæðismenn og ríghalda í trúboð Geirs hvað sem það kostar flokkinn.  Ert þú kannski líka í samsæri með Geir og vinstri? ;)

Einsi.

Einsi (IP-tala skráð) 26.2.2012 kl. 20:30

10 Smámynd: Sólbjörg

Þú skilur væntanlega hvað verið er að segj Jónsi, upphafið að búsáhaldaplottinu er að einhverjir ákveða að efna til skipulagðra uppþota ok fine það en það sem er ekki í lagi er að hugsanlega er það stjórnarandstöðu flokkar sem standa fyrir öllu. Það er enginn að væna almenning um neitt, auðvitað var fólki alls ekki sagt frá þessu og fæstir því gert sér grein fyrir hvernig í pottinn var búið.

Sólbjörg, 26.2.2012 kl. 20:36

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Sólbjörg, get a life....

hilmar jónsson, 26.2.2012 kl. 20:37

12 Smámynd: Sólbjörg

Yes, skínandi bjart með góðu útsýni og þori til að sjá raunveruleikann. Óska þér innilega hins sama Hilmar.

Sólbjörg, 26.2.2012 kl. 20:56

13 identicon

Sólbjörg, 26.2.2012 kl. 20:56: Hvaða helblái FLokksspuni vellur upp úr þér Sólbjörg, eða hvað þú nú heitir ágæti maður. Gæti það nú skeð að hér sé Hólmsteinninn enn og aftur mættur undir dulnefni, tertulegur í kvenmannsgervi?

Nú vitum við sem sagt að "Flestir sem drifu sig svo niður á Austurvöll til að taka þátt gerðu það til að mótmæla óvitandi um allt plottið"(!) & "hugsanlega er það stjórnarandstöðu flokkar sem standa fyrir öllu"(!)

Og daman(?) þykist þora að sjá raunveruleikann!

Raunveruleikinn er sá að FLokksfífl eins og hann/hún "Sólbjörg" munu aldrei nokkurn tímann viðurkenna vanhæfni ráðamanna FLokksins fyrir og í Hruninu, hvað þá að iðrast þess að hafa fórnað Íslendingum á altari FLokkshagsmuna. Raunveruleikinn er sá að þessar FLokksspírur eru heilalausir hálfvitar sem eiga ekki skilið að kalla sig Íslendinga.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 00:49

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Geir Jón lýgur eins og hann er langur til og er þá mikið sagt.

Undirritaður tók fullan þátt í Búsáhaldabyltingunni án þess að hafa fengið eitt einasta símtal þar að lútandi frá nokkrum þingmanni. Mér stýrði enginn nema minn eiginn vilji til að láta í ljós afstöðu mína. Ég skal bera vitni um það hvar sem er og hvenær sem er, og óski þess einhver skal ég fela óháðum rannsakanda umboð til að óska eftir afritum af símtalaskrá frá fjarskiptafyrirtækinu þar sem ég er í viðskiptum, svo afsanna megi lygar yfirlögregluþjónsins.

Reyndar er ég móðgaður að vera líkt við strengjabrúðu, af einstaklingi sem hefur nú opinberað sig sem eina slíka.

Einnig hef ég áhyggjur af því að yfirlögregluþjónn skuli breiða út svo veruleikafirrtar samsæriskenningar.

Mestu áhyggjurnar stafa hinsvegar af því að svo virðist sem yfirstjórn lögreglunnar sé handgengin glæpamönnum.

Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 01:45

15 Smámynd: Sólbjörg

Mér þætti miður að fá hól frá mönnum eins og ykkur Hilmar, miða við orðfarið sem er viðhaft, gífuryrði og svívirðingar. Gagnrýnin er nauðsyn á alla flokka og ég er ekki flokksbundin. Ríkisstjórnin hefur verið einfær um að kynna sig sjálf og sín vinnubrögð hversu leitt sem þér kann að þykja það að fólki blöskri og það upp á eigin spýtur án flokksstjórunnar. Þið ættuð að taka upp hætti margra að gagnrýna líka það sem miður fer hjá þeim flokk sem þið aðhyllist. Þannig verða raunverulegar framfarir- vonandi.

Sólbjörg, 27.2.2012 kl. 07:45

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég verð að segja að ég trúi því ekki að Geir Jón hafi vísvitandi logið þessu.   En getur ekki verið að frú Álfheiður og có hafi reynt að yfirtaka "glæpinn" þar sem þau hafa séð að þetta gæti orðið þeim til framdráttar.  Ég er alveg til í að trúa því.  En málið er bara svo miklu stærra.  Það var Hörður Torfason sem byrjaði á þessu og smám saman kom fleira fólk alþýða þessa lands sem var búin að fá sig fullsadda af ríkisstjórninni.  Rétt eins og fólk er búið að fá sig fullsatt af þessari ríkisstjórn.  Hún er að því leytinu til verri en sú fyrri að hún þekkir ekki sinn vitjunartíma og ætlar að slímsitja allt til enda.  Ég held að þar sem reykur er  þar er eldur, og ég er alveg viss um að Álfheiður og có hafi reynt eins og ég sagði.  En það var fólkið sjálft sem átti þarna hlutinn sem skipti öllu máli.  Hitt var bara svona tilraun til að taka yfir klór í bakkann. 

Svo tek ég undir með Guðmundi Ásgeirssyni það er fáránlegt ef lögreglan er að semja skýrslu og rannsaka sjálfa sig í þessu dæmi.  Því vissulega gerðist margt hjá lögreglunni sem var álíka óásættanlegt og hjá þeim sem misstu sig í mótmælunum.  Og það var ekki hinn venjulegi maður, heldur einhverskonar uppreisnarseggir sem reynt var að halda niðri eins og hægt var af mótmælendunum sjálfu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 11:33

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það gæti svo verið að þeim hafi verið stýrt af fólki með gemsa í glugga.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2012 kl. 11:34

18 Smámynd: Sólbjörg

Mín kæru, hvar er allt fólkið sem mótmælti óréttlæti í búsáhaldabyltingunni svokallaðri, í dag er óréttlætið margfalt og engin mannvirðing, það eru hjálparstofnanir sem eru að hjálpa matar- og heimilislausum. Fyrst fólk getur skipulagt hörð mótmæli en eru ekki bara fylgifiskar sem þorðu að mæta þar sem allt var í fullum dampi þá fyndist mér að menn eins og Hörður og fleiri ætti að svíða óréttlætið engu minna í dag en þá. Hvað veldur að svo virðist ekki vera????

Vil að fólk fái að lifa með reisn og tækifæri til sjálfsbjargar, nýta hæfileika sína og frelsi til verðmætasköpunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, það er þjóðarbúinu öllu til framdráttar. Engin á að þurfa að lifa á ölmusu hvorki einstaklingar eða heil þjóð.

Sólbjörg, 27.2.2012 kl. 12:30

19 identicon

Sólbjörg, 27.2.2012 kl. 12:30: Þér er ekki viðbjargandi í ruglinu "Sólbjörg" (eða hvað hann nú raunverulega heitir sá góði maður). Það vantar ekki að þú takir Litlu gulu hænuna á svonefnda "Búsáhaldabyltingu". Hvar varst þú veturinn 2008 - 2009? Hvar var pilsaþyturinn þinn í baráttu Radda fólksins gegn IceSave-ólögunum? Hvar varst þú niðurskomin(n) 15. október 2011 þegar Raddir fólksins héldu útifund á Austurvelli og mótmæltu "norrænu velferðarstjórninni".

Furðufyrirbæri eins og "Sólbjörg" ganga um með grautarheila og gullfiskaminni. Þeim er ekki viðbjargandi og eiga sér í raun ekkert líf. Þú talar í innantómum frösum um málefni sem þú hefur ekki hundsvit á, en það vantar ekki að það rigni uppí nefið á þér af vandlætingu yfir því að að aðrir séu ekki að berjast fyrir því að "fólk fái að lifa með reisn og tækifæri til sjálfsbjargar, nýta hæfileika sína og frelsi til verðmætasköpunar fyrir einstaklinga og fyrirtæki, það er þjóðarbúinu öllu til framdráttar", eins og þú fabúlerar svo forkostulega.

Byrjaðu á að taka til í heilabúinu á sjálfri (sjálfum) þér áður en þú ferð að róta í þjóðarbúinu.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.2.2012 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband